Tryggja þurfi tímabundin afnot náttúruauðlinda í stjórnarskrá Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2024 12:31 Hanna Katrín segir málið líklega það stærsta sem er fyrir þinginu núna. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir ekki nóg að gera rekstrarleyfi til fiskeldis tímabundin til þess að sátt skapist um frumvarp matvælaráðherra um lagareldi. Málið sé skýrt dæmi um að gera þurfi breytingar á stjórnarskrá. Bjarkey Olsen matvælaráðherra brást við harðri gagnrýni á frumvarp hennar um lagareldi fyrr í þessari viku þegar fulltrúar ráðuneytis hennar mættu á fund atvinnuveganefndar og lögðu til, að beiðni þingsins, að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í frumvarpinu yrðu gerð tímabundin. Fyrirhugað var að leyfin yrðu gerð ótímabundin, en þau hafa hingað til verið gefin út til sextán ára. „Við þurfum að tryggja að það að fara til baka, í að leyfið sé tímabundið, þýði ekki að út detti heimildir til að bregðast við alvarlegum brotum eða síendurteknum. Það er svo mikið undir í þessu máli: Náttúran og afkoma fólks og byggðalaga,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í atvinnuveganefnd. Á fundi atvinnuveganefndar í morgun var lagareldi eina málið til umræðu. „Við erum að fá til okkar gesti til að fara yfir sínar umsagnir til að átta okkur á helstu athugasemdum þeirra aðila sem málið varðar.“ Hún segir þetta mál skýrt dæmi um að breyta þurfi stjórnarskrá. „Auðvitað sýnir þetta mál, þetta slys sem þetta er - ég ætla bara að segja það eins og er af því að við erum ekki búin að breyta þessu - í uppsiglingu, skýrt merki um að við þurfum að setja inn í stjórnarskrána ákvæði um tímabundin afnot af náttúruauðlindum. Það er það eina sem getur tryggt að þetta gerist ekki. Þingið getur tekið alls konar ákvarðanir, misgáfulegar,“ segir Hanna Katrín. Hún segir breytingu á tímalengd leyfisveitinga ekki nóg til að skapa sátt um frumvarpið. „Það er mjög margt annað í þessu frumvarpi. Þetta er gríðarlega flókið mál. Ég held ég geti fullyrt að það eitt og sér er ekki nóg. Þetta er gríðarlega stórt mál, sennilega eitt það stærsta. Nefndin hefur náð samstöðu um það að byrja þess vegna á þessu, láta vinna tillögur að því hvernig við breytum [tímalengd leyfa] á sama tíma og við erum að fara kerfisbundið í gegnum önnur ákvæði málsins,“ segir Hanna. „Við erum að tala þarna um mjög mikilvæga vaxandi atvinnugrein fyrir mörg byggðalög, þetta er afkoma fólks einfaldlega. Það er líka náttúran og við verðum að ná þarna lendingu þar sem við hugum að hagsmunum þessara aðila en náum einhvern vegin jafnvægi.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Tengdar fréttir Allt að fimm milljóna króna sekt á hvern fisk Hægt verður að sekta fyrirtæki í sjókvíaeldi um allt að fimm milljónir á hvern frjóan laxfisk sem finnst þar sem hætta er á erfðablöndun, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi. Ráðherra segir frumvarpið taka miklu betur á umhverfismálum en gert hafi verið hingað til. 30. apríl 2024 19:30 Umdeildu frumvarpi um lagareldi breytt Í hádegisfréttum verður rætt við Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra sem hefur nú fallist á að breyta umdeildu ákvæði í nýju frumvarpi um lagareldi sem hlotið hefur mikla gagnrýni síðustu daga. 30. apríl 2024 11:35 Matvælaráðherra segir fiskeldisfrumvarp mikla bragarbót fyrir umhverfið Matvælaráðherra vonar að sátt geti skapast um frumvarp hennar um lagareldi með því að gera rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi tímabundin. Frumvarpið feli í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd; reglur verði skýrari og eftirlit meira. 30. apríl 2024 11:34 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira
Bjarkey Olsen matvælaráðherra brást við harðri gagnrýni á frumvarp hennar um lagareldi fyrr í þessari viku þegar fulltrúar ráðuneytis hennar mættu á fund atvinnuveganefndar og lögðu til, að beiðni þingsins, að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í frumvarpinu yrðu gerð tímabundin. Fyrirhugað var að leyfin yrðu gerð ótímabundin, en þau hafa hingað til verið gefin út til sextán ára. „Við þurfum að tryggja að það að fara til baka, í að leyfið sé tímabundið, þýði ekki að út detti heimildir til að bregðast við alvarlegum brotum eða síendurteknum. Það er svo mikið undir í þessu máli: Náttúran og afkoma fólks og byggðalaga,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í atvinnuveganefnd. Á fundi atvinnuveganefndar í morgun var lagareldi eina málið til umræðu. „Við erum að fá til okkar gesti til að fara yfir sínar umsagnir til að átta okkur á helstu athugasemdum þeirra aðila sem málið varðar.“ Hún segir þetta mál skýrt dæmi um að breyta þurfi stjórnarskrá. „Auðvitað sýnir þetta mál, þetta slys sem þetta er - ég ætla bara að segja það eins og er af því að við erum ekki búin að breyta þessu - í uppsiglingu, skýrt merki um að við þurfum að setja inn í stjórnarskrána ákvæði um tímabundin afnot af náttúruauðlindum. Það er það eina sem getur tryggt að þetta gerist ekki. Þingið getur tekið alls konar ákvarðanir, misgáfulegar,“ segir Hanna Katrín. Hún segir breytingu á tímalengd leyfisveitinga ekki nóg til að skapa sátt um frumvarpið. „Það er mjög margt annað í þessu frumvarpi. Þetta er gríðarlega flókið mál. Ég held ég geti fullyrt að það eitt og sér er ekki nóg. Þetta er gríðarlega stórt mál, sennilega eitt það stærsta. Nefndin hefur náð samstöðu um það að byrja þess vegna á þessu, láta vinna tillögur að því hvernig við breytum [tímalengd leyfa] á sama tíma og við erum að fara kerfisbundið í gegnum önnur ákvæði málsins,“ segir Hanna. „Við erum að tala þarna um mjög mikilvæga vaxandi atvinnugrein fyrir mörg byggðalög, þetta er afkoma fólks einfaldlega. Það er líka náttúran og við verðum að ná þarna lendingu þar sem við hugum að hagsmunum þessara aðila en náum einhvern vegin jafnvægi.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Tengdar fréttir Allt að fimm milljóna króna sekt á hvern fisk Hægt verður að sekta fyrirtæki í sjókvíaeldi um allt að fimm milljónir á hvern frjóan laxfisk sem finnst þar sem hætta er á erfðablöndun, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi. Ráðherra segir frumvarpið taka miklu betur á umhverfismálum en gert hafi verið hingað til. 30. apríl 2024 19:30 Umdeildu frumvarpi um lagareldi breytt Í hádegisfréttum verður rætt við Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra sem hefur nú fallist á að breyta umdeildu ákvæði í nýju frumvarpi um lagareldi sem hlotið hefur mikla gagnrýni síðustu daga. 30. apríl 2024 11:35 Matvælaráðherra segir fiskeldisfrumvarp mikla bragarbót fyrir umhverfið Matvælaráðherra vonar að sátt geti skapast um frumvarp hennar um lagareldi með því að gera rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi tímabundin. Frumvarpið feli í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd; reglur verði skýrari og eftirlit meira. 30. apríl 2024 11:34 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira
Allt að fimm milljóna króna sekt á hvern fisk Hægt verður að sekta fyrirtæki í sjókvíaeldi um allt að fimm milljónir á hvern frjóan laxfisk sem finnst þar sem hætta er á erfðablöndun, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi. Ráðherra segir frumvarpið taka miklu betur á umhverfismálum en gert hafi verið hingað til. 30. apríl 2024 19:30
Umdeildu frumvarpi um lagareldi breytt Í hádegisfréttum verður rætt við Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra sem hefur nú fallist á að breyta umdeildu ákvæði í nýju frumvarpi um lagareldi sem hlotið hefur mikla gagnrýni síðustu daga. 30. apríl 2024 11:35
Matvælaráðherra segir fiskeldisfrumvarp mikla bragarbót fyrir umhverfið Matvælaráðherra vonar að sátt geti skapast um frumvarp hennar um lagareldi með því að gera rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi tímabundin. Frumvarpið feli í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd; reglur verði skýrari og eftirlit meira. 30. apríl 2024 11:34