Það er verið að grafa dýpri fátæktargjá Rúnar Sigurjónsson skrifar 3. júlí 2024 09:31 Á embættistíma núverandi barnamálaráðherra hefur barnafátækt á Íslandi aukist verulega. Á sama tíma hefur hlutfall barna sem útskrifast úr 10. bekk með lélegan lesskilning eða ólæsi hækkað úr 22% í um 50% frá árinu 2016. Þessi börn standa frammi fyrir ógnvekjandi veruleika þar sem tækifæri þeirra til að blómstra eru skert af kerfisbundinni mismunun. Ég hef kynnst því hvað fátækt er og þekki því þær hömlur, takmarkanir og þann skort sem fylgir því að afkoma fólks dugar ekki fyrir mannsæmandi kjörum og samfélagsþáttöku. Fáttækt er samfélagsmein sem brýtur niður fólk og veldur því mikilli og langvarandi vanlíðan, jafnvel þó svo að fólk sem upplifað hefur fátækt nái sér úr henni að þá hefur hún markað varanleg áhrif á lífsgæði fólks um aldur og ævi. En börnin eru ekki einu fórnarlömb þessarar ríkisstjórnar. Samkvæmt rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, eru kjör 88% lífeyrisþega sambærileg eða lakari en fyrir ári. Yfir helmingur öryrkja á Íslandi horfa upp á kjör sín rýrna ár eftir ár. Kjaragliðnun hjá fátækum eldri borgurum heldur áfram að aukast. Það er sívaxandi gjá á milli þeirra sem hafa og þeirra sem ekki hafa. Þúsundir Íslendinga fá aldrei að njóta þess hversu ríkt og frábært land við eigum. Við stöndum á krossgötum. Annað hvort tökum við af skarið og leiðréttum þessa djúpstæðu mismunum eða við horfumst í augu við samfélag þar sem tækifæri fárra eru keypt með þjáningu margra. Ísland á að vera land tækifæra fyrir alla, ekki aðeins útvalda hópa. Tími er kominn til að taka af skarið og tryggja réttlæti og jöfnuð fyrir hvern einasta þegn þessa lands, óháð aldri, efnahag eða búsetu. Annars blasir við okkur framtíð full af vonleysi, reiði og sundrung. Við þurfum nýja nálgun. Við þurfum að hækka skattleysismörkin hjá fátæku fólki, endurhugsa almannatryggingakerfið, afnema kjaragliðnun, auka stuðning við einstæða foreldra og byggja upp kerfi þar sem ekkert barn þarf að líða skort. Við þurfum að uppræta fátækt. Fólkið fyrst og svo allt hitt. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Félagsmál Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Efnahagsmál Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á embættistíma núverandi barnamálaráðherra hefur barnafátækt á Íslandi aukist verulega. Á sama tíma hefur hlutfall barna sem útskrifast úr 10. bekk með lélegan lesskilning eða ólæsi hækkað úr 22% í um 50% frá árinu 2016. Þessi börn standa frammi fyrir ógnvekjandi veruleika þar sem tækifæri þeirra til að blómstra eru skert af kerfisbundinni mismunun. Ég hef kynnst því hvað fátækt er og þekki því þær hömlur, takmarkanir og þann skort sem fylgir því að afkoma fólks dugar ekki fyrir mannsæmandi kjörum og samfélagsþáttöku. Fáttækt er samfélagsmein sem brýtur niður fólk og veldur því mikilli og langvarandi vanlíðan, jafnvel þó svo að fólk sem upplifað hefur fátækt nái sér úr henni að þá hefur hún markað varanleg áhrif á lífsgæði fólks um aldur og ævi. En börnin eru ekki einu fórnarlömb þessarar ríkisstjórnar. Samkvæmt rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, eru kjör 88% lífeyrisþega sambærileg eða lakari en fyrir ári. Yfir helmingur öryrkja á Íslandi horfa upp á kjör sín rýrna ár eftir ár. Kjaragliðnun hjá fátækum eldri borgurum heldur áfram að aukast. Það er sívaxandi gjá á milli þeirra sem hafa og þeirra sem ekki hafa. Þúsundir Íslendinga fá aldrei að njóta þess hversu ríkt og frábært land við eigum. Við stöndum á krossgötum. Annað hvort tökum við af skarið og leiðréttum þessa djúpstæðu mismunum eða við horfumst í augu við samfélag þar sem tækifæri fárra eru keypt með þjáningu margra. Ísland á að vera land tækifæra fyrir alla, ekki aðeins útvalda hópa. Tími er kominn til að taka af skarið og tryggja réttlæti og jöfnuð fyrir hvern einasta þegn þessa lands, óháð aldri, efnahag eða búsetu. Annars blasir við okkur framtíð full af vonleysi, reiði og sundrung. Við þurfum nýja nálgun. Við þurfum að hækka skattleysismörkin hjá fátæku fólki, endurhugsa almannatryggingakerfið, afnema kjaragliðnun, auka stuðning við einstæða foreldra og byggja upp kerfi þar sem ekkert barn þarf að líða skort. Við þurfum að uppræta fátækt. Fólkið fyrst og svo allt hitt. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun