„Við reyndum eins og við gátum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. maí 2024 11:45 Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Vísir/Ívar Fannar Innviðaráðherra hyggst stofna sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð þar og samfélag. Bærinn mun ráðast í einhverjar uppsagnir vegna breytinganna. Verkefni nefndarinnar snúa einkum að samfélagsþjónustu og framkvæmdum og viðgerðum á innviðum bæjarins í ljósi jarðhræringa á svæðinu. Nefndin heyrir undir innviðaráðherra en var stofnuð að beiðni bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Einhugur var meðal bæjarfulltrúa um að óska eftir þessari aðstoð. Reyndu hvað þau gátu Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segist líta björtum augum til framtíðar bæjarins. „Grindvíkingar eru náttúrulega þekktir fyrir seiglu og við sáum fram á það að þetta myndi lengjast, þessar hamfarir. Kannski hefðum við átt að vera búin að biðja um þessa aðstoð fyrr. En við reyndum eins og við gátum og sáum að þetta var ekki fyrir neina sveitarstjórn eða bæjarfélag að takast á við,“ segir Ásrún. Hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund um breytingarnar í heild sinni. Klippa: Blaðamannafundur Svandísar í heild Vegna breytinganna mun Grindavíkurbær ráðast í einhverjar uppsagnir. „Tekjustofninn, hann hefur lækkað. Við stöndum frammi fyrir því að þurfa að draga saman seglin. Þannig við horfum því miður fram á einhverjar uppsagnir,“ segir Ásrún. Ekkert bæjarfélag tekist á við svona áður Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir stofnun nefndarinnar fordæmalausa í íslensku samfélagi. „Þetta er náttúrulega stærðargráða af náttúruhamförum sem við höfum ekki þurft að eiga við með kerfisbundnum hætti áður, ekki af þessari stærðargráðu. Þarna erum við að tala um heilt bæjarfélag sem er í vanda og horfist í augu við áskoranir sem ekkert bæjarfélag hefur þurft að gera með þessum hætti,“ segir Svandís. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra.Vísir/Ívar Fannar Fjármagn sem nefndin kemur til með að nota mun koma frá ríkinu. „Við gerum ráð fyrir því í þessu frumvarpi að ákvarðanir séu þá og því aðeins teknar að fjármagn liggi fyrir,“ segir Svandís. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Verkefni nefndarinnar snúa einkum að samfélagsþjónustu og framkvæmdum og viðgerðum á innviðum bæjarins í ljósi jarðhræringa á svæðinu. Nefndin heyrir undir innviðaráðherra en var stofnuð að beiðni bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Einhugur var meðal bæjarfulltrúa um að óska eftir þessari aðstoð. Reyndu hvað þau gátu Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segist líta björtum augum til framtíðar bæjarins. „Grindvíkingar eru náttúrulega þekktir fyrir seiglu og við sáum fram á það að þetta myndi lengjast, þessar hamfarir. Kannski hefðum við átt að vera búin að biðja um þessa aðstoð fyrr. En við reyndum eins og við gátum og sáum að þetta var ekki fyrir neina sveitarstjórn eða bæjarfélag að takast á við,“ segir Ásrún. Hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund um breytingarnar í heild sinni. Klippa: Blaðamannafundur Svandísar í heild Vegna breytinganna mun Grindavíkurbær ráðast í einhverjar uppsagnir. „Tekjustofninn, hann hefur lækkað. Við stöndum frammi fyrir því að þurfa að draga saman seglin. Þannig við horfum því miður fram á einhverjar uppsagnir,“ segir Ásrún. Ekkert bæjarfélag tekist á við svona áður Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir stofnun nefndarinnar fordæmalausa í íslensku samfélagi. „Þetta er náttúrulega stærðargráða af náttúruhamförum sem við höfum ekki þurft að eiga við með kerfisbundnum hætti áður, ekki af þessari stærðargráðu. Þarna erum við að tala um heilt bæjarfélag sem er í vanda og horfist í augu við áskoranir sem ekkert bæjarfélag hefur þurft að gera með þessum hætti,“ segir Svandís. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra.Vísir/Ívar Fannar Fjármagn sem nefndin kemur til með að nota mun koma frá ríkinu. „Við gerum ráð fyrir því í þessu frumvarpi að ákvarðanir séu þá og því aðeins teknar að fjármagn liggi fyrir,“ segir Svandís.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira