Tekur við stöðu sviðsstjóra Netöryggismiðstöðvar Íslands Atli Ísleifsson skrifar 3. maí 2024 08:30 Skúli Bragi Geirdal er fjölmiðlafræðingur að mennt , ásamt því að hafa stundað nám í grafískri hönnun við Myndlistarskólann á Akureyri. Aðsend Skúli Bragi Geirdal, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd, hefur tekið við stöðu sviðsstjóra SAFT - Netöryggismiðstöðvar Íslands (Safer Internet Center á Íslandi). Í tilkynningu kemur fram að Skúli sé fjölmiðlafræðingur að mennt , ásamt því að hafa stundað nám í grafískri hönnun við Myndlistarskólann á Akureyri. „Síðastliðin þrjú ár hefur hann verið verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd og leitt þar mörg verkefni á sviði upplýsinga- og miðlalæsis. Einnig hefur hann starfað sem stundakennari í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri frá árinu 2021. Áður starfaði Skúli við dagskrárgerð og ritstjórn hjá N4 frá árinu 2018 og kom þar að gerð um 400 sjónvarpsþátta. Þá hefur hann einnig starfað sjálfstætt við hönnun og komið að nýsköpunar- og frumkvöðlastarfi á ýmsum sviðum,“ segir um Skúla í tilkynningunni. Haft er eftir Skúla að þegar við hugsum um netöryggi sé fyrsta hugsunin yfirleitt að tryggja innviði og þar hafi áherslan hér á landi verið að mestu leyti hingað til. „En ekki má gleyma að upplýsinga- og miðlalæsi er algjör lykilhæfni þegar hugað er að netöryggi almennings. Upplýsingaóreiða og falsfréttir hefur engin landamæri. Því er mikilvægt að við bregðumst við með fyrirbyggjandi aðgerðum í formi fræðslu og valdeflingar því netöryggi snýst ekki aðeins um að vernda innviði heldur einnig fólk á öllum aldri. Þjóðaröryggi, lýðræði og lýðheilsa eru undir og því er þetta málaflokkur sem hefur snertiflöt við öll ráðuneyti og þvert á pólitík. Samstaða og samstarf er því algjört lykilatriði til þess að ná árangri á þessu sviði,“ segir Skúli. SAFT er vakningarátak um örugga tækni- og miðlanotkun á Íslandi. Verkefnið hefur verið styrkt og unnið í samstarfi við styrkjaáætlanir Evrópusambandsins tengdum netöryggi og vernd barna á neti. Í dag gegnir SAFT hlutverki Netöryggismiðstöðvar eða Safer Internet Center á Íslandi, en slíkar miðstöðvar eru starfræktar í flestum Evrópuríkjum. Vistaskipti Netöryggi Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Skúli sé fjölmiðlafræðingur að mennt , ásamt því að hafa stundað nám í grafískri hönnun við Myndlistarskólann á Akureyri. „Síðastliðin þrjú ár hefur hann verið verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd og leitt þar mörg verkefni á sviði upplýsinga- og miðlalæsis. Einnig hefur hann starfað sem stundakennari í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri frá árinu 2021. Áður starfaði Skúli við dagskrárgerð og ritstjórn hjá N4 frá árinu 2018 og kom þar að gerð um 400 sjónvarpsþátta. Þá hefur hann einnig starfað sjálfstætt við hönnun og komið að nýsköpunar- og frumkvöðlastarfi á ýmsum sviðum,“ segir um Skúla í tilkynningunni. Haft er eftir Skúla að þegar við hugsum um netöryggi sé fyrsta hugsunin yfirleitt að tryggja innviði og þar hafi áherslan hér á landi verið að mestu leyti hingað til. „En ekki má gleyma að upplýsinga- og miðlalæsi er algjör lykilhæfni þegar hugað er að netöryggi almennings. Upplýsingaóreiða og falsfréttir hefur engin landamæri. Því er mikilvægt að við bregðumst við með fyrirbyggjandi aðgerðum í formi fræðslu og valdeflingar því netöryggi snýst ekki aðeins um að vernda innviði heldur einnig fólk á öllum aldri. Þjóðaröryggi, lýðræði og lýðheilsa eru undir og því er þetta málaflokkur sem hefur snertiflöt við öll ráðuneyti og þvert á pólitík. Samstaða og samstarf er því algjört lykilatriði til þess að ná árangri á þessu sviði,“ segir Skúli. SAFT er vakningarátak um örugga tækni- og miðlanotkun á Íslandi. Verkefnið hefur verið styrkt og unnið í samstarfi við styrkjaáætlanir Evrópusambandsins tengdum netöryggi og vernd barna á neti. Í dag gegnir SAFT hlutverki Netöryggismiðstöðvar eða Safer Internet Center á Íslandi, en slíkar miðstöðvar eru starfræktar í flestum Evrópuríkjum.
Vistaskipti Netöryggi Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira