Ísland ekki nógu spennandi áfangastaður fyrir Ryanair Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 14:54 Michael O'Leary forstjóri Ryanair segir Keflavíkurflugvöll allt of dýran. Getty/Horacio Villalobos Forstjóri írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair segir Keflavíkurflugvöll of dýran og Ísland ekki nógu spennandi áfangastað til þess að félagið geri landið að einum áfangastaða. Ryanair er það flugfélag sem flytur flesta farþega innan Evrópu. Félagið hefur hátt í áttatíu starfsstöðvar um alla álfuna en Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem félagið flýgur ekki til. Möguleikar þess efnis hafa verið kannaðir, eins og rakið er í frétt FF7 um málið, en ekkert orðið úr þeim athugunum. Blaðamaður FF7 sótti í síðustu viku ráðstefnu evrópskra flugfélaga, þar sem hann fékk að ræða stuttlega við Michael O'Leary, forstjóra Ryanair, og spurði hvers vegna félagið flygi ekki hingað til lands. „Ég millilenti einu sinni á Íslandi á leið heim með nýja þotu frá Boeing. Klukkan var 7 um morgun og ég hélt við hefðum lent á myrku hlið mánans,“ svaraði O'Leary. Hann hélt svo áfram og sagði Keflavíkurflugvöll of dýran. Það væri til þess að standa vörð um Icelandair og „þau“ vilji Ryanair ekki inn á markaðinn til að veita almennilega samkeppni. „Í öðru lagi er of langt að fljúga þangað og markaðurinn býður ekki upp á mikinn fjölda farþega. Við erum meira fyrir styttri flugleiðir þar sem farþegahópurinn er stór,“ segir O'Leary í samtali við FF7. Lýsir blaðamaðurinn því næst að O'Leary hafi fullyrt að íslensku flugfélögin fljúgi aðeins til Dyflinar einu sinni í viku, sem er fjarri sanni. Hann hafi rekið upp undrunaróp þegar blaðamaðurinn fullyrti að íslensku flugfélögin fljúgi daglega til Dyflinar, hvort um sig. Að lokum hafi O'Leary snúið sér að blaðamanni FF7 og sagt í kveðjuskyni um Ísland: „Á markaðssvæði okkar eru einfaldlega miklu meira spennandi áfangastaðir, sem við viljum heldur fljúga til.“ Fréttir af flugi Írland Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Ryanair er það flugfélag sem flytur flesta farþega innan Evrópu. Félagið hefur hátt í áttatíu starfsstöðvar um alla álfuna en Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem félagið flýgur ekki til. Möguleikar þess efnis hafa verið kannaðir, eins og rakið er í frétt FF7 um málið, en ekkert orðið úr þeim athugunum. Blaðamaður FF7 sótti í síðustu viku ráðstefnu evrópskra flugfélaga, þar sem hann fékk að ræða stuttlega við Michael O'Leary, forstjóra Ryanair, og spurði hvers vegna félagið flygi ekki hingað til lands. „Ég millilenti einu sinni á Íslandi á leið heim með nýja þotu frá Boeing. Klukkan var 7 um morgun og ég hélt við hefðum lent á myrku hlið mánans,“ svaraði O'Leary. Hann hélt svo áfram og sagði Keflavíkurflugvöll of dýran. Það væri til þess að standa vörð um Icelandair og „þau“ vilji Ryanair ekki inn á markaðinn til að veita almennilega samkeppni. „Í öðru lagi er of langt að fljúga þangað og markaðurinn býður ekki upp á mikinn fjölda farþega. Við erum meira fyrir styttri flugleiðir þar sem farþegahópurinn er stór,“ segir O'Leary í samtali við FF7. Lýsir blaðamaðurinn því næst að O'Leary hafi fullyrt að íslensku flugfélögin fljúgi aðeins til Dyflinar einu sinni í viku, sem er fjarri sanni. Hann hafi rekið upp undrunaróp þegar blaðamaðurinn fullyrti að íslensku flugfélögin fljúgi daglega til Dyflinar, hvort um sig. Að lokum hafi O'Leary snúið sér að blaðamanni FF7 og sagt í kveðjuskyni um Ísland: „Á markaðssvæði okkar eru einfaldlega miklu meira spennandi áfangastaðir, sem við viljum heldur fljúga til.“
Fréttir af flugi Írland Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira