Norskri loðnu landað á Eskifirði en íslenski flotinn enn kvótalaus Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2024 18:03 Loðna á Eskifirði í dag. Þessi er komin í hús hjá Eskju. Eskja Fyrstu loðnu ársins hefur verið landað á Eskifirði. Hún var þó ekki úr íslensku skipi heldur norsku sem veiddi hana í Barentshafi. „Stundin sem beðið er með eftirvæntingu á hverju ári, fyrsta loðna ársins komin í hús. Norska skipið Hargrun kom til okkar í gærkvöldi með um 1.100 tonn af fínustu loðnu úr Barentshafinu. Aflinn fékkst í fjórum köstum norður af Noregi,“ segir á heimasíðu Eskju. Hlynur Ársælsson, rekstrarstjóri uppsjávarfrystihússins, sagði í samtali við fréttastofu að allur afli norskra skipa færi á uppboðsmarkað og Eskja hefði einfaldlega boðið í farminn og fengið. Loðnan á færibandinu á Eskifirði í dag.Eskja Löng sigling var með aflann úr Barentshafi, um 950 sjómílur. ,,Aflinn er í fínu standi þrátt fyrir langa siglingu til Eskifjarðar. Vinnslan fer ágætlega af stað hjá okkur en smá hnökrar fylgja stundum þegar húsið hefur ekki verið keyrt í marga mánuði. En heilt yfir er þetta flott,“ segir Hlynur. Hann segir hrognahlutfall loðnunnar milli 15 og 16 prósent og verði hún öll fryst til manneldis fyrir markaði í Asíu og Austur-Evrópu. Starfsmenn í uppsjávarfrystihúsi Eskju fylgjast með vinnsluferlinu.Eskja Að sögn Hlyns er von á öðru norsku loðnuskipi, Steinevik, til Eskifjarðar um hádegi á morgun með um 900 tonn. Eskja fái þannig um tvöþúsund tonn úr þessum tveimur skipum. Á sama tíma bíður floti íslensku loðnuskipanna enn kvótalaus meðan sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar finna ekki nægilegt magn til að ráðleggja veiðar. Ljóst er að tíminn er að renna út núna þegar styttist í að loðnan hrygni og drepist. Loðnan hrygnir yfirleitt í febrúar og mars en hrygning gæti teygst fram í apríl. Ekkert liggur enn fyrir hvort efnt verði til frekari loðnumælinga þennan veturinn, að sögn Guðmundar Óskarssonar fiskifræðings, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun.Steingrímur Dúi Másson „Við erum annars í viðbragðstöðu og tökum við fréttum og könnum þær og metum, og þær koma með reglulegu millibili,“ segir Guðmundur. „Það hafa verið að koma togarafréttir frá Vestfjarðamiðum sem við höfum verið að kanna betur með hjálp áhafnarinnar á Örfirisey. En það lítur út fyrir að vera að mestu leyti ungloðna þar og því ekki vesturganga hrygningarloðnu. Þá voru fréttir af loðnutorfum á Papagrunni og Lónsbuktinni í morgun og í dag sem við erum að afla okkur betri upplýsinga um. En ekkert ennþá sem hefur gefið tilefni til að ræsa út Heimaey sem er klár í Eyjum ef þörf er á. Staðan er því óbreytt,“ segir fiskifræðingurinn. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Fjarðabyggð Noregur Vísindi Tengdar fréttir Í viðbragðsstöðu vegna frétta af loðnugöngum Hafrannsóknastofnun hafa borist fréttir síðustu daga af loðnugöngum undan Suður- og Austurlandi en einnig út af Vestfjörðum og Húnaflóa. Fiskiskipið Heimaey VE er haft í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef upplýsingar þykja benda til að stórar torfur séu á ferðinni. 6. mars 2024 14:00 Loðnan við Vestfirði ekki nægilega mikil Loðnan sem fannst undan Patreksfirði í gær reyndist ekki vera í nægilegu magni til að unnt sé að heimila veiðar. Von um loðnuvertíð er því orðin veik og blasir loðnubrestur við þennan veturinn. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funda með fulltrúum útgerðarinnar í dag um stöðuna. 29. febrúar 2024 11:55 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira
„Stundin sem beðið er með eftirvæntingu á hverju ári, fyrsta loðna ársins komin í hús. Norska skipið Hargrun kom til okkar í gærkvöldi með um 1.100 tonn af fínustu loðnu úr Barentshafinu. Aflinn fékkst í fjórum köstum norður af Noregi,“ segir á heimasíðu Eskju. Hlynur Ársælsson, rekstrarstjóri uppsjávarfrystihússins, sagði í samtali við fréttastofu að allur afli norskra skipa færi á uppboðsmarkað og Eskja hefði einfaldlega boðið í farminn og fengið. Loðnan á færibandinu á Eskifirði í dag.Eskja Löng sigling var með aflann úr Barentshafi, um 950 sjómílur. ,,Aflinn er í fínu standi þrátt fyrir langa siglingu til Eskifjarðar. Vinnslan fer ágætlega af stað hjá okkur en smá hnökrar fylgja stundum þegar húsið hefur ekki verið keyrt í marga mánuði. En heilt yfir er þetta flott,“ segir Hlynur. Hann segir hrognahlutfall loðnunnar milli 15 og 16 prósent og verði hún öll fryst til manneldis fyrir markaði í Asíu og Austur-Evrópu. Starfsmenn í uppsjávarfrystihúsi Eskju fylgjast með vinnsluferlinu.Eskja Að sögn Hlyns er von á öðru norsku loðnuskipi, Steinevik, til Eskifjarðar um hádegi á morgun með um 900 tonn. Eskja fái þannig um tvöþúsund tonn úr þessum tveimur skipum. Á sama tíma bíður floti íslensku loðnuskipanna enn kvótalaus meðan sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar finna ekki nægilegt magn til að ráðleggja veiðar. Ljóst er að tíminn er að renna út núna þegar styttist í að loðnan hrygni og drepist. Loðnan hrygnir yfirleitt í febrúar og mars en hrygning gæti teygst fram í apríl. Ekkert liggur enn fyrir hvort efnt verði til frekari loðnumælinga þennan veturinn, að sögn Guðmundar Óskarssonar fiskifræðings, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun.Steingrímur Dúi Másson „Við erum annars í viðbragðstöðu og tökum við fréttum og könnum þær og metum, og þær koma með reglulegu millibili,“ segir Guðmundur. „Það hafa verið að koma togarafréttir frá Vestfjarðamiðum sem við höfum verið að kanna betur með hjálp áhafnarinnar á Örfirisey. En það lítur út fyrir að vera að mestu leyti ungloðna þar og því ekki vesturganga hrygningarloðnu. Þá voru fréttir af loðnutorfum á Papagrunni og Lónsbuktinni í morgun og í dag sem við erum að afla okkur betri upplýsinga um. En ekkert ennþá sem hefur gefið tilefni til að ræsa út Heimaey sem er klár í Eyjum ef þörf er á. Staðan er því óbreytt,“ segir fiskifræðingurinn.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Fjarðabyggð Noregur Vísindi Tengdar fréttir Í viðbragðsstöðu vegna frétta af loðnugöngum Hafrannsóknastofnun hafa borist fréttir síðustu daga af loðnugöngum undan Suður- og Austurlandi en einnig út af Vestfjörðum og Húnaflóa. Fiskiskipið Heimaey VE er haft í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef upplýsingar þykja benda til að stórar torfur séu á ferðinni. 6. mars 2024 14:00 Loðnan við Vestfirði ekki nægilega mikil Loðnan sem fannst undan Patreksfirði í gær reyndist ekki vera í nægilegu magni til að unnt sé að heimila veiðar. Von um loðnuvertíð er því orðin veik og blasir loðnubrestur við þennan veturinn. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funda með fulltrúum útgerðarinnar í dag um stöðuna. 29. febrúar 2024 11:55 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira
Í viðbragðsstöðu vegna frétta af loðnugöngum Hafrannsóknastofnun hafa borist fréttir síðustu daga af loðnugöngum undan Suður- og Austurlandi en einnig út af Vestfjörðum og Húnaflóa. Fiskiskipið Heimaey VE er haft í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef upplýsingar þykja benda til að stórar torfur séu á ferðinni. 6. mars 2024 14:00
Loðnan við Vestfirði ekki nægilega mikil Loðnan sem fannst undan Patreksfirði í gær reyndist ekki vera í nægilegu magni til að unnt sé að heimila veiðar. Von um loðnuvertíð er því orðin veik og blasir loðnubrestur við þennan veturinn. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funda með fulltrúum útgerðarinnar í dag um stöðuna. 29. febrúar 2024 11:55