Umfang mannréttindabrota í Haítí sagt fordæmalaust Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2024 16:58 Til átaka kom milli lögregluþjóna og meðlima glæpagengja við forsetahöll Haítí í vikunni. AP/Odelyn Joseph Tugir þúsunda hafa flúið ofbeldið og átökin Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, á undanförnum vikum. Glæpagengi stjórna stórum hlutum borgarinnar og hafa glæpamenn rænt, skemmt og brennt fyrirtæki, apótek og skóla. Glæpamenn réðust einnig nýverið á tvö stærstu fangelsi landsins og slepptu flestum föngunum út. Þá réðust glæpamenn á forsetahöll Haítí á mánudaginn en lögregluþjónum tókst að stöðva þá. Ekki tókst hins vegar að stöðva glæpamenn sem settust að í sjúkrahúsi nærri forsetahöllinni en samkvæmt frétt BBC nota þeir sjúkrahúsið nú sem bækistöðvar sínar. Sameinuðu þjóðirnar áætla að á milli 8. og 27. mars hafi rúmlega 53 þúsund af um þremur milljónum Port-au-Prince flúið borgina. Varað er við því að landsbyggð Haítí hefur varla burði til að meðhöndla umfangsmikinn fólksflótta frá borginni. Flestir sem hafa flúið Port-au-Prince hafa farið til suðurhluta landsins, þar sem fólk er enn að reyna að endurbyggja eftir kröftugan jarðskjálfta sem lék ríkið grátt árið 2021, samkvæmt frétt Reuters. Volker Turk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við því í gær að umfang mannréttindabrota í Haítí væri fordæmalaust í nútímasögu ríkisins. Mannrán og morð væru tíð og kynferðislegt ofbeldi umfangsmikið. Þá hafa átökin komið í veg fyrir að hægt sé að flytja nauðsynjar til íbúa höfuðborgarinnar. Mikil óreiða Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur árið 2021. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Ariel Henry, síðasti forsætisráðherrann sem Moise skipaði, hefur sinnt embætti forseta síðan þá. Glæpagengi í landinu, sem eru gífurlega valdamikil og stjórna í raun mest allri höfuðborg Haítí, hafa reynt að myrða hann á undanförnum árum. Henry hefur ekki viljað halda kosningar, sem hafa ekki verið haldnar á Haítí í nærri því áratug. Hann hafði samið við stjórnarandstæðinga um að stíga til hliðar þann 7. febrúar og halda kosningar en hefur ekki staðið við það. Henry fór nýverið til Kenía í leit að alþjóðlegri aðstoð vegna öryggisástandsins í Haítí og þá tóku leiðtogar glæpagengja höndum saman gegn yfirvöldum, með því markmiði að koma Henry frá völdum. Hann samþykkti nýverið að stíga til hliðar og var stjórnarráð myndað í síðustu viku. Það hefur enn ekki gripið til neinna aðgerða. Haítí Tengdar fréttir Vargöld í Haítí Miklar óeirðir og átök voru í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí um helgina. Þungvopnuð gengi réðust á þjóðhöllina og kveiktu í húsnæði innanríkisráðuneytisins. Þetta kemur í kjölfar árásar á alþjóðaflugvöllinn, en lokað er fyrir alla flugumferð. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, kemst ekki inn í landið. 11. mars 2024 16:34 „Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4. mars 2024 14:45 Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. 4. mars 2024 07:51 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Glæpamenn réðust einnig nýverið á tvö stærstu fangelsi landsins og slepptu flestum föngunum út. Þá réðust glæpamenn á forsetahöll Haítí á mánudaginn en lögregluþjónum tókst að stöðva þá. Ekki tókst hins vegar að stöðva glæpamenn sem settust að í sjúkrahúsi nærri forsetahöllinni en samkvæmt frétt BBC nota þeir sjúkrahúsið nú sem bækistöðvar sínar. Sameinuðu þjóðirnar áætla að á milli 8. og 27. mars hafi rúmlega 53 þúsund af um þremur milljónum Port-au-Prince flúið borgina. Varað er við því að landsbyggð Haítí hefur varla burði til að meðhöndla umfangsmikinn fólksflótta frá borginni. Flestir sem hafa flúið Port-au-Prince hafa farið til suðurhluta landsins, þar sem fólk er enn að reyna að endurbyggja eftir kröftugan jarðskjálfta sem lék ríkið grátt árið 2021, samkvæmt frétt Reuters. Volker Turk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við því í gær að umfang mannréttindabrota í Haítí væri fordæmalaust í nútímasögu ríkisins. Mannrán og morð væru tíð og kynferðislegt ofbeldi umfangsmikið. Þá hafa átökin komið í veg fyrir að hægt sé að flytja nauðsynjar til íbúa höfuðborgarinnar. Mikil óreiða Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur árið 2021. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Ariel Henry, síðasti forsætisráðherrann sem Moise skipaði, hefur sinnt embætti forseta síðan þá. Glæpagengi í landinu, sem eru gífurlega valdamikil og stjórna í raun mest allri höfuðborg Haítí, hafa reynt að myrða hann á undanförnum árum. Henry hefur ekki viljað halda kosningar, sem hafa ekki verið haldnar á Haítí í nærri því áratug. Hann hafði samið við stjórnarandstæðinga um að stíga til hliðar þann 7. febrúar og halda kosningar en hefur ekki staðið við það. Henry fór nýverið til Kenía í leit að alþjóðlegri aðstoð vegna öryggisástandsins í Haítí og þá tóku leiðtogar glæpagengja höndum saman gegn yfirvöldum, með því markmiði að koma Henry frá völdum. Hann samþykkti nýverið að stíga til hliðar og var stjórnarráð myndað í síðustu viku. Það hefur enn ekki gripið til neinna aðgerða.
Haítí Tengdar fréttir Vargöld í Haítí Miklar óeirðir og átök voru í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí um helgina. Þungvopnuð gengi réðust á þjóðhöllina og kveiktu í húsnæði innanríkisráðuneytisins. Þetta kemur í kjölfar árásar á alþjóðaflugvöllinn, en lokað er fyrir alla flugumferð. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, kemst ekki inn í landið. 11. mars 2024 16:34 „Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4. mars 2024 14:45 Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. 4. mars 2024 07:51 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Vargöld í Haítí Miklar óeirðir og átök voru í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí um helgina. Þungvopnuð gengi réðust á þjóðhöllina og kveiktu í húsnæði innanríkisráðuneytisins. Þetta kemur í kjölfar árásar á alþjóðaflugvöllinn, en lokað er fyrir alla flugumferð. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, kemst ekki inn í landið. 11. mars 2024 16:34
„Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4. mars 2024 14:45
Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. 4. mars 2024 07:51