Ætla að endurreisa Børsen „sama hvað“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. apríl 2024 12:00 Slökkvistarf stendur enn yfir á svæðinu og gert er ráð fyrir að það því ljúki á mánudagsmorgun. EPA Forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur heitir að sögufræga byggingin Børsen, sem brann í liðinni viku, verði endurreist sama hvað. Brunanum hefur verið líkt við brunann á frönsku dómkirkjunni Notre-Dame í apríl 2019, en einum degi munaði að slétt fimm ár hefðu liðið milli brunanna tveggja. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist Brian Mikkelsen, forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur (Dansk Erhverv), hafa tekið á rás að byggingunni um leið og hann heyrði af brunanum. Auk slökkviliðsmanna og samstarfsmanna hafi hann farið inn í bygginguna til þess að bjarga verðmætum. Þá segir hann viðbragðsaðila hafa náð að bjarga megninu af minjagripunum inni í byggingunni, að utantalinni styttu af Kristjáni fjórða sem vó tvö tonn. Mikkelsen segir mikilvægt að Børsen verði byggð í sömu mynd og upprunalega byggingin. „Fyrir mér ætti að byggja hana aftur nákvæmlega eins og Kristján fjórði byggði hana á sínum tíma,“ segir hann. Búist er við að endurbygging Børsen komi til með að kosta meira en milljarð danskra króna, eða tuttugu milljarða íslenskra króna. Mikkelsen segir þó mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa heitið að leggja hönd á plóg við fjármögnun nýrrar bygingar. Hann sé hrærður yfir stuðningnum. Sophie Hæstorp Andersen borgarstjóri í Kaupmannahöfn hefur að auki talað fyrir því að gamla kauphöllin verði endurbyggð. Hún hefur sett sig í samband við Anne Hidalgo, borgarstjóra í París, í þeim tilgangi að fá upplýsingar um endurbæturnar á Notre Dame, en stefnt er á að framkvæmdum við dómkirkjuna ljúki seinna á árinu. Stórbruni í Børsen Danmörk Tengdar fréttir Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. 18. apríl 2024 22:27 Toppurinn á spírunni fundinn: „Margir í sjokki og enn að ná sér“ Viðbragðsaðilar eru enn við störf við Børsen í Kaupmannahöfn. Rannsókn lögreglu á upptökum brunans er hafin en lögregla hefur enn ekki fengið að fara inn í húsið. Danir eru margir í áfalli yfir brunanum og vilji til að fara í endurbyggingu á því. 17. apríl 2024 11:00 Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54 „Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Í samtali við breska ríkisútvarpið segist Brian Mikkelsen, forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur (Dansk Erhverv), hafa tekið á rás að byggingunni um leið og hann heyrði af brunanum. Auk slökkviliðsmanna og samstarfsmanna hafi hann farið inn í bygginguna til þess að bjarga verðmætum. Þá segir hann viðbragðsaðila hafa náð að bjarga megninu af minjagripunum inni í byggingunni, að utantalinni styttu af Kristjáni fjórða sem vó tvö tonn. Mikkelsen segir mikilvægt að Børsen verði byggð í sömu mynd og upprunalega byggingin. „Fyrir mér ætti að byggja hana aftur nákvæmlega eins og Kristján fjórði byggði hana á sínum tíma,“ segir hann. Búist er við að endurbygging Børsen komi til með að kosta meira en milljarð danskra króna, eða tuttugu milljarða íslenskra króna. Mikkelsen segir þó mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa heitið að leggja hönd á plóg við fjármögnun nýrrar bygingar. Hann sé hrærður yfir stuðningnum. Sophie Hæstorp Andersen borgarstjóri í Kaupmannahöfn hefur að auki talað fyrir því að gamla kauphöllin verði endurbyggð. Hún hefur sett sig í samband við Anne Hidalgo, borgarstjóra í París, í þeim tilgangi að fá upplýsingar um endurbæturnar á Notre Dame, en stefnt er á að framkvæmdum við dómkirkjuna ljúki seinna á árinu.
Stórbruni í Børsen Danmörk Tengdar fréttir Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. 18. apríl 2024 22:27 Toppurinn á spírunni fundinn: „Margir í sjokki og enn að ná sér“ Viðbragðsaðilar eru enn við störf við Børsen í Kaupmannahöfn. Rannsókn lögreglu á upptökum brunans er hafin en lögregla hefur enn ekki fengið að fara inn í húsið. Danir eru margir í áfalli yfir brunanum og vilji til að fara í endurbyggingu á því. 17. apríl 2024 11:00 Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54 „Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. 18. apríl 2024 22:27
Toppurinn á spírunni fundinn: „Margir í sjokki og enn að ná sér“ Viðbragðsaðilar eru enn við störf við Børsen í Kaupmannahöfn. Rannsókn lögreglu á upptökum brunans er hafin en lögregla hefur enn ekki fengið að fara inn í húsið. Danir eru margir í áfalli yfir brunanum og vilji til að fara í endurbyggingu á því. 17. apríl 2024 11:00
Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54
„Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39