Samfylkingin – Með og á móti Helgi Brynjarsson skrifar 13. júní 2024 10:31 Í ræðu Kristúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi, var henni tíðrætt um að Samfylkingin byði upp á „skýran valkost“ í næstu kosningum. Þrátt fyrir að einstaka þingmenn Samfylkingarinnar hafi séð ljósið í ákveðnum málaflokkum er engan veginn hægt að tala um stjórnmálaflokk sem hefur ólíka afstöðu í einu og sama málinu, kýs að vera bæði með og á móti, sem skýran valkost. Það er algjörlega ómögulegt að átta sig á stefnu flokksins og skoðun hans á þeim málum sem eru mest knýjandi í íslensku samfélagi, s.s. útlendingamálum, raforkumálum og stríðinu í Úkraínu, þar sem forystufólk flokksins virðst ekki geta verið sammála um þessi mikilvægu mál. Sem dæmi má nefna að meirihluti þingflokks Samfylkingarinnar barðist á hæl og hnakka gegn útlendingastefnu Sjálfstæðisflokksins árum saman. Öllum að óvörum steig svo formaður flokksins skyndilega fram og tók undir útlendingastefnu Sjálfstæðisflokksins. Varaformaður Samfylkingarinnar, Guðmundur Árni Stefánsson fordæmdi nýlega stuðning íslenskra stjórnvalda við Úkraínu í formi vopnakaupa til að verjast innrásarstríði Rússa. Daginn eftir kom Logi Einarsson, þingmaður flokksins og fyrrverandi formaður, fram og sagði kaupin samræmast stefnu flokksins. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, upplýsti okkur um daginn að flokkurinn styðji aukna orkuöflun og sagði að bregðast þurfi við orkuskorti. Hann var varla búinn að sleppa orðinu áður en að Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður flokksins og fyrrverandi umhverfisráðherra, reis upp á afturfæturnar og sagði orkuskortinn vera mýtu og að Jóhann skildi ekki stefnu Samfylkingarinnar. Það er margt hægt að segja um Samfylkinguna, bæði gott og slæmt. En ekki er hægt að segja með góðri samvisku að stefna flokksins, hver svo sem hún er, sé skýr. Höfundur er starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í ræðu Kristúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi, var henni tíðrætt um að Samfylkingin byði upp á „skýran valkost“ í næstu kosningum. Þrátt fyrir að einstaka þingmenn Samfylkingarinnar hafi séð ljósið í ákveðnum málaflokkum er engan veginn hægt að tala um stjórnmálaflokk sem hefur ólíka afstöðu í einu og sama málinu, kýs að vera bæði með og á móti, sem skýran valkost. Það er algjörlega ómögulegt að átta sig á stefnu flokksins og skoðun hans á þeim málum sem eru mest knýjandi í íslensku samfélagi, s.s. útlendingamálum, raforkumálum og stríðinu í Úkraínu, þar sem forystufólk flokksins virðst ekki geta verið sammála um þessi mikilvægu mál. Sem dæmi má nefna að meirihluti þingflokks Samfylkingarinnar barðist á hæl og hnakka gegn útlendingastefnu Sjálfstæðisflokksins árum saman. Öllum að óvörum steig svo formaður flokksins skyndilega fram og tók undir útlendingastefnu Sjálfstæðisflokksins. Varaformaður Samfylkingarinnar, Guðmundur Árni Stefánsson fordæmdi nýlega stuðning íslenskra stjórnvalda við Úkraínu í formi vopnakaupa til að verjast innrásarstríði Rússa. Daginn eftir kom Logi Einarsson, þingmaður flokksins og fyrrverandi formaður, fram og sagði kaupin samræmast stefnu flokksins. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, upplýsti okkur um daginn að flokkurinn styðji aukna orkuöflun og sagði að bregðast þurfi við orkuskorti. Hann var varla búinn að sleppa orðinu áður en að Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður flokksins og fyrrverandi umhverfisráðherra, reis upp á afturfæturnar og sagði orkuskortinn vera mýtu og að Jóhann skildi ekki stefnu Samfylkingarinnar. Það er margt hægt að segja um Samfylkinguna, bæði gott og slæmt. En ekki er hægt að segja með góðri samvisku að stefna flokksins, hver svo sem hún er, sé skýr. Höfundur er starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar