Ferðaþjónusta, innflytjendur og íslenskt samfélag Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 27. febrúar 2024 16:30 Undanfarið hafa ferðaþjónusta og innflytjendur átt það sameiginlegt að vera áberandi í fjölmiðlaumræðu og í spjalli á kaffistofum landsmanna með einum eða öðrum hætti. Heyrst hefur að ferðaþjónusta standi á bak við meginþorra þess vaxtar sem orðið hefur í fjölda starfandi innflytjenda hér á landi frá árinu 2017. Þessir sömu innflytjendur eru auk ferðaþjónustunnar sjálfrar auðvitað, sagðir bera ábyrgð á þenslu, verðbólgu, háum vöxtum og húsnæðisskorti. Umræðan verður að byggja á staðreyndum Hins vegar er einkar áhugavert að skoða gögn Hagstofu Íslands um fjölda starfandi í hinum ýmsu atvinnugreinum, þar tala staðreyndirnar sínu máli. Frá árinu 2017 hefur fjöldi innflytjenda sem starfa í ferðaþjónustu aukist um 4.737 einstaklinga. Í atvinnugreinum iðnaðarins hefur sá fjöldi aukist um 5.036 einstaklinga á sama tíma og hjá hinu opinbera hefur starfandi innflytjendum fjölgað um 4.057 einstaklinga. Heildarfjöldi innflytjenda sem störfuðu á Íslandi árið 2023 var 54.114 einstaklingar. Í ferðaþjónustu störfuðu 14.062 innflytjendur í fyrra, 3.273 í sjávarútvegi og 13.284 í atvinnugreinum iðnaðarins. Hjá hinu opinbera störfuðu svo 8.924 innflytjendur á sama tíma. Fjórðungur alls vinnuafls á Íslandi er þannig af erlendu bergi brotinn. Í ferðaþjónustu var hlutfall innflutts vinnuafls 44% í fyrra, 39% í sjávarútvegi og í atvinnugreinum iðnaðarins var það 26% á sama tímapunkti. Hjá hinu opinbera var hlutfall innflutts vinnuafls hins vegar 12%. Innflytjendur eru nauðsynleg viðbót við atvinnulífið Lífskjör okkar Íslendinga eru háð burðarstólpum íslensks útflutnings. Af því leiðir að lífskjör okkar byggja að miklu leyti á innflytjendum, enda starfar meginþorri þeirra í stærstu útflutningsgreinunum okkar - ferðaþjónustu, sjávarútvegi og iðnaði. Við Íslendingar gerum kröfu um framúrskarandi lífskjör og að þau batni stöðugt. Staðreyndin er hins vegar sú að innfæddir Íslendingar eru ekki nægilega margir til að standa undir þeim kröfum. Þar af leiðandi þurfum við aðstoð erlendra ríkisborgara til að manna hin ýmsu störf. Það er því hárrétt að það starfa margir frábærir innflytjendur í ferðaþjónustu - en einnig í öðrum atvinnugreinum. Þetta fólk hjálpar okkur að auka hagvöxt og skapa verðmæti, auk þess sem það greiðir skatta og skyldur til samfélagsins og leggur þar með sitt til við uppbyggingu innviða landsins og fjármögnun á velferðarkerfinu. Lítum okkur nær Það verður að teljast mjög svo ósanngjörn nálgun að tala um innflytjendur sem hingað flytjast, til þess að sinna hinum ýmsu störfum í grunnatvinnugreinum þjóðarbúsins og hjá hinu opinbera, sem byrði á samfélaginu. Nær væri að við litum í okkar eigin barm og spyrðum okkur hvar við höfum sjálf brugðist í skipulagi og innviðauppbyggingu. Okkur væri þar að auki miklu nær að fagna þessu fólki og gera okkar besta til að stuðla að því að það festi hér rætur og verði hluti af íslensku samfélagi. Tímarnir breytast og mennirnir með, þau spakmæli eiga svo sannarlega við um íslenskt samfélag. Hvar værum við stödd varðandi lífskjör á Íslandi án innflutts vinnuafls við störf í ferðaþjónustu, sjávarútvegi og iðnaði? Hvar væri opinber þjónusta stödd? Vöndum okkur í umræðunni og tölum um staðreyndir. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Innflytjendamál Bjarnheiður Hallsdóttir Vinnumarkaður Atvinnurekendur Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Skoðun Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa ferðaþjónusta og innflytjendur átt það sameiginlegt að vera áberandi í fjölmiðlaumræðu og í spjalli á kaffistofum landsmanna með einum eða öðrum hætti. Heyrst hefur að ferðaþjónusta standi á bak við meginþorra þess vaxtar sem orðið hefur í fjölda starfandi innflytjenda hér á landi frá árinu 2017. Þessir sömu innflytjendur eru auk ferðaþjónustunnar sjálfrar auðvitað, sagðir bera ábyrgð á þenslu, verðbólgu, háum vöxtum og húsnæðisskorti. Umræðan verður að byggja á staðreyndum Hins vegar er einkar áhugavert að skoða gögn Hagstofu Íslands um fjölda starfandi í hinum ýmsu atvinnugreinum, þar tala staðreyndirnar sínu máli. Frá árinu 2017 hefur fjöldi innflytjenda sem starfa í ferðaþjónustu aukist um 4.737 einstaklinga. Í atvinnugreinum iðnaðarins hefur sá fjöldi aukist um 5.036 einstaklinga á sama tíma og hjá hinu opinbera hefur starfandi innflytjendum fjölgað um 4.057 einstaklinga. Heildarfjöldi innflytjenda sem störfuðu á Íslandi árið 2023 var 54.114 einstaklingar. Í ferðaþjónustu störfuðu 14.062 innflytjendur í fyrra, 3.273 í sjávarútvegi og 13.284 í atvinnugreinum iðnaðarins. Hjá hinu opinbera störfuðu svo 8.924 innflytjendur á sama tíma. Fjórðungur alls vinnuafls á Íslandi er þannig af erlendu bergi brotinn. Í ferðaþjónustu var hlutfall innflutts vinnuafls 44% í fyrra, 39% í sjávarútvegi og í atvinnugreinum iðnaðarins var það 26% á sama tímapunkti. Hjá hinu opinbera var hlutfall innflutts vinnuafls hins vegar 12%. Innflytjendur eru nauðsynleg viðbót við atvinnulífið Lífskjör okkar Íslendinga eru háð burðarstólpum íslensks útflutnings. Af því leiðir að lífskjör okkar byggja að miklu leyti á innflytjendum, enda starfar meginþorri þeirra í stærstu útflutningsgreinunum okkar - ferðaþjónustu, sjávarútvegi og iðnaði. Við Íslendingar gerum kröfu um framúrskarandi lífskjör og að þau batni stöðugt. Staðreyndin er hins vegar sú að innfæddir Íslendingar eru ekki nægilega margir til að standa undir þeim kröfum. Þar af leiðandi þurfum við aðstoð erlendra ríkisborgara til að manna hin ýmsu störf. Það er því hárrétt að það starfa margir frábærir innflytjendur í ferðaþjónustu - en einnig í öðrum atvinnugreinum. Þetta fólk hjálpar okkur að auka hagvöxt og skapa verðmæti, auk þess sem það greiðir skatta og skyldur til samfélagsins og leggur þar með sitt til við uppbyggingu innviða landsins og fjármögnun á velferðarkerfinu. Lítum okkur nær Það verður að teljast mjög svo ósanngjörn nálgun að tala um innflytjendur sem hingað flytjast, til þess að sinna hinum ýmsu störfum í grunnatvinnugreinum þjóðarbúsins og hjá hinu opinbera, sem byrði á samfélaginu. Nær væri að við litum í okkar eigin barm og spyrðum okkur hvar við höfum sjálf brugðist í skipulagi og innviðauppbyggingu. Okkur væri þar að auki miklu nær að fagna þessu fólki og gera okkar besta til að stuðla að því að það festi hér rætur og verði hluti af íslensku samfélagi. Tímarnir breytast og mennirnir með, þau spakmæli eiga svo sannarlega við um íslenskt samfélag. Hvar værum við stödd varðandi lífskjör á Íslandi án innflutts vinnuafls við störf í ferðaþjónustu, sjávarútvegi og iðnaði? Hvar væri opinber þjónusta stödd? Vöndum okkur í umræðunni og tölum um staðreyndir. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun