Fótboltamenn „örva skapandi löngun“ og mynda nýtt tónlistartvíeyki Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. júní 2024 12:01 Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason mynda tvíeykið HúbbaBúbba og gáfu út sitt fyrsta lag í dag. húbbabúbba Knattspyrnumennirnir Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason tóku óvænt höndum saman í hljóðveri og hafa nú gefið út glænýjan sumarsmell. Þeir leituðu til þekkts nafns í fótbolta- og tónlistarheiminum sér til auka, Loga Tómasson, einnig þekktur sem Luigi. Allt saman bar þetta nokkuð óvænt upp fyrir um tveimur vikum síðan þegar þeir félagar héngu saman í stúdíói. „Þetta verður til bara óvart, þeir eru í fríinu sína hérna heima, Kristall og Luigi. Við hoppum í stúdíó, ég og Kristall með Loga, eitt leiðir af öðru og við erum farnir að syngja. Þá verður þetta myndarlega lag til en þetta concept var ekkert til fyrir tveimur vikum síðar. Þetta er ungt og óvænt, bara slys ef það mætti segja það,“ segir annar af forsprökkum hópsins, Eyþór Aron Wöhler, í samtali við Vísi. View this post on Instagram A post shared by HúbbaBúbba (@hubbabubbamusik) Rík sköpunargleði sem verður að virkja Listaspíran hefur blundað lengi í Eyþóri og hann býr yfir ríkri sköpunargleði. Á síðasta ári gerðist hann rithöfundur og gaf út Frasabókina. „Það hefur alltaf einhvern veginn dottað í manni að gera eitthvað svona. Ég skrifa Frasabókina og geri eitthvað svona skapandi. Nú á bara að taka yfir tónlistarheiminn, eins og maður segir, örva þessa skapandi löngun sem maður hefur.“ Gæti reynst erfitt að ná þeim saman á svið Síðan hafa þeir hrundið af stað mikilli auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum og loks í dag kom lagið út. Það gæti þó reynst aðdáendum HúbbaBúbba erfitt að fá þá til að flytja lagið saman þar sem Kristall (Sönderjyske) er búsettur í Danmörku, Logi (Strömsgodset) í Noregi og Eyþór (KR) á Íslandi. „Það er ekki hægt,“ segir Eyþór og hlær. „Nema Kristall og Logi fái helgarfrí eða eitthvað svoleiðis og fljúgi heim, annars er svakalega erfitt að vera að gigga eitthvað saman. Kristall getur það ekki þegar hann er að fara að spila á Parken eftir korter.“ Það er því ekkert útgáfupartý planað þar sem Logi og Kristall eru báðir erlendis eins og er en Eyþór segir mögulega eitthvað óvænt geta borið upp og bendir aðdáendum að fylgjast vel með á samfélagsmiðlum. Þjálfari KR dillar sér og dansar Eyþór er leikmaður KR, sem heyrir undir nýrri stjórn Pálma Rafns Pálmasonar, hann segir þjálfarann sem og aðra leikmenn liðsins hafa tekið vel í þetta allt saman. „Ég held nú að Pálmi sé ekkert nema bara sáttur. Ég sendi honum lagið áður en það kom út og hann var bara að dilla sér við það.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Danski boltinn Norski boltinn Tónlist Atvinnumennirnir okkar Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Allt saman bar þetta nokkuð óvænt upp fyrir um tveimur vikum síðan þegar þeir félagar héngu saman í stúdíói. „Þetta verður til bara óvart, þeir eru í fríinu sína hérna heima, Kristall og Luigi. Við hoppum í stúdíó, ég og Kristall með Loga, eitt leiðir af öðru og við erum farnir að syngja. Þá verður þetta myndarlega lag til en þetta concept var ekkert til fyrir tveimur vikum síðar. Þetta er ungt og óvænt, bara slys ef það mætti segja það,“ segir annar af forsprökkum hópsins, Eyþór Aron Wöhler, í samtali við Vísi. View this post on Instagram A post shared by HúbbaBúbba (@hubbabubbamusik) Rík sköpunargleði sem verður að virkja Listaspíran hefur blundað lengi í Eyþóri og hann býr yfir ríkri sköpunargleði. Á síðasta ári gerðist hann rithöfundur og gaf út Frasabókina. „Það hefur alltaf einhvern veginn dottað í manni að gera eitthvað svona. Ég skrifa Frasabókina og geri eitthvað svona skapandi. Nú á bara að taka yfir tónlistarheiminn, eins og maður segir, örva þessa skapandi löngun sem maður hefur.“ Gæti reynst erfitt að ná þeim saman á svið Síðan hafa þeir hrundið af stað mikilli auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum og loks í dag kom lagið út. Það gæti þó reynst aðdáendum HúbbaBúbba erfitt að fá þá til að flytja lagið saman þar sem Kristall (Sönderjyske) er búsettur í Danmörku, Logi (Strömsgodset) í Noregi og Eyþór (KR) á Íslandi. „Það er ekki hægt,“ segir Eyþór og hlær. „Nema Kristall og Logi fái helgarfrí eða eitthvað svoleiðis og fljúgi heim, annars er svakalega erfitt að vera að gigga eitthvað saman. Kristall getur það ekki þegar hann er að fara að spila á Parken eftir korter.“ Það er því ekkert útgáfupartý planað þar sem Logi og Kristall eru báðir erlendis eins og er en Eyþór segir mögulega eitthvað óvænt geta borið upp og bendir aðdáendum að fylgjast vel með á samfélagsmiðlum. Þjálfari KR dillar sér og dansar Eyþór er leikmaður KR, sem heyrir undir nýrri stjórn Pálma Rafns Pálmasonar, hann segir þjálfarann sem og aðra leikmenn liðsins hafa tekið vel í þetta allt saman. „Ég held nú að Pálmi sé ekkert nema bara sáttur. Ég sendi honum lagið áður en það kom út og hann var bara að dilla sér við það.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Danski boltinn Norski boltinn Tónlist Atvinnumennirnir okkar Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira