Ætla að endurreisa Børsen „sama hvað“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. apríl 2024 12:00 Slökkvistarf stendur enn yfir á svæðinu og gert er ráð fyrir að það því ljúki á mánudagsmorgun. EPA Forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur heitir að sögufræga byggingin Børsen, sem brann í liðinni viku, verði endurreist sama hvað. Brunanum hefur verið líkt við brunann á frönsku dómkirkjunni Notre-Dame í apríl 2019, en einum degi munaði að slétt fimm ár hefðu liðið milli brunanna tveggja. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist Brian Mikkelsen, forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur (Dansk Erhverv), hafa tekið á rás að byggingunni um leið og hann heyrði af brunanum. Auk slökkviliðsmanna og samstarfsmanna hafi hann farið inn í bygginguna til þess að bjarga verðmætum. Þá segir hann viðbragðsaðila hafa náð að bjarga megninu af minjagripunum inni í byggingunni, að utantalinni styttu af Kristjáni fjórða sem vó tvö tonn. Mikkelsen segir mikilvægt að Børsen verði byggð í sömu mynd og upprunalega byggingin. „Fyrir mér ætti að byggja hana aftur nákvæmlega eins og Kristján fjórði byggði hana á sínum tíma,“ segir hann. Búist er við að endurbygging Børsen komi til með að kosta meira en milljarð danskra króna, eða tuttugu milljarða íslenskra króna. Mikkelsen segir þó mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa heitið að leggja hönd á plóg við fjármögnun nýrrar bygingar. Hann sé hrærður yfir stuðningnum. Sophie Hæstorp Andersen borgarstjóri í Kaupmannahöfn hefur að auki talað fyrir því að gamla kauphöllin verði endurbyggð. Hún hefur sett sig í samband við Anne Hidalgo, borgarstjóra í París, í þeim tilgangi að fá upplýsingar um endurbæturnar á Notre Dame, en stefnt er á að framkvæmdum við dómkirkjuna ljúki seinna á árinu. Stórbruni í Børsen Danmörk Tengdar fréttir Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. 18. apríl 2024 22:27 Toppurinn á spírunni fundinn: „Margir í sjokki og enn að ná sér“ Viðbragðsaðilar eru enn við störf við Børsen í Kaupmannahöfn. Rannsókn lögreglu á upptökum brunans er hafin en lögregla hefur enn ekki fengið að fara inn í húsið. Danir eru margir í áfalli yfir brunanum og vilji til að fara í endurbyggingu á því. 17. apríl 2024 11:00 Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54 „Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Í samtali við breska ríkisútvarpið segist Brian Mikkelsen, forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur (Dansk Erhverv), hafa tekið á rás að byggingunni um leið og hann heyrði af brunanum. Auk slökkviliðsmanna og samstarfsmanna hafi hann farið inn í bygginguna til þess að bjarga verðmætum. Þá segir hann viðbragðsaðila hafa náð að bjarga megninu af minjagripunum inni í byggingunni, að utantalinni styttu af Kristjáni fjórða sem vó tvö tonn. Mikkelsen segir mikilvægt að Børsen verði byggð í sömu mynd og upprunalega byggingin. „Fyrir mér ætti að byggja hana aftur nákvæmlega eins og Kristján fjórði byggði hana á sínum tíma,“ segir hann. Búist er við að endurbygging Børsen komi til með að kosta meira en milljarð danskra króna, eða tuttugu milljarða íslenskra króna. Mikkelsen segir þó mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa heitið að leggja hönd á plóg við fjármögnun nýrrar bygingar. Hann sé hrærður yfir stuðningnum. Sophie Hæstorp Andersen borgarstjóri í Kaupmannahöfn hefur að auki talað fyrir því að gamla kauphöllin verði endurbyggð. Hún hefur sett sig í samband við Anne Hidalgo, borgarstjóra í París, í þeim tilgangi að fá upplýsingar um endurbæturnar á Notre Dame, en stefnt er á að framkvæmdum við dómkirkjuna ljúki seinna á árinu.
Stórbruni í Børsen Danmörk Tengdar fréttir Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. 18. apríl 2024 22:27 Toppurinn á spírunni fundinn: „Margir í sjokki og enn að ná sér“ Viðbragðsaðilar eru enn við störf við Børsen í Kaupmannahöfn. Rannsókn lögreglu á upptökum brunans er hafin en lögregla hefur enn ekki fengið að fara inn í húsið. Danir eru margir í áfalli yfir brunanum og vilji til að fara í endurbyggingu á því. 17. apríl 2024 11:00 Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54 „Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. 18. apríl 2024 22:27
Toppurinn á spírunni fundinn: „Margir í sjokki og enn að ná sér“ Viðbragðsaðilar eru enn við störf við Børsen í Kaupmannahöfn. Rannsókn lögreglu á upptökum brunans er hafin en lögregla hefur enn ekki fengið að fara inn í húsið. Danir eru margir í áfalli yfir brunanum og vilji til að fara í endurbyggingu á því. 17. apríl 2024 11:00
Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54
„Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“