Er of mikill hiti í hleðslunni hjá þér? Ágúst Mogensen skrifar 18. apríl 2024 09:31 Við leiðum sjaldnast hugann að snúrum, en á hverju heimili má að jafnaði finna tugi metra af rafmagnssnúrum sem liggja flestar í leyni meðfram veggjum og undir húsgögnum. Þó þær þyki ekki mikið prýði er hlutverk þeirra mikilvægt, enda sjá þær til þess að rafmagn berist í þau fjölmörgu rafmagnstæki sem meðal fjölskylda þarf á að halda daglega í leik og starfi. En samhliða fjölgun heimilis- og farartækja sem ganga fyrir rafhlöðum hafa brunar vegna hleðslu raftækja færst í aukanna. Þekktustu tækin eru símar, fartölvur og rafmagnshjól af ýmsu tagi. Á síðasta ári var grunur um a.m.k tólf elda sem rekja mátti til hleðslu rafhlaupahjóla, en árin á undan voru þeir að meðaltali fimm skv. upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Dæmi eru um rafmagnselda sem rekja má til hleðslu fartölva og rafmagnstækja eins og hleðsluborvéla. Hér eru ótalin þau skipti sem fólk kemur að tækinu sínu eftir hleðslu þegar snúran er byrjuð að bráðna og heppni að ekki fór verr. Af þessum sökum er mikilvægt að ítreka mikilvæg forvarna og umgengnisreglna við hleðslu rafmagnstækja. Ofhitnun hleðslutækja Þó framfarir í tækni hafi gert hleðslu hraðari og skilvirkari, hafa þær einnig getið af sér nýjar áhættur ef varúðarráðstafanir eru ekki gerðar. Ein helsta hættan sem tengist hleðslu er hættan á ofhitnun. Þegar tæki er tengt við hleðslu dregur það rafmagn frá aflgjafanum til að endurnýja rafhlöðuna. Í þessu ferli er orku breytt í hita sem getur valdið því að tækið verður hlýtt viðkomu. Þó að einhver hitamyndun sé eðlileg, getur of mikil hitauppsöfnun leitt til ofhitnunar, sem aftur eykur hættu á eldi. Er skemmd á rafhlöðunni? Ef það er sjáanleg skemmd á tækinu þínu/rafhlöðunni eftir t.d. að þú misstir það í gólfið þá er öruggast að fá nýja rafhlöðu. Skemmdar rafhlöður eru algeng ástæða eldsvoða og á þessu sviði eigum við ekki að spara við okkur. Ekki reyna að laga rafhlöðuna eða líma hana saman. Vinnueftirlitið í Bandaríkjunum (OSHA) hefur bent á þessa hættu þar sem mörg tæki sem við notum við vinnu eru með liþíum rafhlöðu. Þráðlausar myndavélar, talstöðvar og handverkfæri nota undantekningarlaust þessa gerð rafhlaðna. Ertu að ofhlaða? Með ofhleðslu er átt við þegar rafmagnstæki er áfram tengt við hleðslutæki eftir að það hefur náð fullri hleðslu. Ofhleðsla eyðir ekki aðeins orku heldur myndar einnig óþarfa hita, sem veldur auknu álagi á rafhlöðu og innri íhluti. Í sumum tilfellum getur þetta leitt til niðurbrots rafhlöðunnar, bólgu og, í versta falli rafhlöðuelda. Skoðaðu gæði hleðslutækis Það er alltaf öruggast að nota hleðslutæki frá framleiðanda tækisins sem er verið að hlaða. Notkun á fölsuðum eða lággæða hleðslutækjum og snúrum sem uppfylla ekki öryggisstaðla ber að varast. Þessir ódýrt framleiddu fylgihlutir eru ef til vill ekki með rétta einangrun eða öryggi sem eykur líkurnar á rafmagnsbilunum og skammhlaupum. Verið gagnrýnin á allar hleðslusnúrur og takið sjáanlega laskaðar eða viðgerðar snúrur úr umferð. Gætum þess að spara ekki aurinn með því að henda krónunum. Veldu vel staðinn til að hlaða Raftæki er best að hlaða á föstu, óeldfimu undirlagi þar sem loftar um þau. Flestir eru nokkuð grunlausir þegar kemur að hleðslu tækja sem nota liþíum rafhlöður enda treystum við því að varan sé örugg. Alla jafna eru vottuð raftæki örugg en við þurfum samt að fylgjast með ástandi þeirra af og til. Vörumst að hafa hleðslutæki í notkun innan um eldfimt undirlag eða yfirbreiðslur og hafið reykskynjara í svefnherbergjum. Hleðslu- og rafmagnstæki sem eru upp í rúmi, liggja á eða undir sæng, púða eða kodda, valda eldhættu. Ekki hengja föt á rafmagnshjól í hleðslu. Best er að rafhlaupahjól og hleðslutæki standi á steingólfi eða álíka fleti. Hvernig slekk ég eldinn? Ef þú metur stöðuna þannig að eldur og reykur sé of mikill þá lokar þú dyrunum, hringir í 112, aðvarar fólk í kringum þig og yfirgefur húsnæðið. Líf og heilsa er alltaf forgangsatriði. Efnahvörf geta verið öflug og gosið úr liþíum rafhlöðu eins og lítilli flugeldaköku. Haltu því fjarlægð og gættu að því að eldurinn getur gosið upp aftur. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Rafhlaupahjól Tryggingar Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við leiðum sjaldnast hugann að snúrum, en á hverju heimili má að jafnaði finna tugi metra af rafmagnssnúrum sem liggja flestar í leyni meðfram veggjum og undir húsgögnum. Þó þær þyki ekki mikið prýði er hlutverk þeirra mikilvægt, enda sjá þær til þess að rafmagn berist í þau fjölmörgu rafmagnstæki sem meðal fjölskylda þarf á að halda daglega í leik og starfi. En samhliða fjölgun heimilis- og farartækja sem ganga fyrir rafhlöðum hafa brunar vegna hleðslu raftækja færst í aukanna. Þekktustu tækin eru símar, fartölvur og rafmagnshjól af ýmsu tagi. Á síðasta ári var grunur um a.m.k tólf elda sem rekja mátti til hleðslu rafhlaupahjóla, en árin á undan voru þeir að meðaltali fimm skv. upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Dæmi eru um rafmagnselda sem rekja má til hleðslu fartölva og rafmagnstækja eins og hleðsluborvéla. Hér eru ótalin þau skipti sem fólk kemur að tækinu sínu eftir hleðslu þegar snúran er byrjuð að bráðna og heppni að ekki fór verr. Af þessum sökum er mikilvægt að ítreka mikilvæg forvarna og umgengnisreglna við hleðslu rafmagnstækja. Ofhitnun hleðslutækja Þó framfarir í tækni hafi gert hleðslu hraðari og skilvirkari, hafa þær einnig getið af sér nýjar áhættur ef varúðarráðstafanir eru ekki gerðar. Ein helsta hættan sem tengist hleðslu er hættan á ofhitnun. Þegar tæki er tengt við hleðslu dregur það rafmagn frá aflgjafanum til að endurnýja rafhlöðuna. Í þessu ferli er orku breytt í hita sem getur valdið því að tækið verður hlýtt viðkomu. Þó að einhver hitamyndun sé eðlileg, getur of mikil hitauppsöfnun leitt til ofhitnunar, sem aftur eykur hættu á eldi. Er skemmd á rafhlöðunni? Ef það er sjáanleg skemmd á tækinu þínu/rafhlöðunni eftir t.d. að þú misstir það í gólfið þá er öruggast að fá nýja rafhlöðu. Skemmdar rafhlöður eru algeng ástæða eldsvoða og á þessu sviði eigum við ekki að spara við okkur. Ekki reyna að laga rafhlöðuna eða líma hana saman. Vinnueftirlitið í Bandaríkjunum (OSHA) hefur bent á þessa hættu þar sem mörg tæki sem við notum við vinnu eru með liþíum rafhlöðu. Þráðlausar myndavélar, talstöðvar og handverkfæri nota undantekningarlaust þessa gerð rafhlaðna. Ertu að ofhlaða? Með ofhleðslu er átt við þegar rafmagnstæki er áfram tengt við hleðslutæki eftir að það hefur náð fullri hleðslu. Ofhleðsla eyðir ekki aðeins orku heldur myndar einnig óþarfa hita, sem veldur auknu álagi á rafhlöðu og innri íhluti. Í sumum tilfellum getur þetta leitt til niðurbrots rafhlöðunnar, bólgu og, í versta falli rafhlöðuelda. Skoðaðu gæði hleðslutækis Það er alltaf öruggast að nota hleðslutæki frá framleiðanda tækisins sem er verið að hlaða. Notkun á fölsuðum eða lággæða hleðslutækjum og snúrum sem uppfylla ekki öryggisstaðla ber að varast. Þessir ódýrt framleiddu fylgihlutir eru ef til vill ekki með rétta einangrun eða öryggi sem eykur líkurnar á rafmagnsbilunum og skammhlaupum. Verið gagnrýnin á allar hleðslusnúrur og takið sjáanlega laskaðar eða viðgerðar snúrur úr umferð. Gætum þess að spara ekki aurinn með því að henda krónunum. Veldu vel staðinn til að hlaða Raftæki er best að hlaða á föstu, óeldfimu undirlagi þar sem loftar um þau. Flestir eru nokkuð grunlausir þegar kemur að hleðslu tækja sem nota liþíum rafhlöður enda treystum við því að varan sé örugg. Alla jafna eru vottuð raftæki örugg en við þurfum samt að fylgjast með ástandi þeirra af og til. Vörumst að hafa hleðslutæki í notkun innan um eldfimt undirlag eða yfirbreiðslur og hafið reykskynjara í svefnherbergjum. Hleðslu- og rafmagnstæki sem eru upp í rúmi, liggja á eða undir sæng, púða eða kodda, valda eldhættu. Ekki hengja föt á rafmagnshjól í hleðslu. Best er að rafhlaupahjól og hleðslutæki standi á steingólfi eða álíka fleti. Hvernig slekk ég eldinn? Ef þú metur stöðuna þannig að eldur og reykur sé of mikill þá lokar þú dyrunum, hringir í 112, aðvarar fólk í kringum þig og yfirgefur húsnæðið. Líf og heilsa er alltaf forgangsatriði. Efnahvörf geta verið öflug og gosið úr liþíum rafhlöðu eins og lítilli flugeldaköku. Haltu því fjarlægð og gættu að því að eldurinn getur gosið upp aftur. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun