Loksins landað í Grindavík: „Ég er ekki tilbúinn til að kveðja þetta líf“ Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. febrúar 2024 14:47 Guðmundur Theodór Ríkharðsson, skipstjóri var eðli málsins samkvæmt í skýjunum með það að vera kominn aftur í Grindavíkurhöfn. Vísir/Lillý Mikið líf var í Grindavíkurhöfn í hádeginu þegar Vésteinn GK kom inn til löndunar í höfninni í fyrsta sinn síðan í janúar. Vatn komst á höfnina í morgun og eru Grindvíkingar bjartsýnir á framhaldið. „Það hefur verið beðið eftir þessum degi lengi lengi,“ segir Guðmundur Theodór Ríkharðsson, skipstjóri á Vésteinn GK í samtali við fréttastofu. Hann segist lifa á bjartsýninni. „Mér líður mjög vel. Þetta eru búnar að vera blendnar tilfinningar eins og hjá öllum, en að sjá líf komið í höfnina...þetta er bara stolt.“ Heldurðu að þetta sé til marks um það sem koma skal? „Ég veit það ekki. Maður er náttúrulega smeykur við það sem búið er að vera undanfarið. En á meðan það er, þá er það. Við nýtum þessa daga sem við fáum.“ Guðmundur segir engan skipverja á Vésteini hafa verið smeykir við að mæta til vinnu. Þeir hafi þvert á móti ekki geta beðið. „Það þurfti ekki nema eitt símtal og við vorum bara allir: „Já við erum bara farnir heim.“ Það var sól og blíða þegar Vésteinn GK mætti inn til Grindavíkurhafnar í dag. Vísir/Lillý Ekki til í að gefa lífið upp á bátinn Stefán Kristjánsson forstjóri Einhamar Seafood var vígreifur þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann segir bæði sól og bjartsýni í lofti. „Þetta er bara heimavígið okkar og svona er veðrið alltaf í Grindavík,“ segir Stefán. Hann segir það hafa mikla þýðingu að geta landað á ný í bænum en segist þó smeykur fyrir framhaldinu vegna jarðhræringa. „En þetta venst. Við bara komum aftur þegar óróanum er lokið. Vonandi bara einum tveimur dögum eftir gos, hvar sem það verður,“ segir Stefán. Komi gos upp á góðum stað sé hægt að halda áfram. Þannig þetta hefur mikla þýðingu fyrir þig? „Já, alla. Ég er ekki tilbúinn til að kveðja þetta líf. Aldrei.“ Vatnið komst á í tæka tíð Sigurður Kristmundsson hafnarstjóri í Grindavíkurhöfn segir allt hafa gengið eins og í sögu í hádeginu. Síðast var landað í Grindavík þann 11. janúar og því tilfinningarnar miklar. „Þetta er náttúrulega bara frábært. Um þetta snýst lífið í raun og veru. Ef það er ekkert líf hér við höfnina er í raun lítið annað að gera myndi ég segja.“ Áttu von á því að fleiri landi hér á næstu dögum? „Já, ég á von á því. Fyrst að vatnið er komið og allir innviðir eru í lagi hér við höfnina og það er allt til reiðu, svo framarlega sem jörðin gefur okkur frið þá sé ég ekki annað en að það verði landað hér áfram.“ Sigurður segir kalt vatn hafa komist á höfnina klukkan ellefu í hádeginu. Það hefði verið hægt að landa án þess en þó miklu betra að hafa það til staðar. „Það hefði kannski getað sloppið án þess að hafa vatnið en auðvitað þarf að þrífa og skipin þurfa neysluvatn og svoleiðis. Það er betra og eiginlega nauðsynlegt að vera með vatn.“ Tólf tonnum var landað í Grindavíkurhöfn í hádeginu og von á öðru eins í kvöld.Vísir/Lillý Spurður hvernig nánast framtíð leggst í hann, þar sem líkur eru á að gjósi bráðum aftur í grennd við byggð í Grindavík, segir Sigurður að mikilvægt sé að gera áætlanir um starfsemi í höfninni. „Við horfum á þessa innsiglingu hér, hún er opin svona 95 prósent af tímanum. Ef það er eldgos tvo daga í mánuði og þá er það eitthvað svipað. Þannig við getum alveg sætt okkur við það. Stoppað tvo daga. Komið svo aftur og sett þetta allt í gang.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Hafnarmál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Það hefur verið beðið eftir þessum degi lengi lengi,“ segir Guðmundur Theodór Ríkharðsson, skipstjóri á Vésteinn GK í samtali við fréttastofu. Hann segist lifa á bjartsýninni. „Mér líður mjög vel. Þetta eru búnar að vera blendnar tilfinningar eins og hjá öllum, en að sjá líf komið í höfnina...þetta er bara stolt.“ Heldurðu að þetta sé til marks um það sem koma skal? „Ég veit það ekki. Maður er náttúrulega smeykur við það sem búið er að vera undanfarið. En á meðan það er, þá er það. Við nýtum þessa daga sem við fáum.“ Guðmundur segir engan skipverja á Vésteini hafa verið smeykir við að mæta til vinnu. Þeir hafi þvert á móti ekki geta beðið. „Það þurfti ekki nema eitt símtal og við vorum bara allir: „Já við erum bara farnir heim.“ Það var sól og blíða þegar Vésteinn GK mætti inn til Grindavíkurhafnar í dag. Vísir/Lillý Ekki til í að gefa lífið upp á bátinn Stefán Kristjánsson forstjóri Einhamar Seafood var vígreifur þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann segir bæði sól og bjartsýni í lofti. „Þetta er bara heimavígið okkar og svona er veðrið alltaf í Grindavík,“ segir Stefán. Hann segir það hafa mikla þýðingu að geta landað á ný í bænum en segist þó smeykur fyrir framhaldinu vegna jarðhræringa. „En þetta venst. Við bara komum aftur þegar óróanum er lokið. Vonandi bara einum tveimur dögum eftir gos, hvar sem það verður,“ segir Stefán. Komi gos upp á góðum stað sé hægt að halda áfram. Þannig þetta hefur mikla þýðingu fyrir þig? „Já, alla. Ég er ekki tilbúinn til að kveðja þetta líf. Aldrei.“ Vatnið komst á í tæka tíð Sigurður Kristmundsson hafnarstjóri í Grindavíkurhöfn segir allt hafa gengið eins og í sögu í hádeginu. Síðast var landað í Grindavík þann 11. janúar og því tilfinningarnar miklar. „Þetta er náttúrulega bara frábært. Um þetta snýst lífið í raun og veru. Ef það er ekkert líf hér við höfnina er í raun lítið annað að gera myndi ég segja.“ Áttu von á því að fleiri landi hér á næstu dögum? „Já, ég á von á því. Fyrst að vatnið er komið og allir innviðir eru í lagi hér við höfnina og það er allt til reiðu, svo framarlega sem jörðin gefur okkur frið þá sé ég ekki annað en að það verði landað hér áfram.“ Sigurður segir kalt vatn hafa komist á höfnina klukkan ellefu í hádeginu. Það hefði verið hægt að landa án þess en þó miklu betra að hafa það til staðar. „Það hefði kannski getað sloppið án þess að hafa vatnið en auðvitað þarf að þrífa og skipin þurfa neysluvatn og svoleiðis. Það er betra og eiginlega nauðsynlegt að vera með vatn.“ Tólf tonnum var landað í Grindavíkurhöfn í hádeginu og von á öðru eins í kvöld.Vísir/Lillý Spurður hvernig nánast framtíð leggst í hann, þar sem líkur eru á að gjósi bráðum aftur í grennd við byggð í Grindavík, segir Sigurður að mikilvægt sé að gera áætlanir um starfsemi í höfninni. „Við horfum á þessa innsiglingu hér, hún er opin svona 95 prósent af tímanum. Ef það er eldgos tvo daga í mánuði og þá er það eitthvað svipað. Þannig við getum alveg sætt okkur við það. Stoppað tvo daga. Komið svo aftur og sett þetta allt í gang.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Hafnarmál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira