Ronaldinho hættur að horfa á Brasilíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2024 08:01 Ronaldinho og Eiður Smári Guðjohnsen í leik Barcelona og Chelsea á sínum tíma. Phil Cole/Getty Images Brasilíska goðsögnin Ronaldinho segist hættur að horfa á brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu og sömu leiðis hættur að fagna þegar liðið sigrar. Hinn 44 ára gamli Ronaldo de Assis Moreira, betur þekktur sem Ronaldinho, var á sínum tíma besti leikmaður heims. Frægðarsól hans reis hvað hæst þegar hann spilaði með Barcelona árin 2003 til 2008 en hann varð jafnframt heimsmeistari með Brasilíu á HM í Japan og Suður-Kóreu árið 2002. Alls spilaði hann 97 A-landsleiki á ferli sínum og í raun aldrei verið langt undan þegar brasilíska landsliðið er að spila. Það er þangað til nú. Það styttist í að Suður-Ameríkukeppnin fari af stað en Ronaldinho ætlar sér ekki að horfa á einn leik með Brasilíu. „Ég hef fengið nóg. Þetta er sorglegt augnablik fyrir þau sem elska brasilíska landsliðið. Það er erfitt að finna viljann til að horfa á leiki. Þetta er eitt versta lið sem Brasilíu hefur boðið upp á undanfarin ár, engir virðingarverðir leiðtogar og í raun ekkert nema miðlungs leikmenn,“ sagði landsliðsmaðurinn fyrrverandi um stöðu mála í brasilíska landsliðinu. Ronaldinho on Instagram does NOT hold back on Brazil. 🤯🇧🇷 pic.twitter.com/MgpiTy2L3e— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) June 15, 2024 Hann var þó ekki hættur. „Ég man ekki til þess að staðan hafi verið verri. Það vantar alla ástríðu fyrir treyjunni sem og alla ástríðu fyrir góðum fótbolta.“ „Frammistöður okkar hafa verið einhverjar þær verstu sem ég hef séð. Það er synd og skömm,“ sagði Ronaldinho að endingu. Brasilía er í D-riðli Suður-Ameríkukeppninnar ásamt Kólumbíu, Paragvæ og Kosta Ríka. Fótbolti Copa América Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Hinn 44 ára gamli Ronaldo de Assis Moreira, betur þekktur sem Ronaldinho, var á sínum tíma besti leikmaður heims. Frægðarsól hans reis hvað hæst þegar hann spilaði með Barcelona árin 2003 til 2008 en hann varð jafnframt heimsmeistari með Brasilíu á HM í Japan og Suður-Kóreu árið 2002. Alls spilaði hann 97 A-landsleiki á ferli sínum og í raun aldrei verið langt undan þegar brasilíska landsliðið er að spila. Það er þangað til nú. Það styttist í að Suður-Ameríkukeppnin fari af stað en Ronaldinho ætlar sér ekki að horfa á einn leik með Brasilíu. „Ég hef fengið nóg. Þetta er sorglegt augnablik fyrir þau sem elska brasilíska landsliðið. Það er erfitt að finna viljann til að horfa á leiki. Þetta er eitt versta lið sem Brasilíu hefur boðið upp á undanfarin ár, engir virðingarverðir leiðtogar og í raun ekkert nema miðlungs leikmenn,“ sagði landsliðsmaðurinn fyrrverandi um stöðu mála í brasilíska landsliðinu. Ronaldinho on Instagram does NOT hold back on Brazil. 🤯🇧🇷 pic.twitter.com/MgpiTy2L3e— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) June 15, 2024 Hann var þó ekki hættur. „Ég man ekki til þess að staðan hafi verið verri. Það vantar alla ástríðu fyrir treyjunni sem og alla ástríðu fyrir góðum fótbolta.“ „Frammistöður okkar hafa verið einhverjar þær verstu sem ég hef séð. Það er synd og skömm,“ sagði Ronaldinho að endingu. Brasilía er í D-riðli Suður-Ameríkukeppninnar ásamt Kólumbíu, Paragvæ og Kosta Ríka.
Fótbolti Copa América Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira