Loðnan við Vestfirði ekki nægilega mikil Kristján Már Unnarsson skrifar 29. febrúar 2024 11:55 Birkir Bárðarson fiskifræðingur er verkefnisstjóri loðnuleitarinnar. Sigurjón Ólason Loðnan sem fannst undan Patreksfirði í gær reyndist ekki vera í nægilegu magni til að unnt sé að heimila veiðar. Von um loðnuvertíð er því orðin veik og blasir loðnubrestur við þennan veturinn. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funda með fulltrúum útgerðarinnar í dag um stöðuna. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var fiskiskipinu Heimaey snúið við síðdegis í gær eftir að ábending barst frá línubáti um loðnu í Víkurál. Heimaey var þá á heimsiglingu af Vestfjarðamiðum eftir að hafa lokið loðnuleit með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð. „Heimaey sá loðnu á grunnunum við Víkurál en það var ekki í neinu magni sem skiptir máli fyrir heildarmyndina,“ sagði Birkir laust fyrir hádegi. Heimaey kom á svæðið í gærkvöldi og lauk yfirferð sinni í morgun. Spurður hvort þarna hafi verið svokölluð vestanganga á ferð segir Birkir að það megi reikna með að loðnan hafi verið að ganga til hrygningar en ítrekar að magnið hafi ekki verið afgerandi fyrir heildarmyndina. Heimaey VE-1 er eitt af skipum Ísfélagsins.Vilhelm Gunnarsson Þetta var þriðja loðnuleitin frá áramótum en óvíst er hvort reynt verði að leita betur. Útgerðarfyrirtæki hafa greitt tvo þriðju hluta kostnaðar en Hafrannsóknastofnun þriðjung. „Við munum funda með útgerðinni seinna í dag til að fara yfir stöðuna. Það er ekki búið að ákveða framhaldið,“ segir Birkir. Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson verða ekki tiltæk í loðnuleit á næstunni þar sem þau verða bæði í svokölluðu togararalli kringum landið. Togararnir Gullver og Breki taka einnig þátt í rallinu. Skipin mun þó að einhverju leyti vakta miðin gagnvart loðnu og verða með bergmálsmælana á upptöku. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Efnahagsmál Ísfélagið Síldarvinnslan Brim Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Vopnafjörður Langanesbyggð Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Múlaþing Tengdar fréttir Hafði lokið loðnuleit en snúið við til að kanna vestangöngu Fiskiskipið Heimaey VE var á siglingu af Vestfjarðamiðum í dag áleiðis til heimahafnar eftir að hafa lokið loðnuleit þegar ákvörðun var tekin um að snúa skipinu til frekari leitar. Ástæðan er vísbending sem barst síðdegis um loðnugöngu undan Patreksfirði. 28. febrúar 2024 21:03 Engar torfur fundist enn í loðnuleitinni Þriðja loðnuleitin frá áramótum, sem núna stendur yfir, hefur enn sem komið er ekki skilað neinni viðbót sem gefur tilefni til að ætla að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar þennan veturinn. Tvö leitarskip af þremur hafa lokið sinni yfirferð en það þriðja heldur áfram að leita næstu tvo til þrjá daga. 26. febrúar 2024 11:55 Segja að loðnan gæti verið að bíða eftir nýju tungli Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum velta því nú fyrir sér hvort loðnan hafi ekki enn fundist vegna þess að hún bíði eftir nýju tungli. Það er byggt á gamalli japanskri sjómannaspeki. 22. febrúar 2024 15:42 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var fiskiskipinu Heimaey snúið við síðdegis í gær eftir að ábending barst frá línubáti um loðnu í Víkurál. Heimaey var þá á heimsiglingu af Vestfjarðamiðum eftir að hafa lokið loðnuleit með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð. „Heimaey sá loðnu á grunnunum við Víkurál en það var ekki í neinu magni sem skiptir máli fyrir heildarmyndina,“ sagði Birkir laust fyrir hádegi. Heimaey kom á svæðið í gærkvöldi og lauk yfirferð sinni í morgun. Spurður hvort þarna hafi verið svokölluð vestanganga á ferð segir Birkir að það megi reikna með að loðnan hafi verið að ganga til hrygningar en ítrekar að magnið hafi ekki verið afgerandi fyrir heildarmyndina. Heimaey VE-1 er eitt af skipum Ísfélagsins.Vilhelm Gunnarsson Þetta var þriðja loðnuleitin frá áramótum en óvíst er hvort reynt verði að leita betur. Útgerðarfyrirtæki hafa greitt tvo þriðju hluta kostnaðar en Hafrannsóknastofnun þriðjung. „Við munum funda með útgerðinni seinna í dag til að fara yfir stöðuna. Það er ekki búið að ákveða framhaldið,“ segir Birkir. Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson verða ekki tiltæk í loðnuleit á næstunni þar sem þau verða bæði í svokölluðu togararalli kringum landið. Togararnir Gullver og Breki taka einnig þátt í rallinu. Skipin mun þó að einhverju leyti vakta miðin gagnvart loðnu og verða með bergmálsmælana á upptöku.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Efnahagsmál Ísfélagið Síldarvinnslan Brim Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Vopnafjörður Langanesbyggð Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Múlaþing Tengdar fréttir Hafði lokið loðnuleit en snúið við til að kanna vestangöngu Fiskiskipið Heimaey VE var á siglingu af Vestfjarðamiðum í dag áleiðis til heimahafnar eftir að hafa lokið loðnuleit þegar ákvörðun var tekin um að snúa skipinu til frekari leitar. Ástæðan er vísbending sem barst síðdegis um loðnugöngu undan Patreksfirði. 28. febrúar 2024 21:03 Engar torfur fundist enn í loðnuleitinni Þriðja loðnuleitin frá áramótum, sem núna stendur yfir, hefur enn sem komið er ekki skilað neinni viðbót sem gefur tilefni til að ætla að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar þennan veturinn. Tvö leitarskip af þremur hafa lokið sinni yfirferð en það þriðja heldur áfram að leita næstu tvo til þrjá daga. 26. febrúar 2024 11:55 Segja að loðnan gæti verið að bíða eftir nýju tungli Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum velta því nú fyrir sér hvort loðnan hafi ekki enn fundist vegna þess að hún bíði eftir nýju tungli. Það er byggt á gamalli japanskri sjómannaspeki. 22. febrúar 2024 15:42 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Hafði lokið loðnuleit en snúið við til að kanna vestangöngu Fiskiskipið Heimaey VE var á siglingu af Vestfjarðamiðum í dag áleiðis til heimahafnar eftir að hafa lokið loðnuleit þegar ákvörðun var tekin um að snúa skipinu til frekari leitar. Ástæðan er vísbending sem barst síðdegis um loðnugöngu undan Patreksfirði. 28. febrúar 2024 21:03
Engar torfur fundist enn í loðnuleitinni Þriðja loðnuleitin frá áramótum, sem núna stendur yfir, hefur enn sem komið er ekki skilað neinni viðbót sem gefur tilefni til að ætla að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar þennan veturinn. Tvö leitarskip af þremur hafa lokið sinni yfirferð en það þriðja heldur áfram að leita næstu tvo til þrjá daga. 26. febrúar 2024 11:55
Segja að loðnan gæti verið að bíða eftir nýju tungli Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum velta því nú fyrir sér hvort loðnan hafi ekki enn fundist vegna þess að hún bíði eftir nýju tungli. Það er byggt á gamalli japanskri sjómannaspeki. 22. febrúar 2024 15:42