Jafnaðarmannastefnan – stefna velferðar Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar 30. apríl 2024 06:00 Samfylkingin hefur stefnu jöfnuðar í efnahagsmálum þjóðarinnar – hvernig nýta skuli tekjustofna ríkisins. Í stað þess að sækja allar tekjur ríkisins í vasa launafólks og hlífa þannig peningaöflunum er litið til þess að sækja tekjur í ríkissjóð með öðrum hætti, láta þá ríku borga meira og innheimta alvöru auðlindagjöld. Auðlindagjöld eru nefnilega ekki skattar heldur afnotagjald sem er innheimt eins og hver önnur leiga. Sækja þarf tekjur til þeirra sem fá að nýta auðlindir þjóðarinnar. Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að arður sem er tilkominn vegna auðlindarentu af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar skili sér með beinum hætti til samfélagsins. Það þýðir að náttúruauðlindir á Íslandi skuli nýta á forsendum sjálfbærni og almannahagsmuna – ekki sérhagsmuna fárra eins og nú er. Velferðarkerfi í þágu almennings Jafnaðarmenn tala fyrir því að ná sjálfbærni í ríkisfjármálum með aukinni verðmætasköpun og réttlátara skattkerfi. Við höfnum með öllu aðferð niðurskurðar í opinberum fjárfestingum, samneyslu og velferðarþjónustu, sem þyngir byrðar þeirra sem síst skyldi og grefur undan samstöðu í samfélaginu. Ríkisstjórnin hefur með markvissum hætti skorið niður velferðarkerfið á Íslandi undanfarin ár og stefnt að því að láta einkaaðila sjá um velferð þjóðarinnar. Það er fullkomlega andstætt hugsjón og stefnu jafnaðarmanna. Kapítalisminn hugar ekki að velferð, heldur gróða eins og dæmin sanna. Eigendurnir heimta arð. Þá hefur Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar hvatt ríkisstjórnina til að sækja fé í vannýtta tekjustofna ríkisins til að efla velferðarkerfið. Jafnaðarmenn trúa á samtryggingu og aukinn jöfnuð svo í samfélaginu ríki velsæld og sátt. Sterk tilfærslukerfi í velferðarsamfélagi eru forsenda þess að almenningur njóti velferðar og velsældar. Þau eru gerð til að auka jöfnuð, til að allir geti notið menntunar, stofnað fjölskyldur, sinnt börnum sínum, búið í öruggu húsnæði og sótt sér heilbrigðisþjónustu án þess að lenda í fjárhagserfiðleikum. Nýfrjálshyggjan og hægri öflin vilja einkavæða velferðarkerfið og reyna að grafa undan því. Fjármagnið er harður húsbóndi sem krefst hagnaðar. En slík hugmyndafræði á ekki erindi í starfsemi sem sinnir grunnþjónustu við almenning. Það er nöturlegur málflutningur og niðrandi að tala niður velferð og jöfnuð í samfélagi okkar á forsendum ósjálfbærni. Barátta jafnaðarmanna ‒ í stjórnmálunum og í verkalýðshreyfingunni ‒ felst í því að auka velsæld og velferð með samtryggingu og sanngjarnari skiptum þjóðarauðsins. Það er ekki sanngjarnt að stórútgerðin komist upp með það að kaupa upp Ísland með því að fjárfesta sinn mikla auð í einkavæddum grunninnviðum þjóðarinnar. Verkalýðshreyfingin, grasrót vinnandi fólks Verkalýðshreyfingin hefur einnig á undanförnum árum vakið almenning til vitundar um niðurbrot velferðarkerfisins. Launafólk, oft innflutt vinnuafl, keyrir áfram hagkerfið á lágum launum. Jafnaðarmenn í Reykjavík, og um land allt, tekur undir sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar að snúa verði við þessari vegferð ríkisstjórnar Íslands, sem þjónar peningaöflum og stórfyrirtækjum. Verkalýðshreyfingin, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði, hefur gagnrýnt harðlega hægri íhaldsstjórnina sem ríkt hefur hér á landi fyrir að afhenda einkaaðilum auðlindir og fyrirtæki sem sinna grunnþjónustunni í samfélaginu. Afleiðingarnar eru þær að launafólki er sagt upp, þjónustan versnar og verður dýrari. Þetta er ekkert nýtt, heldur vel þekkt aðferð kapítalsimans. Hann hlífir ekki fólki. Jafnaðarmenn rísa upp með verkalýðshreyfingunni, það er skylda hvers jafnaðarmanns eðli málsins samkvæmt. Söguleg tengsl jafnaðarmanna við verkalýðshreyfinguna eru þekkt. Þau tengsl þarf að rækta og efla. Þess vegna tekur Samfylkingin þátt í baráttudegi launafólks 1. maí. Yfirskrift verkalýðshreyfingarinnar 1. maí er Sterk hreyfing – sterkt samfélag. Jafnaðarmenn taka undir þetta ‒ og í stefnu Samfylkingarinnar má finna einmitt það ‒ hvernig við byggjum saman sterkt samfélag. Samfylkingarfélagið í Reykjavík stendur fyrir fundi og kaffispjalli í Iðnó 1. maí, þegar útifundinum er lokið, og verða ræðumenn Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. F.h. stjórnar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, Sigfús Ómar Höskuldsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Verkalýðsdagurinn Reykjavík Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur stefnu jöfnuðar í efnahagsmálum þjóðarinnar – hvernig nýta skuli tekjustofna ríkisins. Í stað þess að sækja allar tekjur ríkisins í vasa launafólks og hlífa þannig peningaöflunum er litið til þess að sækja tekjur í ríkissjóð með öðrum hætti, láta þá ríku borga meira og innheimta alvöru auðlindagjöld. Auðlindagjöld eru nefnilega ekki skattar heldur afnotagjald sem er innheimt eins og hver önnur leiga. Sækja þarf tekjur til þeirra sem fá að nýta auðlindir þjóðarinnar. Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að arður sem er tilkominn vegna auðlindarentu af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar skili sér með beinum hætti til samfélagsins. Það þýðir að náttúruauðlindir á Íslandi skuli nýta á forsendum sjálfbærni og almannahagsmuna – ekki sérhagsmuna fárra eins og nú er. Velferðarkerfi í þágu almennings Jafnaðarmenn tala fyrir því að ná sjálfbærni í ríkisfjármálum með aukinni verðmætasköpun og réttlátara skattkerfi. Við höfnum með öllu aðferð niðurskurðar í opinberum fjárfestingum, samneyslu og velferðarþjónustu, sem þyngir byrðar þeirra sem síst skyldi og grefur undan samstöðu í samfélaginu. Ríkisstjórnin hefur með markvissum hætti skorið niður velferðarkerfið á Íslandi undanfarin ár og stefnt að því að láta einkaaðila sjá um velferð þjóðarinnar. Það er fullkomlega andstætt hugsjón og stefnu jafnaðarmanna. Kapítalisminn hugar ekki að velferð, heldur gróða eins og dæmin sanna. Eigendurnir heimta arð. Þá hefur Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar hvatt ríkisstjórnina til að sækja fé í vannýtta tekjustofna ríkisins til að efla velferðarkerfið. Jafnaðarmenn trúa á samtryggingu og aukinn jöfnuð svo í samfélaginu ríki velsæld og sátt. Sterk tilfærslukerfi í velferðarsamfélagi eru forsenda þess að almenningur njóti velferðar og velsældar. Þau eru gerð til að auka jöfnuð, til að allir geti notið menntunar, stofnað fjölskyldur, sinnt börnum sínum, búið í öruggu húsnæði og sótt sér heilbrigðisþjónustu án þess að lenda í fjárhagserfiðleikum. Nýfrjálshyggjan og hægri öflin vilja einkavæða velferðarkerfið og reyna að grafa undan því. Fjármagnið er harður húsbóndi sem krefst hagnaðar. En slík hugmyndafræði á ekki erindi í starfsemi sem sinnir grunnþjónustu við almenning. Það er nöturlegur málflutningur og niðrandi að tala niður velferð og jöfnuð í samfélagi okkar á forsendum ósjálfbærni. Barátta jafnaðarmanna ‒ í stjórnmálunum og í verkalýðshreyfingunni ‒ felst í því að auka velsæld og velferð með samtryggingu og sanngjarnari skiptum þjóðarauðsins. Það er ekki sanngjarnt að stórútgerðin komist upp með það að kaupa upp Ísland með því að fjárfesta sinn mikla auð í einkavæddum grunninnviðum þjóðarinnar. Verkalýðshreyfingin, grasrót vinnandi fólks Verkalýðshreyfingin hefur einnig á undanförnum árum vakið almenning til vitundar um niðurbrot velferðarkerfisins. Launafólk, oft innflutt vinnuafl, keyrir áfram hagkerfið á lágum launum. Jafnaðarmenn í Reykjavík, og um land allt, tekur undir sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar að snúa verði við þessari vegferð ríkisstjórnar Íslands, sem þjónar peningaöflum og stórfyrirtækjum. Verkalýðshreyfingin, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði, hefur gagnrýnt harðlega hægri íhaldsstjórnina sem ríkt hefur hér á landi fyrir að afhenda einkaaðilum auðlindir og fyrirtæki sem sinna grunnþjónustunni í samfélaginu. Afleiðingarnar eru þær að launafólki er sagt upp, þjónustan versnar og verður dýrari. Þetta er ekkert nýtt, heldur vel þekkt aðferð kapítalsimans. Hann hlífir ekki fólki. Jafnaðarmenn rísa upp með verkalýðshreyfingunni, það er skylda hvers jafnaðarmanns eðli málsins samkvæmt. Söguleg tengsl jafnaðarmanna við verkalýðshreyfinguna eru þekkt. Þau tengsl þarf að rækta og efla. Þess vegna tekur Samfylkingin þátt í baráttudegi launafólks 1. maí. Yfirskrift verkalýðshreyfingarinnar 1. maí er Sterk hreyfing – sterkt samfélag. Jafnaðarmenn taka undir þetta ‒ og í stefnu Samfylkingarinnar má finna einmitt það ‒ hvernig við byggjum saman sterkt samfélag. Samfylkingarfélagið í Reykjavík stendur fyrir fundi og kaffispjalli í Iðnó 1. maí, þegar útifundinum er lokið, og verða ræðumenn Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. F.h. stjórnar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, Sigfús Ómar Höskuldsson.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun