Árangursríkur þingvetur skilar samfélaginu í rétta átt Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 26. júní 2024 08:00 Á Íslandi er gott að búa og hér höfum við byggt upp öflugt velferðarsamfélag; samfélag sem gefur atvinnulífi og einstaklingum súrefni til að vaxa og dafna, samhliða því að styðja við barnafjölskyldur og þá hópa sem höllum fæti standa. Um það sjást augljós merki nú við þinglok. Hér á landi er meiri hagvöxtur en í nágrannaríkjunum, atvinnustig er sterkt og hér hefur verið vaxandi kaupmáttur heimilanna ár eftir ár. Allt skiptir þetta máli og þegar ég horfi á stóru myndina er ég stoltur af okkar góða samfélagi sem hefur vissulega þurft að glíma við áskoranir síðustu misseri líkt og samfélög um heim allan. Verjum lífskjör og velferð Utanaðkomandi þættir sem við höfum litla sem enga stjórn á hafa haft óvenju mikil áhrif á okkar daglega líf. Verkefni stjórnvalda er að bregðast við með skynsamlegum aðgerðum sem miða að því að milda áhrifin á samfélagið og létta þeim byrðar sem þyngstar bera nú um stundir. Hér ætla ég að nefna sérstaklega nýgerða langtímakjarasamninga. Þeir auka á fyrirsjáanleika þar sem markmiðið er að ná niður vöxtum og verðbólgu samhliða því að verja lífskjör og velferð hér á landi. Við gerð þessara samninga var lögð sérstök áhersla á vaxandi velsæld og stuðning við barnafjölskyldur, t.a.m. með gjaldfrjálsum skólamáltíðum og hækkun barnabóta, sérstökum vaxtastuðningi og stuðningi við leigjendur ásamt hærri fæðingarorlofsgreiðslum. Fyrir þessum raunverulegu aðgerðum hefur fólk fundið. Fjárhagsleg staða eldri borgara á Íslandi er almennt sterk og hafa kjör hópsins batnað umtalsvert síðastliðinn áratug. Gildir það hvort sem litið er til tekna, kaupmáttar eða eigna- og skuldastöðu. Kjör hópsins á ýmsum sviðum hafa batnað umfram yngri aldurshópa. Samhliða hafa útgjöld almannatrygginga til eldri borgara aukist verulega. Kaupmáttur 67 ára og eldri hefur undanfarinn áratug vaxið um að jafnaði tæplega 4% á ári. Sömuleiðis hafa útgjöld ríkisins til málefna aldraðra aukist um 25% að raunvirði frá árinu 2017 og um 91% frá árinu 2014. Margar jákvæðar fréttir Markvisst hefur verið unnið að því að tryggja öllum landsmönnum aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Eftir áralangt samningsleysi hefur nú verið samið við sérgreinalækna, sjúkraþjálfara og tannlækna. Með þessum samningum lækkar greiðsluþátttaka einstaklinga sem hefur hækkað jafnt og þétt í samningsleysinu. Að draga úr greiðsluþátttöku almennings við heilbrigðisþjónustu er liður í því að jafna aðgengi að þjónustunni óháð efnahag. Á þeim forsendum var styrkur til almennra tannréttinga tæplega þrefaldaður og hækkaði úr 150 þúsund krónum í 430 þúsund krónur þann 1. september síðastliðinn. Við breytinguna lækkar kostnaðarþátttaka almennings í almennum tannréttingum um 500 milljónir á ári. Risastór skref hafa verið tekin á þessu kjörtímabili í þágu menningar í landinu. Það hefur sýnt sig að ógrynni tækifæra felast í því að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi. Verkefni af þessum toga eru atvinnu- og gjaldeyrisskapandi og landið öðlast kynningu erlendis sem getur skilað sér í jákvæðari ímynd og auknum gjaldeyristekjum vegna komu ferðamanna hingað til lands. Það er morgunljóst að stuðningur við listir og skapandi greinar skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Áfram er unnið að því að efla verk- og starfsnám. Samfélagið hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og atvinnulífið kallar á slíka menntun. Mennta- og barnamálaráðherra hefur af því tilefni lagt ríka áherslu á uppbyggingu verk- og starfsnámsaðstöðu og stefnt er að byggja 12.000 fm fyrir námið um land allt auk þess sem nýr Tækniskóli mun rísa í Hafnarfirði. Lífeyrissjóðir og heilbrigður leigumarkaður Alþingi samþykkti nú fyrir þinglok breytingar á ákvæðum um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða. Þar er lagt til að heimila lífeyrissjóðum að fjárfesta hluta eignasafns síns í félögum sem hafa það að meginstarfsemi að leigja út íbúðarhúsnæði til einstaklinga og til viðbótar að þeim verði heimilt að eiga stærri hlut en 20% í hverju leigufélagi sem hefur þá meginstarfsemi að leigja út íbúðarhúsnæði til langs tíma til einstaklinga. Hlutur hvers lífeyrissjóðs má þó ekki vera stærri en 50% í slíku félagi. Ég hef á undanförnum árum skrifað fjölmargar greinar um stöðuna á húsnæðismarkaði og komið með tillögur að aðgerðum sem ég hef talið nauðsynlegt að ráðast í. Ein af þeim tillögum er meðal annars að auðvelda lífeyrissjóðum að fjárfesta í leigufélögum sem ég tel bæði mjög skynsamlega og brýna aðgerð á þeirri vegferð að byggja upp heilbrigðari leigumarkað en hér hefur verið til staðar með meira öryggi og fyrirsjáanleika fyrir fólk. Það var því sérstaklega ánægjulegt að vera framsögumaður á þessu mikilvæga máli og að um málið hafi verið samstaða, þvert á flokka, í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Það skiptir máli, enda skref í rétta átt. Við höfum enn verk að vinna Verðbólga hefur lækkað, en hún er enn of há. Það verður áfram verkefni okkar stjórnmálamanna þar sem við þurfum að halda áfram að vinna að því að ná henni enn frekar niður með skynsamlegum og raunhæfum aðgerðum. Við getum í því sambandi nefnt stöðuna á húsnæðismarkaði, en þar eru að mínu mati áskoranir sem hægt er að leysa hratt og örugglega sé viljinn til staðar. Þar þurfa ríki og sveitarfélög að taka höndum saman – af mun meiri krafti og festu en hingað til. Hér þarf að halda áfram þeim góðu opinberu aðgerðum stjórnvalda til að tryggja nægt framboð af fjölbreyttu húsnæði, en jafnframt skapa umhverfi svo fýsilegt sé fyrir framkvæmdaaðila á almennum markaði að byggja húsnæði. Fólki á Íslandi er að fjölga hratt og það er fyrirséð að hér þurfi að byggja meira. Við vorum á réttri leið, en það hefur komið bakslag á síðustu árum og það má helst rekja til skorts á byggingarhæfum lóðum á nýjum svæðum. Þar hefur höfuðborgin á vakt Samfylkingarinnar borið mesta ábyrgð. Seðlabankinn hefur boðið upp á eitraðan kokteil með sinni stefnu. Hátt vaxtastig sem meðal annars eykur kostnað við byggingu húsnæðis og dregur úr vilja framkvæmdaaðila og hert lánþegaskilyrði sem torvelda kaupendum að stíga skref inn á fasteignamarkaðinn. Þannig hefur verið hlaðið í snjóhengju kynslóða sem bíða eftir tækifæri til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Þvert á það sem þörf er á. Að lokum Við höfum þann eiginleika að vera tiltölulega bjartsýn þjóð. Við búum í góðu samfélagi og ég hef hér farið yfir margar góðar aðgerðir en líka þá hlið þar sem við þurfum að gera betur. Það er hægt. Við skulum tala samfélagið okkar upp, en ekki niður. