Það þarf þyrlupall við þjóðarsjúkrahúsið Hópur lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar skrifar 24. maí 2024 09:00 Nýverið bárust af því fréttir að Reykjavíkurborg og Landspítali hafi gert með sér samkomulag um vilja til byggingar þyrlupalls við Nauthólsvík. Tilgangurinn mun vera að stytta flutningstíma þeirra sjúklinga sem þyrftu að koma með þyrlu til Landspítalans í Reykjavík þegar öll starfsemi spítalans væri sameinuð í nýjum byggingum við Hringbraut. Af þessu tilefni getum við undirritaðir ekki lengur orða bundist varðandi framtíðarskipulag sjúkraflutninga með þyrlu á Íslandi. Þyrlur hafa í marga áratugi verið sjálfsagður hluti bráðaþjónustu vegna alvarlegra veikinda eða slysa, hér á landi sem og annarsstaðar. Í sumum tilfellum er engin leið að koma fólki til aðstoðar nema með þyrlu, til dæmis þegar um er að ræða sjómenn eða ferðamenn utan alfaraleiða. Í öðrum tilfellum snúast flutningar á þyrlu um að koma sérhæfðri heilbrigðisþjónustu á staðinn á sem stystum tíma og sjúklingnum svo á hátæknisjúkrahús sem allra fyrst. Dæmi um sjúkdóma þar sem mínútur skipta máli eru til dæmis kransæðastífla, heilablóðfall eða alvarlegir áverkar vegna slysa. Á Íslandi hefur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands sinnt aðkallandi flutningum sjúklinga með þyrlu og við undirrituð erum læknar í þeirri sveit auk þess að starfa hjá Landspítala. Lengi hefur verið þyrlupallur við Landspítala í Fossvogi þar sem þyrla getur lent með sjúklinga með alvarlega sjúkdóma eða eftir alvarleg slys. Þaðan er hægt að flytja sjúkling beint inn á bráðamóttöku sem tekur sjaldnast meira en 3-4 mínútur. Því miður er núverandi staða sú að Landspítali er líka til húsa við Hringbraut þar sem enginn þyrlupallur er til staðar. Á Landspítala við Hringbraut er veitt heilbrigðisþjónusta sem ekki er hægt að veita í Fossvogi, til dæmis eru þar gerðar bráðar kransæðaþræðingar vegna kransæðastíflu og þar er líka fæðingardeild sjúkrahússins. Vegna þess að ekki er þyrlupallur hjá Landspítala við Hringbraut hefur þurft að lenda þyrlunni á Reykjavíkurflugvelli og síðan flytja þá sjúklinga með sjúkrabíl á Landspítala við Hringbraut sem þangað þurfa að komast. Þetta veldur töf sem getur varðað líf og heilsu. Samkvæmt nýrri rannsókn á sjúkraflugi með þyrlu á Íslandi sem enn er óbirt tók það að miðgildi 28 mínútur fyrir sjúklinga með þekkta bráða kransæðastíflu að komast frá Reykjavíkurflugvelli og inn á kransæðaþræðingastofu Landspítala við Hringbraut til bráðrar meðferðar. Þessi töf er langt umfram það sem verkfræðingar nýja Landspítalans hafa áætlað vegna þessara flutninga. Ástæðan er væntanlega sú að það er ekki nóg að reikna tímann sem tekur að keyra þessa leið því ferlið hefur miklu fleiri og flóknari skref. Það þarf að flytja sjúklinginn út úr þyrlunni á sjúkrabörum þyrlunnar, síðan að koma honum í sjúkrabörur sjúkrabílsins, koma honum svo fyrir í sjúkrabíl og um leið að passa að allar lyfjadælur, hjartastuðtæki og skjáir fylgi með, passa að allar nálar og línur dragist ekki úr sjúklingnum við flutninginn og passa að missa um leið ekki sjónar á líðan sjúklingsins til að geta brugðist við. Svo þarf að keyra eins hratt og hægt er á sjúkrahúsið – án þess þó að hætta skapist innan eða utan sjúkrabílsins fyrir sjúkling, áhöfn eða vegfarendur. Þegar komið er á Landspítala þarf að endurtaka leikinn, flytja sjúklinginn aftur út úr sjúkrabíl með öll tæki og tól og koma honum á skurðarborðið á hjartaþræðingarstofunni. Allt þetta tekur tíma eins og rannsóknin sýnir. Árangurinn er sá að aðeins 16% sjúklinga sem fluttir eru með þyrlu vegna kransæðastíflu til Reykjavíkur frá suður- og vesturlandi ná inn á þræðingastofu til meðferðar innan 120 mínútna viðmiðunartíma. Nýtt þjóðarsjúkrahús Íslendinga þarf þyrlupall. Það dugar ekki að hafa hann áfram á óbreyttum stað eða að byggja nýjan þyrlupall fimmhundruð metra frá þeim sem fyrir er því vandinn verður bara leystur með því að losna við þessa auka flutninga með sjúkrabíl. Ísland er strjálbýlasta land í Evrópu og við eigum aðeins eitt fjölgreina hátæknisjúkrahús. Við stöndum nágrannaþjóðum langt að baki þegar kemur að flutningstíma sjúklinga á sjúkrahús, meðal flutningstímar sjúklinga á Íslandi með þyrlu eru nú þegar til dæmis tvöfalt lengri en sambærilegir flutningar í Noregi. Ef ekki verður þyrlupallur við sjúkrahúsið lengist sá tími til muna. Það að sleppa því að hafa þyrlupall við það sjúkrahús sem verður þjóðarsjúkrahús Íslendinga næstu áratugi væri skelfileg ákvörðun og í raun með öllu óhugsandi, líf og heilsa þeirra einstaklinga sem fyrir verða er í húfi. Stjórn nýs Landspítala og stjórnvöld landsins bera hér ábyrgð og við trúum því ekki að þetta verði látið viðgangast, við trúum því ekki að mannslífum verði fórnað á þennan hátt. Undirrituð eru læknar á þyrlum Landhelgisgæslu Íslands. Ármann Jónsson Bergur Stefánsson Birkir Örn Hlynsson Jón Ragnar Jónsson Mikael Smári Mikaelsson Rosemary Lea Jones Sigurður Benediktsson Sigurjón Örn Stefánsson Viðar Magnússon Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landhelgisgæslan Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Nýverið bárust af því fréttir að Reykjavíkurborg og Landspítali hafi gert með sér samkomulag um vilja til byggingar þyrlupalls við Nauthólsvík. Tilgangurinn mun vera að stytta flutningstíma þeirra sjúklinga sem þyrftu að koma með þyrlu til Landspítalans í Reykjavík þegar öll starfsemi spítalans væri sameinuð í nýjum byggingum við Hringbraut. Af þessu tilefni getum við undirritaðir ekki lengur orða bundist varðandi framtíðarskipulag sjúkraflutninga með þyrlu á Íslandi. Þyrlur hafa í marga áratugi verið sjálfsagður hluti bráðaþjónustu vegna alvarlegra veikinda eða slysa, hér á landi sem og annarsstaðar. Í sumum tilfellum er engin leið að koma fólki til aðstoðar nema með þyrlu, til dæmis þegar um er að ræða sjómenn eða ferðamenn utan alfaraleiða. Í öðrum tilfellum snúast flutningar á þyrlu um að koma sérhæfðri heilbrigðisþjónustu á staðinn á sem stystum tíma og sjúklingnum svo á hátæknisjúkrahús sem allra fyrst. Dæmi um sjúkdóma þar sem mínútur skipta máli eru til dæmis kransæðastífla, heilablóðfall eða alvarlegir áverkar vegna slysa. Á Íslandi hefur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands sinnt aðkallandi flutningum sjúklinga með þyrlu og við undirrituð erum læknar í þeirri sveit auk þess að starfa hjá Landspítala. Lengi hefur verið þyrlupallur við Landspítala í Fossvogi þar sem þyrla getur lent með sjúklinga með alvarlega sjúkdóma eða eftir alvarleg slys. Þaðan er hægt að flytja sjúkling beint inn á bráðamóttöku sem tekur sjaldnast meira en 3-4 mínútur. Því miður er núverandi staða sú að Landspítali er líka til húsa við Hringbraut þar sem enginn þyrlupallur er til staðar. Á Landspítala við Hringbraut er veitt heilbrigðisþjónusta sem ekki er hægt að veita í Fossvogi, til dæmis eru þar gerðar bráðar kransæðaþræðingar vegna kransæðastíflu og þar er líka fæðingardeild sjúkrahússins. Vegna þess að ekki er þyrlupallur hjá Landspítala við Hringbraut hefur þurft að lenda þyrlunni á Reykjavíkurflugvelli og síðan flytja þá sjúklinga með sjúkrabíl á Landspítala við Hringbraut sem þangað þurfa að komast. Þetta veldur töf sem getur varðað líf og heilsu. Samkvæmt nýrri rannsókn á sjúkraflugi með þyrlu á Íslandi sem enn er óbirt tók það að miðgildi 28 mínútur fyrir sjúklinga með þekkta bráða kransæðastíflu að komast frá Reykjavíkurflugvelli og inn á kransæðaþræðingastofu Landspítala við Hringbraut til bráðrar meðferðar. Þessi töf er langt umfram það sem verkfræðingar nýja Landspítalans hafa áætlað vegna þessara flutninga. Ástæðan er væntanlega sú að það er ekki nóg að reikna tímann sem tekur að keyra þessa leið því ferlið hefur miklu fleiri og flóknari skref. Það þarf að flytja sjúklinginn út úr þyrlunni á sjúkrabörum þyrlunnar, síðan að koma honum í sjúkrabörur sjúkrabílsins, koma honum svo fyrir í sjúkrabíl og um leið að passa að allar lyfjadælur, hjartastuðtæki og skjáir fylgi með, passa að allar nálar og línur dragist ekki úr sjúklingnum við flutninginn og passa að missa um leið ekki sjónar á líðan sjúklingsins til að geta brugðist við. Svo þarf að keyra eins hratt og hægt er á sjúkrahúsið – án þess þó að hætta skapist innan eða utan sjúkrabílsins fyrir sjúkling, áhöfn eða vegfarendur. Þegar komið er á Landspítala þarf að endurtaka leikinn, flytja sjúklinginn aftur út úr sjúkrabíl með öll tæki og tól og koma honum á skurðarborðið á hjartaþræðingarstofunni. Allt þetta tekur tíma eins og rannsóknin sýnir. Árangurinn er sá að aðeins 16% sjúklinga sem fluttir eru með þyrlu vegna kransæðastíflu til Reykjavíkur frá suður- og vesturlandi ná inn á þræðingastofu til meðferðar innan 120 mínútna viðmiðunartíma. Nýtt þjóðarsjúkrahús Íslendinga þarf þyrlupall. Það dugar ekki að hafa hann áfram á óbreyttum stað eða að byggja nýjan þyrlupall fimmhundruð metra frá þeim sem fyrir er því vandinn verður bara leystur með því að losna við þessa auka flutninga með sjúkrabíl. Ísland er strjálbýlasta land í Evrópu og við eigum aðeins eitt fjölgreina hátæknisjúkrahús. Við stöndum nágrannaþjóðum langt að baki þegar kemur að flutningstíma sjúklinga á sjúkrahús, meðal flutningstímar sjúklinga á Íslandi með þyrlu eru nú þegar til dæmis tvöfalt lengri en sambærilegir flutningar í Noregi. Ef ekki verður þyrlupallur við sjúkrahúsið lengist sá tími til muna. Það að sleppa því að hafa þyrlupall við það sjúkrahús sem verður þjóðarsjúkrahús Íslendinga næstu áratugi væri skelfileg ákvörðun og í raun með öllu óhugsandi, líf og heilsa þeirra einstaklinga sem fyrir verða er í húfi. Stjórn nýs Landspítala og stjórnvöld landsins bera hér ábyrgð og við trúum því ekki að þetta verði látið viðgangast, við trúum því ekki að mannslífum verði fórnað á þennan hátt. Undirrituð eru læknar á þyrlum Landhelgisgæslu Íslands. Ármann Jónsson Bergur Stefánsson Birkir Örn Hlynsson Jón Ragnar Jónsson Mikael Smári Mikaelsson Rosemary Lea Jones Sigurður Benediktsson Sigurjón Örn Stefánsson Viðar Magnússon
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun