Fé, fæða og fjármálaáætlun Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2024 08:00 Málefni matvælaráðuneytisins bera oft á góma í samtölum fólks. Það er eðlilegt, á könnu ráðuneytisins eru fjöldi málaflokka sem varða okkar daglega líf, matinn sem við borðum, stórar atvinnugreinar og umhverfið í kringum okkur. Verkefnin framundan í matvælaráðuneytinu byggja á markvissri stefnumótun síðustu ára. Mikil áhersla hefur verið lögð á að skapa langtímasýn í kjarnagreinum matvælaframleiðslu, þar tek ég við góðu búi. Sækjum fram í landbúnaði Í landbúnaði er stefnt að því að efla enn frekar fæðuöryggi, heilnæmi matvöru og velferð dýra. Við erum að auka fjármagn til að efla kornrækt samkvæmt aðgerðaáætlun, um 2 milljarðar á gildistíma áætlunarinnar. Áfram verður unnið að aðgerðum til innleiðingar verndandi arfgerða í íslenska sauðfjárstofninum sem hafa þegar verið fjármagnaðar. Það er mikið kappsmál fyrir okkur öll að þau áform gangi sem best og að við ráðum niðurlögum riðu. Miklum fjármunum hefur verið varið í niðurskurð á sauðfé vegna riðusmita, þá eru ótalin þau skelfilegu félagslegu áhrif sem hún hefur haft á bændur. Gert er ráð fyrir auknum fjárheimildum til lofts¬lagsaðgerða í landbúnaði en loftlagsbreytingar af mannavöldum eru ein helsta áskorunin í matvælaframleiðslu. Unnið hefur verið að endurskoðun aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem matvælaráðuneytið tók virkan þátt í og leiddi endurskoðun aðgerða vegna landbúnaðar og landnotkunar sem og mótun aðgerða vegna haftengdrar starfsemi. Hafið bláa hafið Öflugar hafrannsóknir eru grunnur að því að hér takist að halda úti skilvirkum veiðum og lágmarka þannig losun vegna þeirrar starfsemi. Hafrannsóknir skipta einnig sköpum í lagareldi. En flestum er kunnugt um strok, sjúkdóma og sníkjudýr sem hafa plagað greinina. Það liggur því augum uppi mikilvægi þess að styrkja umgjörð og eftirlit greinarinnar svo að hún hafi tækifæri til að vaxa á sjálfbæran hátt. Í fjármálaáætlun er tryggt fjármagn til Hafrannsóknarstofnunar til rannsókna og vöktunar sem er afar brýnt. Alþingi hefur auk þess tryggt aukna fjárveitingu til rannsókna á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Aukið eftirlit er mikilvægur þáttur í þeim breytingum sem við viljum sjá í greininni. Mannleg mistök eru megin ástæða stroks og er skýrt kveðið á um hert eftirlit og viðurlög við því í frumvarpinu. Þetta tel ég vera mikilvæga þætti í því að treysta sjálfbærni matvælaframleiðslu. Auk þess að skapa kjarnagreinum matvælaframleiðslu skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Þannig sköpum við farsælli framtíð fyrir okkur öll. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landbúnaður Sjávarútvegur Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni matvælaráðuneytisins bera oft á góma í samtölum fólks. Það er eðlilegt, á könnu ráðuneytisins eru fjöldi málaflokka sem varða okkar daglega líf, matinn sem við borðum, stórar atvinnugreinar og umhverfið í kringum okkur. Verkefnin framundan í matvælaráðuneytinu byggja á markvissri stefnumótun síðustu ára. Mikil áhersla hefur verið lögð á að skapa langtímasýn í kjarnagreinum matvælaframleiðslu, þar tek ég við góðu búi. Sækjum fram í landbúnaði Í landbúnaði er stefnt að því að efla enn frekar fæðuöryggi, heilnæmi matvöru og velferð dýra. Við erum að auka fjármagn til að efla kornrækt samkvæmt aðgerðaáætlun, um 2 milljarðar á gildistíma áætlunarinnar. Áfram verður unnið að aðgerðum til innleiðingar verndandi arfgerða í íslenska sauðfjárstofninum sem hafa þegar verið fjármagnaðar. Það er mikið kappsmál fyrir okkur öll að þau áform gangi sem best og að við ráðum niðurlögum riðu. Miklum fjármunum hefur verið varið í niðurskurð á sauðfé vegna riðusmita, þá eru ótalin þau skelfilegu félagslegu áhrif sem hún hefur haft á bændur. Gert er ráð fyrir auknum fjárheimildum til lofts¬lagsaðgerða í landbúnaði en loftlagsbreytingar af mannavöldum eru ein helsta áskorunin í matvælaframleiðslu. Unnið hefur verið að endurskoðun aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem matvælaráðuneytið tók virkan þátt í og leiddi endurskoðun aðgerða vegna landbúnaðar og landnotkunar sem og mótun aðgerða vegna haftengdrar starfsemi. Hafið bláa hafið Öflugar hafrannsóknir eru grunnur að því að hér takist að halda úti skilvirkum veiðum og lágmarka þannig losun vegna þeirrar starfsemi. Hafrannsóknir skipta einnig sköpum í lagareldi. En flestum er kunnugt um strok, sjúkdóma og sníkjudýr sem hafa plagað greinina. Það liggur því augum uppi mikilvægi þess að styrkja umgjörð og eftirlit greinarinnar svo að hún hafi tækifæri til að vaxa á sjálfbæran hátt. Í fjármálaáætlun er tryggt fjármagn til Hafrannsóknarstofnunar til rannsókna og vöktunar sem er afar brýnt. Alþingi hefur auk þess tryggt aukna fjárveitingu til rannsókna á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Aukið eftirlit er mikilvægur þáttur í þeim breytingum sem við viljum sjá í greininni. Mannleg mistök eru megin ástæða stroks og er skýrt kveðið á um hert eftirlit og viðurlög við því í frumvarpinu. Þetta tel ég vera mikilvæga þætti í því að treysta sjálfbærni matvælaframleiðslu. Auk þess að skapa kjarnagreinum matvælaframleiðslu skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Þannig sköpum við farsælli framtíð fyrir okkur öll. Höfundur er matvælaráðherra.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun