Rafmyntakóngurinn í 25 ára fangelsi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2024 16:44 Sam Bankman-Fried er að fara í fangelsi. AP/Mary Altaffer Sam Bankman-Fried, oft þekktur sem „rafmyntakóngurinn“, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa af viðskiptavinum sínum milljónir dala. Bankman-Fried er stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, en hann var ákærður fyrir stórfelld fjársvik í tengslum við FTX, sem var um tíma þriðja stærsta rafmyntakauphöll heims. FTX fór á hausinn 2022. Bankman- Fried var meðal annars gefið að sök að hafa veitt milljörðum dollara af fjármunum viðskiptavina til annars fyrirtækis í hans eigu sem stóð í áhættufjárfestingum. Hinn 32 ára Bankman-Fried var fundinn sekur um fjársvik og peningaþvætti í nóvember á síðasta ári, en í dag varð ljóst að hann myndi verja næstu 25 árum bak við lás og slá. Verjendur hans höfðu lagt til fimm til sex og hálfs árs fangelsi, á meðan saksóknarar í málinu fóru fram á 50 ára fangelsisdóm. Fyrir dómi í dag viðurkenndi Bankman-Fried að hafa tekið „röð slæmra ákvarðana“ sem ásæki hann á hverjum degi. Hann baðst þó ekki beinnar afsökunar á brotum sínum. Þá höfðu verjendur hans haldið því fram að varna hefði mátt falli FTX ef meiri tími hefði verið til stefnu. Þessu hafnaði dómarinn í málinu og sagði Bankman-Fried ekki hafa sagt eitt iðrunarorð um glæpi sína. Gjaldþrot FTX Rafmyntir Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. 3. nóvember 2023 07:57 Segja Bankman-Fried lifa á vatni og brauði í tugthúsinu Verjandi Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, sagði að hann lifði aðeins á vatni og brauði í fangelsi vegna þess að honum væri ekki boðið upp á veganfæði þar. Bankman-Fried neitaði sök þegar saksóknarar lögðu fram uppfærða ákæru á hendur honum í dag. 22. ágúst 2023 15:32 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira
Bankman-Fried er stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, en hann var ákærður fyrir stórfelld fjársvik í tengslum við FTX, sem var um tíma þriðja stærsta rafmyntakauphöll heims. FTX fór á hausinn 2022. Bankman- Fried var meðal annars gefið að sök að hafa veitt milljörðum dollara af fjármunum viðskiptavina til annars fyrirtækis í hans eigu sem stóð í áhættufjárfestingum. Hinn 32 ára Bankman-Fried var fundinn sekur um fjársvik og peningaþvætti í nóvember á síðasta ári, en í dag varð ljóst að hann myndi verja næstu 25 árum bak við lás og slá. Verjendur hans höfðu lagt til fimm til sex og hálfs árs fangelsi, á meðan saksóknarar í málinu fóru fram á 50 ára fangelsisdóm. Fyrir dómi í dag viðurkenndi Bankman-Fried að hafa tekið „röð slæmra ákvarðana“ sem ásæki hann á hverjum degi. Hann baðst þó ekki beinnar afsökunar á brotum sínum. Þá höfðu verjendur hans haldið því fram að varna hefði mátt falli FTX ef meiri tími hefði verið til stefnu. Þessu hafnaði dómarinn í málinu og sagði Bankman-Fried ekki hafa sagt eitt iðrunarorð um glæpi sína.
Gjaldþrot FTX Rafmyntir Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. 3. nóvember 2023 07:57 Segja Bankman-Fried lifa á vatni og brauði í tugthúsinu Verjandi Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, sagði að hann lifði aðeins á vatni og brauði í fangelsi vegna þess að honum væri ekki boðið upp á veganfæði þar. Bankman-Fried neitaði sök þegar saksóknarar lögðu fram uppfærða ákæru á hendur honum í dag. 22. ágúst 2023 15:32 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira
Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. 3. nóvember 2023 07:57
Segja Bankman-Fried lifa á vatni og brauði í tugthúsinu Verjandi Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, sagði að hann lifði aðeins á vatni og brauði í fangelsi vegna þess að honum væri ekki boðið upp á veganfæði þar. Bankman-Fried neitaði sök þegar saksóknarar lögðu fram uppfærða ákæru á hendur honum í dag. 22. ágúst 2023 15:32