Leggja aftur fram tillögu um að selja húsnæði MÍR Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2024 07:01 Auglýsing fyrir aðalfund MÍR hangir nú í glugga við inngang húsnæðis félagsins á Hverfisgötu. Tillaga um að selja húsnæðið er á dagskrá fundarins. Vísir Tillaga um sölu á húsnæði íslensk-rússneska félagsins MÍR verður lögð fram á nýjum aðalfundi sem boðað hefur verið til í lok mánaðar. Fyrri aðalfundur og ákvörðun um söluna var ógilt af dómstól fyrr á þessu ári. Töluverður styr hefur staðið um starfsemi MÍR undanfarin misseri. Fyrrverandi formaður félagsins og tveir aðrir félagar til áratuga stefndu félaginu eftir að tillaga þáverandi stjórnar um að hætta starfseminni í þáverandi mynd og selja húsnæðið til þess að fjármagna styrktarsjóð fyrir menningarstarf tengt Rússlandi var samþykkt fyrir að verða tveimur árum. Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti allar ákvarðanir aðalfundar, þar á meðal stjórnarkjör, sem var haldinn sumarið 2022 á þeim forsendum að hann hefði ekki verið nægilega vel auglýstur. Aðalfundurinn nú er auglýstur á vefsíðu Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) og á skilti í glugga húsnæðis þess á Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Hann á að fara fram 28. maí. Á dagskrá hans er umræða um stöðu og framtíð félagsins en einnig tillaga um að veita stjórn heimild til þess að selja húsnæðið að Hverfisgötu og kaupa minni eign. Einar Bragason, formaður þáverandi stjórnar MÍR, sagði Vísi í fyrra að dvínandi félagafjöldi og rýrnandi tekjur þýddu að félagið stæði ekki lengur undir því að eiga og reka stórt húsnæði. Fáir hafi jafnframt verið orðnir eftir til að standa að viðburðum í sjálfboðavinnu og gestir á þá viðburði svo voru haldnir að sama skapi fáir. MÍR var töluvert stöndugt félag á sínum tíma með á annað þúsund félaga. Rithöfundarnir Halldór Laxness og Þórbergur Þórðarson voru fyrsti forseti og varaforseti félagsins sem var stofnað árið 1950 og var þá kennt við Sovétríkin. Vefsíða á vegum rétttrúnaðarkirkjuna hvatti til skráningar í félagið Stefnendurnir í dómsmálinu sem kröfðust ógildingar aðalfundarins 2022 stóðu fyrir opnum umræðufundi um framtíð MÍR í síðasta mánuði. Sá fundur var meðal annars auglýstur á rússneskumælandi vefsíðu með íslenskt lén, Rus.is, sem virðist á vegum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi. Með grein sem birtist á síðunni 14. apríl fylgdi mynd þar sem lesendum var leiðbeint að leggja fé inn á bankareikning MÍR og skrá það sem félagsgjald í félagið. „Fellum stjórnina sem er andsnúin Rússlandi og kjósum nýja stjórn,“ sagði á myndinni. Höfundar efnis á vefsíðunni eru sagðir rússneskir blaðamenn búsettir á Íslandi. Þessi mynd fylgdi grein sem birtist á vefsíðunnu Rus.is um opinn fund sem stefnendur í MÍR-málinu boðuðu til í apríl. Rus.is tengist rétttrúnaðarkirkjunni.Rus.is Í þessu samhengi vekur athugasemd við fundarboðið á vefsíðu MÍR athygli. Þar er bent á að félagsstjórn MÍR þurfi að samþykkja inntökubeiðni nýrra félagsmanna. Tillögu og atkvæðisrétt á fundinum hafi aðeins skuldlausir og fullgildir félagar sem hafa gengið í félagið minnst þremur mánuðum fyrir aðalfund. Einnig sé hægt að víkja félagsmanni úr félaginu með ákvörðun félagsstjórnar gerist hann brotlegur við stefnu og markmið félagsins. Þá ákvörðun verði þó að bera undir almennan félagsfund til staðfestingar. Athugasemd sem birtist með boði til aðalfundar MÍR á vefsíðu félagsins.MÍR Taldi Rússa reyna að gera MÍR að hluta af pólitísku kerfi Hópurinn sem skipulagði opna fundinn í síðasta mánuði sagði að þáverandi stjórn MÍR hefði tekið fleiri umdeildar ákvarðanir, þar á meðal að slíta tengsl við rétttrúnaðarkirkjuna og rússneskumælandi hópa. Þá hafi samskipti við rússneska sendiráðið á Íslandi og vinasamtök úti í Rússlandi fallið niður í tíð stjórnarinnar. Ákvörðunin um að breyta starfsemi MÍR var tekin um fjórum mánuðum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Einar þáverandi formaður sagði í fyrra að innrásin hefði ekki haft bein áhrif á ákvörðunina. Þá sagði hann að þáverandi sendiherra Rússlands hefði slitið samskiptin við MÍR eftir deilur um öryggisgæslu fyrir sögufrægan fána. „Það var kominn strax þá hugur í Rússana að veiða alla í eitthvert net að við yrðum bara hluti af þeirra pólitíska kerfi sem við vorum ekki tilbúin að gangast inn í,“ sagði Einar þá. Menning Félagasamtök Rússland Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Boða til fundar til að ræða framtíð MÍR eftir dómsmál Áhugafólk um starfsemi íslensk-rússneska menningarfélagsins MÍR hefur boðað til opins fundar um framtíð þess í kjölfar dóms sem ógilti aðalfund félagsins og ákvarðanir sem voru teknar á honum. Fyrrum stjórn hefur sagst undirbúa nýjan aðalfund. 18. apríl 2024 07:01 Saka formann fyrrverandi stjórnar um að eyðileggja MÍR Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina. 9. apríl 2024 07:00 Halda áformum um framtíð MÍR til streitu eftir dóm Stjórn menningarfélagsins MÍR stefnir enn á að selja húsnæði félagsins og leggja niður starfsemi þess í núverandi mynd. Unnið er að undirbúningi nýs aðalfundar eftir að dómstóll ógilti ákvarðanir sem voru samþykktar á fundi sem hann taldi ekki löglega boðaðan. 5. apríl 2024 07:02 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Töluverður styr hefur staðið um starfsemi MÍR undanfarin misseri. Fyrrverandi formaður félagsins og tveir aðrir félagar til áratuga stefndu félaginu eftir að tillaga þáverandi stjórnar um að hætta starfseminni í þáverandi mynd og selja húsnæðið til þess að fjármagna styrktarsjóð fyrir menningarstarf tengt Rússlandi var samþykkt fyrir að verða tveimur árum. Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti allar ákvarðanir aðalfundar, þar á meðal stjórnarkjör, sem var haldinn sumarið 2022 á þeim forsendum að hann hefði ekki verið nægilega vel auglýstur. Aðalfundurinn nú er auglýstur á vefsíðu Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) og á skilti í glugga húsnæðis þess á Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Hann á að fara fram 28. maí. Á dagskrá hans er umræða um stöðu og framtíð félagsins en einnig tillaga um að veita stjórn heimild til þess að selja húsnæðið að Hverfisgötu og kaupa minni eign. Einar Bragason, formaður þáverandi stjórnar MÍR, sagði Vísi í fyrra að dvínandi félagafjöldi og rýrnandi tekjur þýddu að félagið stæði ekki lengur undir því að eiga og reka stórt húsnæði. Fáir hafi jafnframt verið orðnir eftir til að standa að viðburðum í sjálfboðavinnu og gestir á þá viðburði svo voru haldnir að sama skapi fáir. MÍR var töluvert stöndugt félag á sínum tíma með á annað þúsund félaga. Rithöfundarnir Halldór Laxness og Þórbergur Þórðarson voru fyrsti forseti og varaforseti félagsins sem var stofnað árið 1950 og var þá kennt við Sovétríkin. Vefsíða á vegum rétttrúnaðarkirkjuna hvatti til skráningar í félagið Stefnendurnir í dómsmálinu sem kröfðust ógildingar aðalfundarins 2022 stóðu fyrir opnum umræðufundi um framtíð MÍR í síðasta mánuði. Sá fundur var meðal annars auglýstur á rússneskumælandi vefsíðu með íslenskt lén, Rus.is, sem virðist á vegum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi. Með grein sem birtist á síðunni 14. apríl fylgdi mynd þar sem lesendum var leiðbeint að leggja fé inn á bankareikning MÍR og skrá það sem félagsgjald í félagið. „Fellum stjórnina sem er andsnúin Rússlandi og kjósum nýja stjórn,“ sagði á myndinni. Höfundar efnis á vefsíðunni eru sagðir rússneskir blaðamenn búsettir á Íslandi. Þessi mynd fylgdi grein sem birtist á vefsíðunnu Rus.is um opinn fund sem stefnendur í MÍR-málinu boðuðu til í apríl. Rus.is tengist rétttrúnaðarkirkjunni.Rus.is Í þessu samhengi vekur athugasemd við fundarboðið á vefsíðu MÍR athygli. Þar er bent á að félagsstjórn MÍR þurfi að samþykkja inntökubeiðni nýrra félagsmanna. Tillögu og atkvæðisrétt á fundinum hafi aðeins skuldlausir og fullgildir félagar sem hafa gengið í félagið minnst þremur mánuðum fyrir aðalfund. Einnig sé hægt að víkja félagsmanni úr félaginu með ákvörðun félagsstjórnar gerist hann brotlegur við stefnu og markmið félagsins. Þá ákvörðun verði þó að bera undir almennan félagsfund til staðfestingar. Athugasemd sem birtist með boði til aðalfundar MÍR á vefsíðu félagsins.MÍR Taldi Rússa reyna að gera MÍR að hluta af pólitísku kerfi Hópurinn sem skipulagði opna fundinn í síðasta mánuði sagði að þáverandi stjórn MÍR hefði tekið fleiri umdeildar ákvarðanir, þar á meðal að slíta tengsl við rétttrúnaðarkirkjuna og rússneskumælandi hópa. Þá hafi samskipti við rússneska sendiráðið á Íslandi og vinasamtök úti í Rússlandi fallið niður í tíð stjórnarinnar. Ákvörðunin um að breyta starfsemi MÍR var tekin um fjórum mánuðum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Einar þáverandi formaður sagði í fyrra að innrásin hefði ekki haft bein áhrif á ákvörðunina. Þá sagði hann að þáverandi sendiherra Rússlands hefði slitið samskiptin við MÍR eftir deilur um öryggisgæslu fyrir sögufrægan fána. „Það var kominn strax þá hugur í Rússana að veiða alla í eitthvert net að við yrðum bara hluti af þeirra pólitíska kerfi sem við vorum ekki tilbúin að gangast inn í,“ sagði Einar þá.
Menning Félagasamtök Rússland Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Boða til fundar til að ræða framtíð MÍR eftir dómsmál Áhugafólk um starfsemi íslensk-rússneska menningarfélagsins MÍR hefur boðað til opins fundar um framtíð þess í kjölfar dóms sem ógilti aðalfund félagsins og ákvarðanir sem voru teknar á honum. Fyrrum stjórn hefur sagst undirbúa nýjan aðalfund. 18. apríl 2024 07:01 Saka formann fyrrverandi stjórnar um að eyðileggja MÍR Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina. 9. apríl 2024 07:00 Halda áformum um framtíð MÍR til streitu eftir dóm Stjórn menningarfélagsins MÍR stefnir enn á að selja húsnæði félagsins og leggja niður starfsemi þess í núverandi mynd. Unnið er að undirbúningi nýs aðalfundar eftir að dómstóll ógilti ákvarðanir sem voru samþykktar á fundi sem hann taldi ekki löglega boðaðan. 5. apríl 2024 07:02 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Boða til fundar til að ræða framtíð MÍR eftir dómsmál Áhugafólk um starfsemi íslensk-rússneska menningarfélagsins MÍR hefur boðað til opins fundar um framtíð þess í kjölfar dóms sem ógilti aðalfund félagsins og ákvarðanir sem voru teknar á honum. Fyrrum stjórn hefur sagst undirbúa nýjan aðalfund. 18. apríl 2024 07:01
Saka formann fyrrverandi stjórnar um að eyðileggja MÍR Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina. 9. apríl 2024 07:00
Halda áformum um framtíð MÍR til streitu eftir dóm Stjórn menningarfélagsins MÍR stefnir enn á að selja húsnæði félagsins og leggja niður starfsemi þess í núverandi mynd. Unnið er að undirbúningi nýs aðalfundar eftir að dómstóll ógilti ákvarðanir sem voru samþykktar á fundi sem hann taldi ekki löglega boðaðan. 5. apríl 2024 07:02