Alþingi slátrar jafnræðisreglunni Ólafur Stephensen skrifar 24. maí 2024 13:16 Þessa dagana stendur yfir útboð á tollkvóta til að flytja inn búvörur frá Evrópusambandinu. Tollkvótar eru takmarkað magn búvara, sem flytja má inn án tolla samkvæmt samningi Íslands og ESB frá 2015. Til að fá að flytja inn tollfrjálsa vöru þurfa innflytjendur að bjóða í kvótana og greiða fyrir þá svokallað útboðsgjald. Í opinberri umræðu er þessum innflutningi oft stillt upp sem ógn við innlenda búvöruframleiðslu, en staðreyndin er þó sú að innlendir framleiðendur, einkum kjötafurðastöðvar, flytja inn drjúgan hluta tollkvótans. Frá ársbyrjun 2022 hafa innlendar afurðastöðvar, sláturhús og tengd fyrirtæki, flutt inn 90% tollkvótans fyrir svínakjöt frá ESB, 46% tollkvóta fyrir alifuglakjöt ræktað með hefðbundnum hætti og 24% nautakjötskvótans. Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, stór aðildarfélög Alþýðusambandins og fleiri samtök hafa bent á að það sé í hæsta máta óeðlilegt að innlendar afurðastöðvar keppi við innflutningsfyrirtæki um tollkvótana. Með því að bjóða hátt í kvótana tryggja afurðastöðvarnar hlutdeild sína í innflutningnum, en stuðla jafnframt að hækkun á verði innfluttu vörunnar og þar með að því að hægt sé að halda uppi verði innlendrar framleiðslu, sem fær minni samkeppni fyrir vikið. Stjórnvöld hafa í engu sinnt ítrekuðum ábendingum um að með þessu sé innlendum framleiðendum í raun gert kleift að hindra þá samkeppni við sjálfa sig, sem tollkvótarnir áttu að skapa. Sumir undanþegnir refsingu, aðrir ekki Nú hefur ríkisvaldið þvert á móti bætt um betur, með því að veita kjötafurðastöðvum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum með nýlegum breytingum Alþingis á búvörulögum. Í bréfi matvælaráðuneytisins til atvinnuveganefndar þingsins 8. apríl sl. segist ráðuneytið meta það svo að undanþága afurðastöðvanna nái einnig til annars rekstrar þeirra en slátrunar og vinnslu kjötafurða, t.d. til innflutnings landbúnaðarafurða. Samráð afurðastöðvanna um tilboð í tollkvóta er þá líka undanþegið bannákvæðum samkeppnislaganna. Þetta þýðir að stjórnendur afurðastöðvanna geta átt með sér samráð um tilboð í tollkvóta til að tryggja sér enn stærri hluta af honum og hækka á honum verðið til að draga úr samkeppni innflutnings við eigin framleiðslu. Slíkt samráð hefði engar afleiðingar fyrir þá, af því að samkeppnislögin og refsiákvæði þeirra hafa verið tekin úr sambandi. Stjórnendur kjötinnflutningsfyrirtækja, sem eru ekki afurðastöðvar, mega hins vegar ekki hafa með sér slíkt samráð. Við slíku athæfi þeirra liggur allt að sex ára fangelsisrefsing, skv. tölulið d. í 41. grein a. í samkeppislögum. Jafnræðisreglan er formfesting á hornsteini allrar réttlætiskenndar. Í henni felst að sömu reglur eigi við um þá sem eru í sömu stöðu. Sérstaklega er jafnræðisreglan mikilvæg þegar kemur að því að ákveða hvaða háttsemi sé refsiverð í samfélagi okkar. Þegar ákveðið er að einum hópi fyrirtækja sé heimilt að fremja verknað sem öðrum væri refsað fyrir, við nákvæmlega sömu aðstæður, er almennri réttlætiskennd misboðið. Einmitt það hefur Alþingi gert með því að koma á ástandi, þar sem hópur stjórnenda fyrirtækja er undanþeginn refsingu fyrir brot, sem keppinautar þeirra á sama markaði geta fengið sekt eða sex ára fangelsi fyrir. Þetta er eitt af mörgum atriðum í hinni nýlegu breytingu á búvörulögunum sem gerir hana að ólögum, sem þarf að hnekkja eða draga til baka. Höfundur er formaður Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Alþingi Evrópusambandið Neytendur Atvinnurekendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Þessa dagana stendur yfir útboð á tollkvóta til að flytja inn búvörur frá Evrópusambandinu. Tollkvótar eru takmarkað magn búvara, sem flytja má inn án tolla samkvæmt samningi Íslands og ESB frá 2015. Til að fá að flytja inn tollfrjálsa vöru þurfa innflytjendur að bjóða í kvótana og greiða fyrir þá svokallað útboðsgjald. Í opinberri umræðu er þessum innflutningi oft stillt upp sem ógn við innlenda búvöruframleiðslu, en staðreyndin er þó sú að innlendir framleiðendur, einkum kjötafurðastöðvar, flytja inn drjúgan hluta tollkvótans. Frá ársbyrjun 2022 hafa innlendar afurðastöðvar, sláturhús og tengd fyrirtæki, flutt inn 90% tollkvótans fyrir svínakjöt frá ESB, 46% tollkvóta fyrir alifuglakjöt ræktað með hefðbundnum hætti og 24% nautakjötskvótans. Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, stór aðildarfélög Alþýðusambandins og fleiri samtök hafa bent á að það sé í hæsta máta óeðlilegt að innlendar afurðastöðvar keppi við innflutningsfyrirtæki um tollkvótana. Með því að bjóða hátt í kvótana tryggja afurðastöðvarnar hlutdeild sína í innflutningnum, en stuðla jafnframt að hækkun á verði innfluttu vörunnar og þar með að því að hægt sé að halda uppi verði innlendrar framleiðslu, sem fær minni samkeppni fyrir vikið. Stjórnvöld hafa í engu sinnt ítrekuðum ábendingum um að með þessu sé innlendum framleiðendum í raun gert kleift að hindra þá samkeppni við sjálfa sig, sem tollkvótarnir áttu að skapa. Sumir undanþegnir refsingu, aðrir ekki Nú hefur ríkisvaldið þvert á móti bætt um betur, með því að veita kjötafurðastöðvum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum með nýlegum breytingum Alþingis á búvörulögum. Í bréfi matvælaráðuneytisins til atvinnuveganefndar þingsins 8. apríl sl. segist ráðuneytið meta það svo að undanþága afurðastöðvanna nái einnig til annars rekstrar þeirra en slátrunar og vinnslu kjötafurða, t.d. til innflutnings landbúnaðarafurða. Samráð afurðastöðvanna um tilboð í tollkvóta er þá líka undanþegið bannákvæðum samkeppnislaganna. Þetta þýðir að stjórnendur afurðastöðvanna geta átt með sér samráð um tilboð í tollkvóta til að tryggja sér enn stærri hluta af honum og hækka á honum verðið til að draga úr samkeppni innflutnings við eigin framleiðslu. Slíkt samráð hefði engar afleiðingar fyrir þá, af því að samkeppnislögin og refsiákvæði þeirra hafa verið tekin úr sambandi. Stjórnendur kjötinnflutningsfyrirtækja, sem eru ekki afurðastöðvar, mega hins vegar ekki hafa með sér slíkt samráð. Við slíku athæfi þeirra liggur allt að sex ára fangelsisrefsing, skv. tölulið d. í 41. grein a. í samkeppislögum. Jafnræðisreglan er formfesting á hornsteini allrar réttlætiskenndar. Í henni felst að sömu reglur eigi við um þá sem eru í sömu stöðu. Sérstaklega er jafnræðisreglan mikilvæg þegar kemur að því að ákveða hvaða háttsemi sé refsiverð í samfélagi okkar. Þegar ákveðið er að einum hópi fyrirtækja sé heimilt að fremja verknað sem öðrum væri refsað fyrir, við nákvæmlega sömu aðstæður, er almennri réttlætiskennd misboðið. Einmitt það hefur Alþingi gert með því að koma á ástandi, þar sem hópur stjórnenda fyrirtækja er undanþeginn refsingu fyrir brot, sem keppinautar þeirra á sama markaði geta fengið sekt eða sex ára fangelsi fyrir. Þetta er eitt af mörgum atriðum í hinni nýlegu breytingu á búvörulögunum sem gerir hana að ólögum, sem þarf að hnekkja eða draga til baka. Höfundur er formaður Félags atvinnurekenda.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun