Reka tvo og refsa fleirum vegna árása á hjálparstarfsmenn Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2024 11:21 Íbúar Gasa skoða einn af bílnum sem árás var gerð á. AP/Abdel Kareem Hana Tveimur yfirmönnum í ísraelska hernum hefur verið vikið úr starfi í kjölfar rannsóknar á mannskæðum loftárásum á hjálparstarfsmenn World Central Kitchen. Rannsakendur segja alvarleg mistök hafa verið gerð og starfsreglur hersins hafi verið brotnar þegar árásirnar voru gerðar. Sjö starfsmenn WCK féllu þegar þrír merktir bílar hjálparsamtakanna voru sprengdir fyrr í vikunni. Verið var að ferja matvæli sem höfðu komið sjóleiðina í vöruhús þegar sprengjum var varpað á bílana úr lofti. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur lýst árásunum sem mögulegum stríðsglæp. Sjá einnig: Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Hermenn segjast hafa talið að sendiferðabílarnir þrír sem sprengdir voru hafi innihaldið Hamas-liða. Einn talsmanna ísraelska hersins segir að árásirnar hefðu aldrei átt að eiga sér stað. Einum major og einum ofursta hefur verið vikið úr stafi. Þá verða fleiri yfirmenn hersins ávíttir í starfi. Þá segja forsvarsmenn hersins að lært verði af atvikinu og komið verði í veg fyrir sambærileg mistök í framtíðinni. True strength of the @IDF lies in the humility to acknowledge errors, the courage to make amends, and the resolve to learn from them.After presenting the findings to the Ambassadors of the relevant countries and the World Central Kitchen, the IDF shares the information with the pic.twitter.com/nWNRHJDBaF— Lt. Col. (R) Peter Lerner (@LTCPeterLerner) April 5, 2024 Þrýstingur á Ísraela hefur aukist mjög vegna mikils mannfalls meðal óbreyttra borgara og gífurlegrar eyðileggingar á Gasa vegna stríðs Ísraela gegn Hamas-samtökunum. Aðstæður á Gasaströndinni eru sagðar verulega slæmar fyrir rúmar tvær milljónir íbúa svæðisins og er hungursneyð yfirvofandi. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, tilkynnti í morgun að flæði neyðargagna inn á Gasa yrði aukið og nýtt landamærahlið milli Ísrael og Gasa yrði opnað. „Lítil huggun“ Forsvarsmenn WCK segja ísraelska herinn hafa tekið mikilvæg skref en þeirra eigin rannsókn síni að starfsreglur og viðmið hafi verið brotin. Staðfest hafi verið að hjálparstarfsmenn samtakanna hafi fylgt reglum og Ísraelar hafi ekki útskýrt af hverju árásir voru gerðar á bílalestina. „Afsökunarbeiðnir þeirra vegna svívirðilegra dauðsfalla kollega okkar eru lítil huggun,“ segir Erin Gore, framkvæmdastjóri WCK í yfirlýsingu. Umfangsmiklar og kerfisbundnar breytingar þurfi til að koma í veg fyrir frekari mistök, frekari afsökunarbeiðnir og syrgjandi fjölskyldur. „Stærsta ástæða þessar óréttmætu skothríðar á bílalest okkar er mikill matvælaskortur á Gasa,“ segir í yfirlýsingu frá WCK. Þá segir þar að Ísraelar þurfi allra fyrst að bæta úr því, auka flæði matvæla og lyfja til Gasa, ef þeim sé alvara með að styðja við hjálparstarf á svæðinu. „Það er ekki nóg að reyna að forðast frekari dauðsföll hjálparstarfsmanna,“ segir José Andrés, stofnandi WCK. „Allir borgarar þurfa vernd og allt saklaust fólk Gasa þarf mat og öryggi. Einnig þarf að sleppa öllum gíslunum.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Hjálparstarf Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Sjö starfsmenn WCK féllu þegar þrír merktir bílar hjálparsamtakanna voru sprengdir fyrr í vikunni. Verið var að ferja matvæli sem höfðu komið sjóleiðina í vöruhús þegar sprengjum var varpað á bílana úr lofti. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur lýst árásunum sem mögulegum stríðsglæp. Sjá einnig: Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Hermenn segjast hafa talið að sendiferðabílarnir þrír sem sprengdir voru hafi innihaldið Hamas-liða. Einn talsmanna ísraelska hersins segir að árásirnar hefðu aldrei átt að eiga sér stað. Einum major og einum ofursta hefur verið vikið úr stafi. Þá verða fleiri yfirmenn hersins ávíttir í starfi. Þá segja forsvarsmenn hersins að lært verði af atvikinu og komið verði í veg fyrir sambærileg mistök í framtíðinni. True strength of the @IDF lies in the humility to acknowledge errors, the courage to make amends, and the resolve to learn from them.After presenting the findings to the Ambassadors of the relevant countries and the World Central Kitchen, the IDF shares the information with the pic.twitter.com/nWNRHJDBaF— Lt. Col. (R) Peter Lerner (@LTCPeterLerner) April 5, 2024 Þrýstingur á Ísraela hefur aukist mjög vegna mikils mannfalls meðal óbreyttra borgara og gífurlegrar eyðileggingar á Gasa vegna stríðs Ísraela gegn Hamas-samtökunum. Aðstæður á Gasaströndinni eru sagðar verulega slæmar fyrir rúmar tvær milljónir íbúa svæðisins og er hungursneyð yfirvofandi. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, tilkynnti í morgun að flæði neyðargagna inn á Gasa yrði aukið og nýtt landamærahlið milli Ísrael og Gasa yrði opnað. „Lítil huggun“ Forsvarsmenn WCK segja ísraelska herinn hafa tekið mikilvæg skref en þeirra eigin rannsókn síni að starfsreglur og viðmið hafi verið brotin. Staðfest hafi verið að hjálparstarfsmenn samtakanna hafi fylgt reglum og Ísraelar hafi ekki útskýrt af hverju árásir voru gerðar á bílalestina. „Afsökunarbeiðnir þeirra vegna svívirðilegra dauðsfalla kollega okkar eru lítil huggun,“ segir Erin Gore, framkvæmdastjóri WCK í yfirlýsingu. Umfangsmiklar og kerfisbundnar breytingar þurfi til að koma í veg fyrir frekari mistök, frekari afsökunarbeiðnir og syrgjandi fjölskyldur. „Stærsta ástæða þessar óréttmætu skothríðar á bílalest okkar er mikill matvælaskortur á Gasa,“ segir í yfirlýsingu frá WCK. Þá segir þar að Ísraelar þurfi allra fyrst að bæta úr því, auka flæði matvæla og lyfja til Gasa, ef þeim sé alvara með að styðja við hjálparstarf á svæðinu. „Það er ekki nóg að reyna að forðast frekari dauðsföll hjálparstarfsmanna,“ segir José Andrés, stofnandi WCK. „Allir borgarar þurfa vernd og allt saklaust fólk Gasa þarf mat og öryggi. Einnig þarf að sleppa öllum gíslunum.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Hjálparstarf Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira