Mikill mannskaði eftir sögulegt úrhelli í eyðimörkinni Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2024 13:31 Að minnsta kosti 21 er látinn eftir gríðarlegt úrhelli á Arabíuskaga í vikunni. AP/Jon Gambrell Minnst tuttugu eru látnir í Óman og einn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir fordæmalausa úrkomu á tá Arabíuskagans á þriðjudaginn og í gær. Skyndiflóð fóru víða yfir og sat fólk fast víða í umferð og á flugvöllum. Talið er að svæðið hafi fengið ársúrkomu á einungis einum sólarhring. Rigning mældist 25,95 sentímetrar í SAF á þriðjudaginn og segja ríkismiðlar þar í landi að engin álíka úrkoma hafi mælst þar frá því mælingar hófust árið 1949, samkvæmt frétt BBC. BBC segir vegi víða enn lokaða og jafnvel að ökumenn sitji enn fastir í bílum sínum í einhverjum tilfellum. Þá er búist við frekari rigningu á næstu dögum. Sérfræðingar hafa lengi varað við aukningu öfga í veðri í heiminum, sem rekja megi til veðurfarsbreytinga af mannavöldum. Því hefur verið haldið fram að í þessu tilfelli hafi rigningin verið framkölluð af mönnum. Ekkert bendir þó til þess að það eigi við rök að styðjast, samkvæmt veðurfræðingum sem ræddu við AP fréttaveituna. Þegar rigning sé framkölluð leiði það alls ekki til svo mikillar rigningar og í raun sé deilt um það hvort það virki í raun og veru að reyna að framkalla rigningu. Þá benda þeir til þess að líkön höfðu spáð fyrir um mikla rigningu á svæðinu, að minnsta kosti sex dögum áður en hún skall á. Þeir segja úrhellið eiga sér eðlilegar skýringar og segja að þeir sem haldi því fram að rigningin hafi verið framkölluð viljandi, séu yfirleitt menn sem trúi ekki á veðurfarsbreytingar af mannavöldum. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni. Sameinuðu arabísku furstadæmin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Eins og hálfs árs úrkoma á einum sólarhring í Dubai Gríðarlega mikil úrkoma hefur fallið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vikunni, sú mesta í 75 ár. Einn er látinn, 70 ára maður, í Ras Al-Khaimah. 17. apríl 2024 08:59 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Talið er að svæðið hafi fengið ársúrkomu á einungis einum sólarhring. Rigning mældist 25,95 sentímetrar í SAF á þriðjudaginn og segja ríkismiðlar þar í landi að engin álíka úrkoma hafi mælst þar frá því mælingar hófust árið 1949, samkvæmt frétt BBC. BBC segir vegi víða enn lokaða og jafnvel að ökumenn sitji enn fastir í bílum sínum í einhverjum tilfellum. Þá er búist við frekari rigningu á næstu dögum. Sérfræðingar hafa lengi varað við aukningu öfga í veðri í heiminum, sem rekja megi til veðurfarsbreytinga af mannavöldum. Því hefur verið haldið fram að í þessu tilfelli hafi rigningin verið framkölluð af mönnum. Ekkert bendir þó til þess að það eigi við rök að styðjast, samkvæmt veðurfræðingum sem ræddu við AP fréttaveituna. Þegar rigning sé framkölluð leiði það alls ekki til svo mikillar rigningar og í raun sé deilt um það hvort það virki í raun og veru að reyna að framkalla rigningu. Þá benda þeir til þess að líkön höfðu spáð fyrir um mikla rigningu á svæðinu, að minnsta kosti sex dögum áður en hún skall á. Þeir segja úrhellið eiga sér eðlilegar skýringar og segja að þeir sem haldi því fram að rigningin hafi verið framkölluð viljandi, séu yfirleitt menn sem trúi ekki á veðurfarsbreytingar af mannavöldum. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Eins og hálfs árs úrkoma á einum sólarhring í Dubai Gríðarlega mikil úrkoma hefur fallið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vikunni, sú mesta í 75 ár. Einn er látinn, 70 ára maður, í Ras Al-Khaimah. 17. apríl 2024 08:59 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Eins og hálfs árs úrkoma á einum sólarhring í Dubai Gríðarlega mikil úrkoma hefur fallið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vikunni, sú mesta í 75 ár. Einn er látinn, 70 ára maður, í Ras Al-Khaimah. 17. apríl 2024 08:59