Ekki ólöglegt fyrir konur að brjóta gegn körlum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. apríl 2024 08:41 Grant hefur þegar verið látin laus gegn tryggingu og líkur eru á að dómurinn yfir henni verði felldur úr gildi. Fyrrverandi kennari í Ástralíu sem var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa brotið á nemanda sínum hefur áfrýjað dómnum og vill fá hann felldan úr gildi þar sem hún er kona. Gaye Grant, sem er á áttræðisaldri, hlaut dóm árið 2022 fyrir að hafa brotið kynferðislega á dreng sem hún kenndi á áttunda áratug síðustu aldar. Drengurinn, sem þá var tíu ára, leitaði til Grant og greindi henni frá því að hann væri lagður í einelti. Hún brást við með því að taka hann í fangið og lét hann strjúka sér innanklæða en seinna kyssti hún hann og nauðgaði honum ítrekað. Þá sagðist hún elska hann, keypti handa honum dýrar jólagjafir og sagði honum hvernig hann ætti að bregðast við ef eiginmaður hennar kæmi að þeim saman. Þolandinn leitaði til lögreglu mörgum árum seinna en meðal sönnunargagna í málinu voru símtöl sem áttu sér stað á milli þolandans og Grant árið 2021, þar sem hún játaði og baðst afsökunar. Lögregla tók símtölin upp og Grant var dæmd í allt að sex ára fangelsi. Nú hefur hún hins vegar krafist þess að dómurinn verið felldur úr gildi, þar sem hún var dæmd á grundvelli laga sem voru í gildi þegar brotin voru framin. Þau lög náðu aðeins yfir kynferðisbrot karla gegn körlum. Samkvæmt áströlskum miðlum virðist ákæruvaldið hafa gengist við því í kjölfar áfrýjunnar Grant að dómurinn standist ekki, jafnvel þótt hún hafi játað. Það má meðal annars rekja til þess að dómur yfir öðrum kennara sem misnotaði nemendur sína, Helgu Lam, hefur þegar verið snúið á sömu forsendum. Lam var dæmd fyrir að brjóta gegn fjórum drengjum, sömuleiðis á áttunda áratug síðustu aldar, en áfrýjunardómstóll í Nýju Suður-Wales komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að láta þyrfti Lam lausa þar sem það hefði tæknilega ekki verið ólöglegt fyrir konur að brjóta gegn körlum á þessum tíma. Umræddum lögum var breytt árið 1984. Ástralía Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Gaye Grant, sem er á áttræðisaldri, hlaut dóm árið 2022 fyrir að hafa brotið kynferðislega á dreng sem hún kenndi á áttunda áratug síðustu aldar. Drengurinn, sem þá var tíu ára, leitaði til Grant og greindi henni frá því að hann væri lagður í einelti. Hún brást við með því að taka hann í fangið og lét hann strjúka sér innanklæða en seinna kyssti hún hann og nauðgaði honum ítrekað. Þá sagðist hún elska hann, keypti handa honum dýrar jólagjafir og sagði honum hvernig hann ætti að bregðast við ef eiginmaður hennar kæmi að þeim saman. Þolandinn leitaði til lögreglu mörgum árum seinna en meðal sönnunargagna í málinu voru símtöl sem áttu sér stað á milli þolandans og Grant árið 2021, þar sem hún játaði og baðst afsökunar. Lögregla tók símtölin upp og Grant var dæmd í allt að sex ára fangelsi. Nú hefur hún hins vegar krafist þess að dómurinn verið felldur úr gildi, þar sem hún var dæmd á grundvelli laga sem voru í gildi þegar brotin voru framin. Þau lög náðu aðeins yfir kynferðisbrot karla gegn körlum. Samkvæmt áströlskum miðlum virðist ákæruvaldið hafa gengist við því í kjölfar áfrýjunnar Grant að dómurinn standist ekki, jafnvel þótt hún hafi játað. Það má meðal annars rekja til þess að dómur yfir öðrum kennara sem misnotaði nemendur sína, Helgu Lam, hefur þegar verið snúið á sömu forsendum. Lam var dæmd fyrir að brjóta gegn fjórum drengjum, sömuleiðis á áttunda áratug síðustu aldar, en áfrýjunardómstóll í Nýju Suður-Wales komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að láta þyrfti Lam lausa þar sem það hefði tæknilega ekki verið ólöglegt fyrir konur að brjóta gegn körlum á þessum tíma. Umræddum lögum var breytt árið 1984.
Ástralía Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira