Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2024 22:30 Teiknari AP fréttaveitunnar fangaði Hæstaréttardómara í dósmal í dag. AP/Dana Verkouteren Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. Umrætt mál snýr að einu af fjórum dómsmálum gegn Trump. Í þessu máli hefur Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, ákært Trump vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 og halda völdum. Til stóð að hefja réttarhöldin gegn Trump í Washington þann 4. mars en þeim var frestað um óákveðinn tíma vegna kröfu Trumps um að hann njóti friðhelgi frá lögsókn. Smith hefur beðið dómarana um að taka málið fyrir í flýti, svo hægt væri að rétta sem fyrst yfir Trump en það hafa þeir ekki viljað gera, í þessu tilfelli. Trump og lögmenn hans hafa haldið því fram að ekki sé hægt að ákæra hann vegna einhvers sem hann gerði þegar hann sat í embætti. Lögmennirnir hafa meðal annars sagt að forseti gæti látið hermenn myrða pólitíska andstæðinga sína og ekki væri hægt að sækja þá til saka fyrr en búið væri að ákæra þá fyrir embættisbrot og víkja úr embætti, jafnvel þó viðkomandi væri ekki lengur forseti. Lögmaður Trumps sagð í dag að forseti gæti skipað herjum Bandaríkjanna að fremja valdarán fyrir sig, ef það væri liður í opinberum störfum hans. Hægt var að hlusta á málflutninginn í beinni í dag. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni, þar sem Trump sjálfur tjáði sig um málið á leið í dómsal í New York og þá má heyra í dómurum, saksóknunum og lögmönnum. Í öllum málunum gegn Trump hafa hann og lögmenn hans lagt mikla áherslu á að tefja málaferlin fram yfir kosningarnar í nóvember. Sigri Trump Joe Biden í kosningunum gæti hann beitt völdum forsetaembættisins til að stöðva málaferlin eða jafnvel náðað sjálfan sig. Dómarar Hæstaréttar hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum. Sjá einnig: Úrskurða líklega Trump í vil degi fyrir „ofurþriðudag“ Í frétt Washington Post segir að tæplega þriggja klukkustunda málflutningur í hæstarétti í dag gefi til kynna að þeir dómarar sem skipaðir voru af forseta úr Repúblikanaflokknum, sem eru í meirihluta 6-3, séu líklegir til að senda málið aftur til lægri dómstólastiga og þar með tefja réttarhöldin gegn Trump enn frekar. Trump sjálfur skipaði þrjá af dómurunum níu í embætti. Niðurstaða á ekki að liggja fyrir í júní eða mögulega í byrjun júlí og þó dómararnir myndu úrskurða alfarið gegn Trump gæfi það líklega ekki nægan tíma til að rétta yfir Trump fyrir kosningarnar í nóvember. Það tók dómarana tæpan mánuð að komast að þeirri niðurstöðu að ráðamenn tiltekinna ríkja mættu ekki útiloka Trump á kjörseðlum þar. Kröfu um algera friðhelgi líklega hafnað AP fréttaveitan segir líklegt að kröfu Trumps um algera friðhelgi verði hafnað. Spurningar dómarar til saksóknara og lögmanna Trumps, og þá sérstaklega spurningar dómara meirihlutans, í dag gefi þó til kynna að þeir vilji takmarka með einhverjum hætti hvernig hægt sé að ákæra bandaríska forseta. Tveir dómaranna sem Trump skipaði, þeir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh, ítrekuðu að þeir væri lítið að hugsa um málaferli gegn Trump. Þess í stað hefðu þeir miklar áhyggjur af framtíðinni og sögðu að úrskurður þeirra myndi hafa áhrif á alla forseta. Þeir og Samuel Alito gáfu til kynna að málið yrði sent aftur til lægri dómstiga. Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Hefur mátt sitja undir svívirðingum um sjálfan sig Tólf kviðdómendur hafa verið valdir í réttarhöldunum gegn Donald Trump í New York og er vonast til þess að kviðdómendavalinu ljúki í dag, með vali á fimm varakviðdómendum. Trump hefur varið síðustu dögum í að hlusta á fólk tala illa um hann, án þess að geta svarað fyrir sig. 19. apríl 2024 12:08 Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð. 21. mars 2024 10:44 Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41 Hæstiréttur skoðar kröfu Trumps um friðhelgi Dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna hafa samþykkt að taka fyrir kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, um að vísa eigi frá dómsmálinu gegn honum vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Það vill Trump að verði gert á grunni þess að hann njóti friðhelgi. 28. febrúar 2024 23:18 Hæstiréttur neitar að flýta máli Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um flýtimeðferð varðandi það hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, njóti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Um sigur fyrir Trump er að ræða. 23. desember 2023 14:01 Krefjast þess að Thomas komi ekki að máli Trumps Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins krefjast þess að hæstaréttardómarinn Clarence Thomas komi ekki að úrskurði Hæstaréttar varðandi mögulega friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Er það vegna þess að eiginkona Thomas tók þátt í tilraunum Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 18. desember 2023 16:50 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Umrætt mál snýr að einu af fjórum dómsmálum gegn Trump. Í þessu máli hefur Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, ákært Trump vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 og halda völdum. Til stóð að hefja réttarhöldin gegn Trump í Washington þann 4. mars en þeim var frestað um óákveðinn tíma vegna kröfu Trumps um að hann njóti friðhelgi frá lögsókn. Smith hefur beðið dómarana um að taka málið fyrir í flýti, svo hægt væri að rétta sem fyrst yfir Trump en það hafa þeir ekki viljað gera, í þessu tilfelli. Trump og lögmenn hans hafa haldið því fram að ekki sé hægt að ákæra hann vegna einhvers sem hann gerði þegar hann sat í embætti. Lögmennirnir hafa meðal annars sagt að forseti gæti látið hermenn myrða pólitíska andstæðinga sína og ekki væri hægt að sækja þá til saka fyrr en búið væri að ákæra þá fyrir embættisbrot og víkja úr embætti, jafnvel þó viðkomandi væri ekki lengur forseti. Lögmaður Trumps sagð í dag að forseti gæti skipað herjum Bandaríkjanna að fremja valdarán fyrir sig, ef það væri liður í opinberum störfum hans. Hægt var að hlusta á málflutninginn í beinni í dag. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni, þar sem Trump sjálfur tjáði sig um málið á leið í dómsal í New York og þá má heyra í dómurum, saksóknunum og lögmönnum. Í öllum málunum gegn Trump hafa hann og lögmenn hans lagt mikla áherslu á að tefja málaferlin fram yfir kosningarnar í nóvember. Sigri Trump Joe Biden í kosningunum gæti hann beitt völdum forsetaembættisins til að stöðva málaferlin eða jafnvel náðað sjálfan sig. Dómarar Hæstaréttar hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum. Sjá einnig: Úrskurða líklega Trump í vil degi fyrir „ofurþriðudag“ Í frétt Washington Post segir að tæplega þriggja klukkustunda málflutningur í hæstarétti í dag gefi til kynna að þeir dómarar sem skipaðir voru af forseta úr Repúblikanaflokknum, sem eru í meirihluta 6-3, séu líklegir til að senda málið aftur til lægri dómstólastiga og þar með tefja réttarhöldin gegn Trump enn frekar. Trump sjálfur skipaði þrjá af dómurunum níu í embætti. Niðurstaða á ekki að liggja fyrir í júní eða mögulega í byrjun júlí og þó dómararnir myndu úrskurða alfarið gegn Trump gæfi það líklega ekki nægan tíma til að rétta yfir Trump fyrir kosningarnar í nóvember. Það tók dómarana tæpan mánuð að komast að þeirri niðurstöðu að ráðamenn tiltekinna ríkja mættu ekki útiloka Trump á kjörseðlum þar. Kröfu um algera friðhelgi líklega hafnað AP fréttaveitan segir líklegt að kröfu Trumps um algera friðhelgi verði hafnað. Spurningar dómarar til saksóknara og lögmanna Trumps, og þá sérstaklega spurningar dómara meirihlutans, í dag gefi þó til kynna að þeir vilji takmarka með einhverjum hætti hvernig hægt sé að ákæra bandaríska forseta. Tveir dómaranna sem Trump skipaði, þeir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh, ítrekuðu að þeir væri lítið að hugsa um málaferli gegn Trump. Þess í stað hefðu þeir miklar áhyggjur af framtíðinni og sögðu að úrskurður þeirra myndi hafa áhrif á alla forseta. Þeir og Samuel Alito gáfu til kynna að málið yrði sent aftur til lægri dómstiga.
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Hefur mátt sitja undir svívirðingum um sjálfan sig Tólf kviðdómendur hafa verið valdir í réttarhöldunum gegn Donald Trump í New York og er vonast til þess að kviðdómendavalinu ljúki í dag, með vali á fimm varakviðdómendum. Trump hefur varið síðustu dögum í að hlusta á fólk tala illa um hann, án þess að geta svarað fyrir sig. 19. apríl 2024 12:08 Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð. 21. mars 2024 10:44 Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41 Hæstiréttur skoðar kröfu Trumps um friðhelgi Dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna hafa samþykkt að taka fyrir kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, um að vísa eigi frá dómsmálinu gegn honum vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Það vill Trump að verði gert á grunni þess að hann njóti friðhelgi. 28. febrúar 2024 23:18 Hæstiréttur neitar að flýta máli Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um flýtimeðferð varðandi það hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, njóti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Um sigur fyrir Trump er að ræða. 23. desember 2023 14:01 Krefjast þess að Thomas komi ekki að máli Trumps Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins krefjast þess að hæstaréttardómarinn Clarence Thomas komi ekki að úrskurði Hæstaréttar varðandi mögulega friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Er það vegna þess að eiginkona Thomas tók þátt í tilraunum Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 18. desember 2023 16:50 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Hefur mátt sitja undir svívirðingum um sjálfan sig Tólf kviðdómendur hafa verið valdir í réttarhöldunum gegn Donald Trump í New York og er vonast til þess að kviðdómendavalinu ljúki í dag, með vali á fimm varakviðdómendum. Trump hefur varið síðustu dögum í að hlusta á fólk tala illa um hann, án þess að geta svarað fyrir sig. 19. apríl 2024 12:08
Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð. 21. mars 2024 10:44
Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41
Hæstiréttur skoðar kröfu Trumps um friðhelgi Dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna hafa samþykkt að taka fyrir kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, um að vísa eigi frá dómsmálinu gegn honum vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Það vill Trump að verði gert á grunni þess að hann njóti friðhelgi. 28. febrúar 2024 23:18
Hæstiréttur neitar að flýta máli Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um flýtimeðferð varðandi það hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, njóti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Um sigur fyrir Trump er að ræða. 23. desember 2023 14:01
Krefjast þess að Thomas komi ekki að máli Trumps Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins krefjast þess að hæstaréttardómarinn Clarence Thomas komi ekki að úrskurði Hæstaréttar varðandi mögulega friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Er það vegna þess að eiginkona Thomas tók þátt í tilraunum Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 18. desember 2023 16:50