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er gott að búa og hér höfum við byggt upp öflugt velferðarsamfélag; samfélag sem gefur atvinnulífi og einstaklingum súrefni til að vaxa og dafna, samhliða því að styðja við barnafjölskyldur og þá hópa sem höllum fæti standa. Um það sjást augljós merki nú við þinglok. Hér á landi er meiri hagvöxtur en í nágrannaríkjunum, atvinnustig er sterkt og hér hefur verið vaxandi kaupmáttur heimilanna ár eftir ár. Allt skiptir þetta máli og þegar ég horfi á stóru myndina er ég stoltur af okkar góða samfélagi sem hefur vissulega þurft að glíma við áskoranir síðustu misseri líkt og samfélög um heim allan. Verjum lífskjör og velferð Utanaðkomandi þættir sem við höfum litla sem enga stjórn á hafa haft óvenju mikil áhrif á okkar daglega líf. Verkefni stjórnvalda er að bregðast við með skynsamlegum aðgerðum sem miða að því að milda áhrifin á samfélagið og létta þeim byrðar sem þyngstar bera nú um stundir. Hér ætla ég að nefna sérstaklega nýgerða langtímakjarasamninga. Þeir auka á fyrirsjáanleika þar sem markmiðið er að ná niður vöxtum og verðbólgu samhliða því að verja lífskjör og velferð hér á landi. Við gerð þessara samninga var lögð sérstök áhersla á vaxandi velsæld og stuðning við barnafjölskyldur, t.a.m. með gjaldfrjálsum skólamáltíðum og hækkun barnabóta, sérstökum vaxtastuðningi og stuðningi við leigjendur ásamt hærri fæðingarorlofsgreiðslum. Fyrir þessum raunverulegu aðgerðum hefur fólk fundið. Fjárhagsleg staða eldri borgara á Íslandi er almennt sterk og hafa kjör hópsins batnað umtalsvert síðastliðinn áratug. Gildir það hvort sem litið er til tekna, kaupmáttar eða eigna- og skuldastöðu. Kjör hópsins á ýmsum sviðum hafa batnað umfram yngri aldurshópa. Samhliða hafa útgjöld almannatrygginga til eldri borgara aukist verulega. Kaupmáttur 67 ára og eldri hefur undanfarinn áratug vaxið um að jafnaði tæplega 4% á ári. Sömuleiðis hafa útgjöld ríkisins til málefna aldraðra aukist um 25% að raunvirði frá árinu 2017 og um 91% frá árinu 2014. Margar jákvæðar fréttir Markvisst hefur verið unnið að því að tryggja öllum landsmönnum aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Eftir áralangt samningsleysi hefur nú verið samið við sérgreinalækna, sjúkraþjálfara og tannlækna. Með þessum samningum lækkar greiðsluþátttaka einstaklinga sem hefur hækkað jafnt og þétt í samningsleysinu. Að draga úr greiðsluþátttöku almennings við heilbrigðisþjónustu er liður í því að jafna aðgengi að þjónustunni óháð efnahag. Á þeim forsendum var styrkur til almennra tannréttinga tæplega þrefaldaður og hækkaði úr 150 þúsund krónum í 430 þúsund krónur þann 1. september síðastliðinn. Við breytinguna lækkar kostnaðarþátttaka almennings í almennum tannréttingum um 500 milljónir á ári. Risastór skref hafa verið tekin á þessu kjörtímabili í þágu menningar í landinu. Það hefur sýnt sig að ógrynni tækifæra felast í því að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi. Verkefni af þessum toga eru atvinnu- og gjaldeyrisskapandi og landið öðlast kynningu erlendis sem getur skilað sér í jákvæðari ímynd og auknum gjaldeyristekjum vegna komu ferðamanna hingað til lands. Það er morgunljóst að stuðningur við listir og skapandi greinar skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Áfram er unnið að því að efla verk- og starfsnám. Samfélagið hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og atvinnulífið kallar á slíka menntun. Mennta- og barnamálaráðherra hefur af því tilefni lagt ríka áherslu á uppbyggingu verk- og starfsnámsaðstöðu og stefnt er að byggja 12.000 fm fyrir námið um land allt auk þess sem nýr Tækniskóli mun rísa í Hafnarfirði. Lífeyrissjóðir og heilbrigður leigumarkaður Alþingi samþykkti nú fyrir þinglok breytingar á ákvæðum um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða. Þar er lagt til að heimila lífeyrissjóðum að fjárfesta hluta eignasafns síns í félögum sem hafa það að meginstarfsemi að leigja út íbúðarhúsnæði til einstaklinga og til viðbótar að þeim verði heimilt að eiga stærri hlut en 20% í hverju leigufélagi sem hefur þá meginstarfsemi að leigja út íbúðarhúsnæði til langs tíma til einstaklinga. Hlutur hvers lífeyrissjóðs má þó ekki vera stærri en 50% í slíku félagi. Ég hef á undanförnum árum skrifað fjölmargar greinar um stöðuna á húsnæðismarkaði og komið með tillögur að aðgerðum sem ég hef talið nauðsynlegt að ráðast í. Ein af þeim tillögum er meðal annars að auðvelda lífeyrissjóðum að fjárfesta í leigufélögum sem ég tel bæði mjög skynsamlega og brýna aðgerð á þeirri vegferð að byggja upp heilbrigðari leigumarkað en hér hefur verið til staðar með meira öryggi og fyrirsjáanleika fyrir fólk. Það var því sérstaklega ánægjulegt að vera framsögumaður á þessu mikilvæga máli og að um málið hafi verið samstaða, þvert á flokka, í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Það skiptir máli, enda skref í rétta átt. Við höfum enn verk að vinna Verðbólga hefur lækkað, en hún er enn of há. Það verður áfram verkefni okkar stjórnmálamanna þar sem við þurfum að halda áfram að vinna að því að ná henni enn frekar niður með skynsamlegum og raunhæfum aðgerðum. Við getum í því sambandi nefnt stöðuna á húsnæðismarkaði, en þar eru að mínu mati áskoranir sem hægt er að leysa hratt og örugglega sé viljinn til staðar. Þar þurfa ríki og sveitarfélög að taka höndum saman – af mun meiri krafti og festu en hingað til. Hér þarf að halda áfram þeim góðu opinberu aðgerðum stjórnvalda til að tryggja nægt framboð af fjölbreyttu húsnæði, en jafnframt skapa umhverfi svo fýsilegt sé fyrir framkvæmdaaðila á almennum markaði að byggja húsnæði. Fólki á Íslandi er að fjölga hratt og það er fyrirséð að hér þurfi að byggja meira. Við vorum á réttri leið, en það hefur komið bakslag á síðustu árum og það má helst rekja til skorts á byggingarhæfum lóðum á nýjum svæðum. Þar hefur höfuðborgin á vakt Samfylkingarinnar borið mesta ábyrgð. Seðlabankinn hefur boðið upp á eitraðan kokteil með sinni stefnu. Hátt vaxtastig sem meðal annars eykur kostnað við byggingu húsnæðis og dregur úr vilja framkvæmdaaðila og hert lánþegaskilyrði sem torvelda kaupendum að stíga skref inn á fasteignamarkaðinn. Þannig hefur verið hlaðið í snjóhengju kynslóða sem bíða eftir tækifæri til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Þvert á það sem þörf er á. Að lokum Við höfum þann eiginleika að vera tiltölulega bjartsýn þjóð. Við búum í góðu samfélagi og ég hef hér farið yfir margar góðar aðgerðir en líka þá hlið þar sem við þurfum að gera betur. Það er hægt. Við skulum tala samfélagið okkar upp, en ekki niður. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun