Fyrrverandi starfsmaður Quang Le: „Hann er ekki velkominn hér“ Bjarki Sigurðsson skrifar 20. júní 2024 20:01 Steingrímur Jón Guðjónsson rekur staðinn ásamt eiginkonu sinni, Mingming. Nýr veitingastaður hefur verið opnaður þar sem Pho Vietnam-ese var áður rekinn. Fyrrverandi framkvæmdastjóri eldri staðarins sem rekur einnig þann nýja, segist ekkert tengjast mansalsmáli Quang Le og er með meinta þolendur hans í vinnu. Við Laugaveg 3 var áður veitingastaðurinn Pho Vietnamese, allt þar til Quang Le var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald, meðal annars grunaður um mansal. Nú hefur Steingrímur Jón Guðjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Pho Vietnamese, opnað þar nýjan veitingastað, Bao Bite. Bao Bite er við Laugaveg 3.Vísir/Sigurjón Steingrímur starfaði fyrir Quang Le í fjögur og hálft ár. Hann sagði upp störfum fyrir tveimur árum síðan. „Ég semsagt vann við það að opna staðina hans, hann var alltaf að opna nýja og nýja staði. Það er ýmislegt sem þarf til að gera það, fá smiði og aðra verkamenn. Það þarf að fá framkvæmdaleyfi og annað slíkt. Það var bróðurparturinn af mínu starfi. Svo var ég að sjá um aðra hluti eins og til dæmis að senda út reikninga og almenn skrifstofu störf,“ segir Steingrímur. Vissir þú hvað var í gangi? Meinta mansalið og allt það? „Mann grunaði að eitthvað væri í gangi þegar maður sá launaseðlana. Þeir voru ekki að stemma við áætlað vinnuframlag,“ segir Steingrímur. Á Laugavegi 3 var áður Pho Vietnamese.Vísir/Sigurjón Á Bao Bite starfa nokkrir af meintum þolendum Quang Le í mansalsmáli hans. „Þeim líður bara mjög vel, þau hafa aldrei verið í betur launuðu starfi. Þau fá sína hvíldartíma sem þau voru ekki að fá hjá Quang Le. Þannig framtíðin er mjög björt fyrir þau,“ segir Steingrímur. Bara svo það sé á hreinu, þú tengdist meintu mansali Quang Le ekki neitt? „Nei, enda fengi ég ekki leyfi til að ráða þetta starfsfólk. Þetta er Vinnumálastofnun, ASÍ og fleiri sem tóku screen á öllum sem vildu ráða starfsfólkið. Þau myndu aldrei leyfa neinum sem hefur tengst þessu að ráða fólkið,“ segir Steingrímur. Á sunnudaginn mætti Quang Le á Bao Bite. Þegar Steingrímur frétti af því hringdi hann á lögregluna og lét vita af heimsókninni. „Það er ekki hægt að túlka þetta sem neitt annað en ógnun gegn starfsfólkinu. Hann er ekki velkominn hér, nokkurn tímann,“ segir Steingrímur. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Reykjavík Víetnam Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Sjá meira
Við Laugaveg 3 var áður veitingastaðurinn Pho Vietnamese, allt þar til Quang Le var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald, meðal annars grunaður um mansal. Nú hefur Steingrímur Jón Guðjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Pho Vietnamese, opnað þar nýjan veitingastað, Bao Bite. Bao Bite er við Laugaveg 3.Vísir/Sigurjón Steingrímur starfaði fyrir Quang Le í fjögur og hálft ár. Hann sagði upp störfum fyrir tveimur árum síðan. „Ég semsagt vann við það að opna staðina hans, hann var alltaf að opna nýja og nýja staði. Það er ýmislegt sem þarf til að gera það, fá smiði og aðra verkamenn. Það þarf að fá framkvæmdaleyfi og annað slíkt. Það var bróðurparturinn af mínu starfi. Svo var ég að sjá um aðra hluti eins og til dæmis að senda út reikninga og almenn skrifstofu störf,“ segir Steingrímur. Vissir þú hvað var í gangi? Meinta mansalið og allt það? „Mann grunaði að eitthvað væri í gangi þegar maður sá launaseðlana. Þeir voru ekki að stemma við áætlað vinnuframlag,“ segir Steingrímur. Á Laugavegi 3 var áður Pho Vietnamese.Vísir/Sigurjón Á Bao Bite starfa nokkrir af meintum þolendum Quang Le í mansalsmáli hans. „Þeim líður bara mjög vel, þau hafa aldrei verið í betur launuðu starfi. Þau fá sína hvíldartíma sem þau voru ekki að fá hjá Quang Le. Þannig framtíðin er mjög björt fyrir þau,“ segir Steingrímur. Bara svo það sé á hreinu, þú tengdist meintu mansali Quang Le ekki neitt? „Nei, enda fengi ég ekki leyfi til að ráða þetta starfsfólk. Þetta er Vinnumálastofnun, ASÍ og fleiri sem tóku screen á öllum sem vildu ráða starfsfólkið. Þau myndu aldrei leyfa neinum sem hefur tengst þessu að ráða fólkið,“ segir Steingrímur. Á sunnudaginn mætti Quang Le á Bao Bite. Þegar Steingrímur frétti af því hringdi hann á lögregluna og lét vita af heimsókninni. „Það er ekki hægt að túlka þetta sem neitt annað en ógnun gegn starfsfólkinu. Hann er ekki velkominn hér, nokkurn tímann,“ segir Steingrímur.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Reykjavík Víetnam Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Sjá meira