Evrópa hlýnar hraðast heimsálfanna Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2024 10:32 Madridingar leita skjóls fyrir sólinni undir tré í Retiro-garðinum í síðasta mánuði. Mars var tíundi mánuðurinn í röð sem var heitasti mánuðurinn á jörðinni. AP/Paul White Hlýnun í Evrópu er um tvöfalt meiri en heimsmeðaltalið og heilsu íbúa álfunnar stafar vaxandi ógn af hitaálagi. Dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um tæpan þriðjung á undanförnum tveimur áratugum. Meðalhiti í Evrópu undanfarin fimm ár var 2,3 gráðum hærri en viðmiðunartímabilið fyrir iðnbyltingu samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) og Kópernikusar, loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. Til samanburðar hefur hnattrænn meðalhiti hækkað um 1,3 gráður á sama tíma. Sérstök áhersla er lögð á áhrif hita á heilsu manna í skýrslunni. Öfgahiti er hættulegur heilsu þeirra sem vinna utandyra, eldra fólks og fólks sem þjáist af sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki. Fram kemur að dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um þrjátíu prósent á tuttugu árum. Árið 2023 var það hlýjasta frá upphafi mælinga en þá lögðu hnattræn hlýnun af völdum manna og veðurfyrirbrigðið El niño á eitt um að keyra meðalhita jarðar upp. Þegar hitinn var einna mestur í júlí voru dauðsföll sjö prósent fleiri en vanalega á sumum stöðum á Ítalíu. Sjö prósent fleiri dauðsföll í júlí Í hitabylgjunni í júlí var svokallað hitaálag mikið, mjög mikið eða öfgakennt í 41 prósentum Suður-Evrópu. Aldrei áður hafði jafnstór hluti álfunnar verið undir hitaálagi á einum degi áður. Hitaálag mælir áhrif hita og raka á mannslíkamann. Á Spáni, í Frakklandi og Grikklandi voru sum svæði sem máttu þola allt að tíu daga af öfgakenndu hitaálagi, þar sem fólk upplifir meira en 46 gráðu hita, í fyrra. Við þær aðstæður þarf að grípa til tafarlausra aðgerða til þess að komast hjá hitaslagi og öðrum kvillum. Umhverfisstofnun Evrópusambandsins hefur þegar hvatt ríki til þess að búa heilbrigðiskerfi sín undir áhrif loftslagsbreytinga og kallað eftir reglugerðum til að vernda fólk sem starfar undandyra fyrir hitaöfgum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lón fyrir framan Ronjökulinn í Sviss í júní í fyrra. Alpajöklar hafa misst tíu prósent massa síns á aðeins tveimur árum.AP/Matthias Schrader Ísland og Skandinavía sluppu Áætlað tjón af völdum veðurs og loftslagsbreytinga var metið á meira en 13,4 milljarða evra í fyrra, jafnvirði meira en tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Fleiri en 150 manns fórust í stormum, flóðum og gróðureldum. Þannig höfðu flóð í Slóveníu áhrif á um eina og hálfa milljón manna og gróðureldar í Grikklandi voru þeir umfangsmestu í sögu Evrópusambandsins í fyrra. Jöklar í Ölpunum töpuðu um tíu prósent af massa sínum í hita undanfarinna tveggja ára. „Sumir atburðirnir árið 2023 komu vísindasamfélaginu í opna skjöldu vegna ákafa þeirra, hversu brátt þá bar að, umfangs þeirra og hve lengi þeir stóðu,“ hefur Reuters eftir Carlo Buontempo, forstöðumanni Kópernikusar. Hitans varð þó ekki vart alls staðar í Evrópu í fyrra. Þannig var hiti í Skandinavíu, á Íslandi og Suðaustur-Grænlandi undir meðaltali á sama tíma og flestir staði voru vel yfir því í fyrra. Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hnattrænt hitamet slegið tíunda mánuðinn í röð Mánaðarhitamet var slegið á jörðinni í mars, tíunda mánuðinn í röð. Sumir vísindamenn óttast nú að hitinn taki ekki að lækka þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðinu El niño sloti á næstu mánuðum. 9. apríl 2024 08:59 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Meðalhiti í Evrópu undanfarin fimm ár var 2,3 gráðum hærri en viðmiðunartímabilið fyrir iðnbyltingu samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) og Kópernikusar, loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. Til samanburðar hefur hnattrænn meðalhiti hækkað um 1,3 gráður á sama tíma. Sérstök áhersla er lögð á áhrif hita á heilsu manna í skýrslunni. Öfgahiti er hættulegur heilsu þeirra sem vinna utandyra, eldra fólks og fólks sem þjáist af sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki. Fram kemur að dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um þrjátíu prósent á tuttugu árum. Árið 2023 var það hlýjasta frá upphafi mælinga en þá lögðu hnattræn hlýnun af völdum manna og veðurfyrirbrigðið El niño á eitt um að keyra meðalhita jarðar upp. Þegar hitinn var einna mestur í júlí voru dauðsföll sjö prósent fleiri en vanalega á sumum stöðum á Ítalíu. Sjö prósent fleiri dauðsföll í júlí Í hitabylgjunni í júlí var svokallað hitaálag mikið, mjög mikið eða öfgakennt í 41 prósentum Suður-Evrópu. Aldrei áður hafði jafnstór hluti álfunnar verið undir hitaálagi á einum degi áður. Hitaálag mælir áhrif hita og raka á mannslíkamann. Á Spáni, í Frakklandi og Grikklandi voru sum svæði sem máttu þola allt að tíu daga af öfgakenndu hitaálagi, þar sem fólk upplifir meira en 46 gráðu hita, í fyrra. Við þær aðstæður þarf að grípa til tafarlausra aðgerða til þess að komast hjá hitaslagi og öðrum kvillum. Umhverfisstofnun Evrópusambandsins hefur þegar hvatt ríki til þess að búa heilbrigðiskerfi sín undir áhrif loftslagsbreytinga og kallað eftir reglugerðum til að vernda fólk sem starfar undandyra fyrir hitaöfgum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lón fyrir framan Ronjökulinn í Sviss í júní í fyrra. Alpajöklar hafa misst tíu prósent massa síns á aðeins tveimur árum.AP/Matthias Schrader Ísland og Skandinavía sluppu Áætlað tjón af völdum veðurs og loftslagsbreytinga var metið á meira en 13,4 milljarða evra í fyrra, jafnvirði meira en tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Fleiri en 150 manns fórust í stormum, flóðum og gróðureldum. Þannig höfðu flóð í Slóveníu áhrif á um eina og hálfa milljón manna og gróðureldar í Grikklandi voru þeir umfangsmestu í sögu Evrópusambandsins í fyrra. Jöklar í Ölpunum töpuðu um tíu prósent af massa sínum í hita undanfarinna tveggja ára. „Sumir atburðirnir árið 2023 komu vísindasamfélaginu í opna skjöldu vegna ákafa þeirra, hversu brátt þá bar að, umfangs þeirra og hve lengi þeir stóðu,“ hefur Reuters eftir Carlo Buontempo, forstöðumanni Kópernikusar. Hitans varð þó ekki vart alls staðar í Evrópu í fyrra. Þannig var hiti í Skandinavíu, á Íslandi og Suðaustur-Grænlandi undir meðaltali á sama tíma og flestir staði voru vel yfir því í fyrra.
Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hnattrænt hitamet slegið tíunda mánuðinn í röð Mánaðarhitamet var slegið á jörðinni í mars, tíunda mánuðinn í röð. Sumir vísindamenn óttast nú að hitinn taki ekki að lækka þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðinu El niño sloti á næstu mánuðum. 9. apríl 2024 08:59 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Hnattrænt hitamet slegið tíunda mánuðinn í röð Mánaðarhitamet var slegið á jörðinni í mars, tíunda mánuðinn í röð. Sumir vísindamenn óttast nú að hitinn taki ekki að lækka þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðinu El niño sloti á næstu mánuðum. 9. apríl 2024 08:59