Velkomnir Svíar Þórir Guðmundsson skrifar 7. mars 2024 10:15 Með inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið í dag styrkist varnarsamstarf vestrænna þjóða miklu meir en mætti halda við fjölgun um eina aðildarþjóð, úr 31 í 32. Öryggi Eystrasaltsþjóðanna þriggja eykst verulega með formlegu varnarsamstarfi við tvær öflugar vinaþjóðir í norðri, Finna og Svía. Og nú eru Norrænu ríkin öll saman í varnarbandalagi. Svíar hafa í raun tekið síaukinn þátt í varnarsamstarfi á vegum NATO undanfarin misseri í aðdraganda aðildarinnar. En formleg aðildi skiptir máli því þá virkjast fimmta grein stofnsáttmála bandalagsins um að árás á einn sé árás á alla. Eftir að Sovétríkin hrundu 1991var Rússum á margan hátt tekið opnum örmum af samfélagi vestrænna þjóða. Ásamt með öðrum Austur-Evrópuríkjum tók Rússland þátt í formlegu samstarfi við NATO, samstarfi í þágu friðar, og frá 1997 tók Rússlandsforseti þátt í G-8 fundum valdamestu ríkja heims. Flest NATO ríki töldu sig geta andað léttar og varið fjármunum til aukinnar uppbyggingar heima fyrir fremur en í vopn. En svo hrönnuðust upp óveðursský í austri. Í vel á annan áratug hefur stjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta sýnt klærnar gagnvart löndum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum eða Rússlandi keisaratímans. Um það vitna innrásir í Georgíu 2008 og Úkraínu 2014. Eftir hina misheppnuðu allsherjarinnrás í Úkraínu 24. febrúar 2022 hafa rússnesk stjórnvöld dælt fjármunum í herinn sem aldrei fyrr í því skyni að koma í veg fyrir niðurlægjandi ósigur. Efnahagslífið snýst nú um stríðsreksturinn og er farið að líkjast á vissan hátt gamla sovéska hagkerfinu, með mikilli framleiðslu og lítilli neyslu - en töluverðri getu til að heyja stríð. Eystrasaltsþjóðirnar þrjár - Eistland, Lettland og Litháen - þreytast ekki við að benda bandamönnum sínum í NATO á hættuna sem stafar af Rússum. Æðstu ráðamenn í Moskvu tala vart lengur undir rós þegar þeir ógna þessum fámennu þjóðum. Þær hafa notið sjálfstæðis síðastliðna þrjá áratugi og ætla ekki að missa það aftur. Í Eistlandi efast ráðamenn ekkert um vilja Rússa til að fara gegn sínum gömlu nýlendum, en telja að þeir hafi varla getu til þess fyrr en eftir þrjú til fimm ár. Við þær aðstæður er innganga Svía í Atlantshafsbandalagið Eystrasaltsþjóðunum gífurlegur styrkur. Til viðbótar landbrúnni yfir til NATO-ríkjanna á meginlandi Evrópu í gegnum svokallað Suwalki-hlið til suðurs geta þau nú einnig reitt sig á stuðning Finna og Svía úr norðri. Athafnarými Rússa í Eystrasaltinu þrengist svo um munar. Til staðfestingar ætlun sinni að verja Eystrasaltsríkin árásum ráðgera Svíar að senda herlið til Lettlands undir merkjum Atlantshafsbandalagsins. Með öflugri vörnum heima fyrir og fjölgun bandamanna í nánasta umhverfi telja Eystrasaltsþjóðirnar þrjár sig mega vona að gamla heimsveldið í austri hugsi sig um tvisvar, og jafnvel þrisvar, áður en það rennir aftur hýru auga til þeirra. Á norðurslóðum styrkist varnarsamstarf norrænna ríkja enn meir. Ekki er lengur stór hvít eyða á NATO-kortinu þar sem Svíþjóð er. Samanlagt eiga Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland 230 orrustuflugvélar, fleiri en til dæmis Bretar og Þjóðverjar einir. Sænskir flugmenn hafa þegar æft lendingar Gripen orrustuflugvéla á finnskum vegum, sem sýnir hvort tveggja, hversu náið norrænt varnarsamstarf er nú þegar og hversu mikilvægt það er fyrir Finna að hafa Svía sér að baki sem formlega bandamenn ef til átaka kemur á 1.340 kílómetra landamærunum við Rússland. Biðin eftir inngöngu Svía hefur verið löng og tekið á taugar margra. Með henni sýna vestræn lönd samtakamátt á tímum vaxandi viðsjár. Árásarstríð Rússa í Úkraínu, sem hefur kostað hundruð þúsunda manna lífið, minnir á það hvað er í húfi. Margir munu því anda því léttar þegar gengið hefur verið frá skjölunum sem staðfesta aðild Svíþjóðar í Washington í dag. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Guðmundsson NATO Svíþjóð Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Með inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið í dag styrkist varnarsamstarf vestrænna þjóða miklu meir en mætti halda við fjölgun um eina aðildarþjóð, úr 31 í 32. Öryggi Eystrasaltsþjóðanna þriggja eykst verulega með formlegu varnarsamstarfi við tvær öflugar vinaþjóðir í norðri, Finna og Svía. Og nú eru Norrænu ríkin öll saman í varnarbandalagi. Svíar hafa í raun tekið síaukinn þátt í varnarsamstarfi á vegum NATO undanfarin misseri í aðdraganda aðildarinnar. En formleg aðildi skiptir máli því þá virkjast fimmta grein stofnsáttmála bandalagsins um að árás á einn sé árás á alla. Eftir að Sovétríkin hrundu 1991var Rússum á margan hátt tekið opnum örmum af samfélagi vestrænna þjóða. Ásamt með öðrum Austur-Evrópuríkjum tók Rússland þátt í formlegu samstarfi við NATO, samstarfi í þágu friðar, og frá 1997 tók Rússlandsforseti þátt í G-8 fundum valdamestu ríkja heims. Flest NATO ríki töldu sig geta andað léttar og varið fjármunum til aukinnar uppbyggingar heima fyrir fremur en í vopn. En svo hrönnuðust upp óveðursský í austri. Í vel á annan áratug hefur stjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta sýnt klærnar gagnvart löndum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum eða Rússlandi keisaratímans. Um það vitna innrásir í Georgíu 2008 og Úkraínu 2014. Eftir hina misheppnuðu allsherjarinnrás í Úkraínu 24. febrúar 2022 hafa rússnesk stjórnvöld dælt fjármunum í herinn sem aldrei fyrr í því skyni að koma í veg fyrir niðurlægjandi ósigur. Efnahagslífið snýst nú um stríðsreksturinn og er farið að líkjast á vissan hátt gamla sovéska hagkerfinu, með mikilli framleiðslu og lítilli neyslu - en töluverðri getu til að heyja stríð. Eystrasaltsþjóðirnar þrjár - Eistland, Lettland og Litháen - þreytast ekki við að benda bandamönnum sínum í NATO á hættuna sem stafar af Rússum. Æðstu ráðamenn í Moskvu tala vart lengur undir rós þegar þeir ógna þessum fámennu þjóðum. Þær hafa notið sjálfstæðis síðastliðna þrjá áratugi og ætla ekki að missa það aftur. Í Eistlandi efast ráðamenn ekkert um vilja Rússa til að fara gegn sínum gömlu nýlendum, en telja að þeir hafi varla getu til þess fyrr en eftir þrjú til fimm ár. Við þær aðstæður er innganga Svía í Atlantshafsbandalagið Eystrasaltsþjóðunum gífurlegur styrkur. Til viðbótar landbrúnni yfir til NATO-ríkjanna á meginlandi Evrópu í gegnum svokallað Suwalki-hlið til suðurs geta þau nú einnig reitt sig á stuðning Finna og Svía úr norðri. Athafnarými Rússa í Eystrasaltinu þrengist svo um munar. Til staðfestingar ætlun sinni að verja Eystrasaltsríkin árásum ráðgera Svíar að senda herlið til Lettlands undir merkjum Atlantshafsbandalagsins. Með öflugri vörnum heima fyrir og fjölgun bandamanna í nánasta umhverfi telja Eystrasaltsþjóðirnar þrjár sig mega vona að gamla heimsveldið í austri hugsi sig um tvisvar, og jafnvel þrisvar, áður en það rennir aftur hýru auga til þeirra. Á norðurslóðum styrkist varnarsamstarf norrænna ríkja enn meir. Ekki er lengur stór hvít eyða á NATO-kortinu þar sem Svíþjóð er. Samanlagt eiga Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland 230 orrustuflugvélar, fleiri en til dæmis Bretar og Þjóðverjar einir. Sænskir flugmenn hafa þegar æft lendingar Gripen orrustuflugvéla á finnskum vegum, sem sýnir hvort tveggja, hversu náið norrænt varnarsamstarf er nú þegar og hversu mikilvægt það er fyrir Finna að hafa Svía sér að baki sem formlega bandamenn ef til átaka kemur á 1.340 kílómetra landamærunum við Rússland. Biðin eftir inngöngu Svía hefur verið löng og tekið á taugar margra. Með henni sýna vestræn lönd samtakamátt á tímum vaxandi viðsjár. Árásarstríð Rússa í Úkraínu, sem hefur kostað hundruð þúsunda manna lífið, minnir á það hvað er í húfi. Margir munu því anda því léttar þegar gengið hefur verið frá skjölunum sem staðfesta aðild Svíþjóðar í Washington í dag. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun