Fara yfir vopnahléstillögu „ósveigjanlegra“ Ísraela Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2024 15:08 Palestínumenn á flótta undan loftárásum Ísraela á borgina Khan Younis á sunnanverðri Gasaströndinni í janúar. AP/Fatima Shbair Hamas-samtökin, sem ráða ríkjum á Gasa segjast nú fara yfir vopnahléstillögu sem Ísraelar lögðu fram þrátt fyrir að hún uppfylli ekki skilyrði samtakanna. Þau saka Ísraela um ósveigjanleika í viðræðum. Samningamenn Hamas og ísraelskra stjórnvalda hafa fundað í Kaíró í Egyptalandi ásamt katörskum og egypskum millgöngumönnum. William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefur einnig verið viðstaddur viðræðurnar. Fulltrúar Hamas fóru heim frá Kaíró í gær til skrafs og ráðagerðar. Basem Naim, háttsettur Hamas-liði, sagði viðræðurnar í bið og að nýjasta tillaga Ísraela væri skref aftur á bak í gær. Tillagan gæti ekki verið grundvöllur vopnahléssamkomulags. Ríkisstjórn Ísraels fundar um gang viðræðnanna í dag, að sögn Washington Post. Í yfirlýsingu sem Hamas-samtökin sendu frá sér í dag segjast þau enn fara yfir tillöguna og ætla að svara milligöngumönnum viðræðnanna formlega. „Hreyfingin hefur áhuga á að því að ná samkomulagi sem bindur enda á árásina á þjóð okkar. Þrátt fyrir það er afstaða Ísraela enn ósveigjanleg og uppfyllir ekki nein skilyrði þjóðar okkar og uppreisnar,“ sagði í yfirlýsingu Hamas. Forsendur Hamas fyrir vopnahléi eru að Ísraelar hætti árásum sínum á Gasa, dragi herlið sitt þaðan og leyfi íbúum að snúa aftur til síns heima. Ísraelar krefjast þess á móti að Hamas sleppi öllum gíslunum sem samtökin tóku í hryðjuverkaárás sinni 7. október og leiðtogar samtakanna gefist upp. Þeir hafa lýst sig tilbúna til þess að skipta á fangelsuðum Palestínumönnum fyrir gíslana en ekki til þess að hætta hernaðinum. Enn eru 133 af þeim 253 Hamas-liðar rændu í október í haldi samtakanna. Viðræðurnar hafa snúist um lausn á fjörutíu þeirra til að byrja með, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, segir að um 33.360 Palestínumenn hafi fallið frá því að Ísraelar hófu hernað sinn. Ísraelar segja að vígamenn Hamas hafi drepið um 1.200 manns í hryðjuverkaárásinni í sunnanverðu landinu sem varð kveikjan að nýjasta stríði þeirra. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Egyptar, Jórdanir og Frakkar vara við áhlaupi á Rafah Leiðtogar Egyptalands, Jórdaníu og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem Ísraelar eru eindregið varaðir við því að ráðast inn í Rafah á Gasa. Slík árás myndi hafa hættulegar afleiðingar. 9. apríl 2024 06:55 Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. 8. apríl 2024 11:54 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sjá meira
Samningamenn Hamas og ísraelskra stjórnvalda hafa fundað í Kaíró í Egyptalandi ásamt katörskum og egypskum millgöngumönnum. William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefur einnig verið viðstaddur viðræðurnar. Fulltrúar Hamas fóru heim frá Kaíró í gær til skrafs og ráðagerðar. Basem Naim, háttsettur Hamas-liði, sagði viðræðurnar í bið og að nýjasta tillaga Ísraela væri skref aftur á bak í gær. Tillagan gæti ekki verið grundvöllur vopnahléssamkomulags. Ríkisstjórn Ísraels fundar um gang viðræðnanna í dag, að sögn Washington Post. Í yfirlýsingu sem Hamas-samtökin sendu frá sér í dag segjast þau enn fara yfir tillöguna og ætla að svara milligöngumönnum viðræðnanna formlega. „Hreyfingin hefur áhuga á að því að ná samkomulagi sem bindur enda á árásina á þjóð okkar. Þrátt fyrir það er afstaða Ísraela enn ósveigjanleg og uppfyllir ekki nein skilyrði þjóðar okkar og uppreisnar,“ sagði í yfirlýsingu Hamas. Forsendur Hamas fyrir vopnahléi eru að Ísraelar hætti árásum sínum á Gasa, dragi herlið sitt þaðan og leyfi íbúum að snúa aftur til síns heima. Ísraelar krefjast þess á móti að Hamas sleppi öllum gíslunum sem samtökin tóku í hryðjuverkaárás sinni 7. október og leiðtogar samtakanna gefist upp. Þeir hafa lýst sig tilbúna til þess að skipta á fangelsuðum Palestínumönnum fyrir gíslana en ekki til þess að hætta hernaðinum. Enn eru 133 af þeim 253 Hamas-liðar rændu í október í haldi samtakanna. Viðræðurnar hafa snúist um lausn á fjörutíu þeirra til að byrja með, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, segir að um 33.360 Palestínumenn hafi fallið frá því að Ísraelar hófu hernað sinn. Ísraelar segja að vígamenn Hamas hafi drepið um 1.200 manns í hryðjuverkaárásinni í sunnanverðu landinu sem varð kveikjan að nýjasta stríði þeirra.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Egyptar, Jórdanir og Frakkar vara við áhlaupi á Rafah Leiðtogar Egyptalands, Jórdaníu og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem Ísraelar eru eindregið varaðir við því að ráðast inn í Rafah á Gasa. Slík árás myndi hafa hættulegar afleiðingar. 9. apríl 2024 06:55 Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. 8. apríl 2024 11:54 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sjá meira
Egyptar, Jórdanir og Frakkar vara við áhlaupi á Rafah Leiðtogar Egyptalands, Jórdaníu og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem Ísraelar eru eindregið varaðir við því að ráðast inn í Rafah á Gasa. Slík árás myndi hafa hættulegar afleiðingar. 9. apríl 2024 06:55
Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. 8. apríl 2024 11:54