Ekki hugað að öryggi almennings í Gleðivík Árni Sæberg skrifar 22. febrúar 2024 12:34 Útsýn úr ökumannssæti lyftarans. Bóma lyftarans er í hærri stöðu á myndinni en þegar slysið varð. Mynd breytt af RNSA. RNSA Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna banaslyss, sem varð á Djúpavogi sumarið 2022, segir að pottur hafi víða verið brotinn í skipulagsmálum við Eggin í Gleðivík. Samhliða því hafi ekki verið hugað að öryggi almennings. Þá segir að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaður skotbómulyftara veitti gangandi vegfaranda ekki athygli. Þann 21. júní árið 2022 barst lögreglunni á Austurlandi tilkynning um alvarlegt slys á hafnarsvæði í Gleðivík á Djúpavogi. Þar hafði karlmaður, erlendur ferðamaður á sjötugsaldri, hlotið áverka eftir að hafa orðið fyrir lyftara og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Málið hefur dregið nokkurn á eftir sér en ökumaður lyftarans var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og ákveðið var að listaverki Sigurðar Guðmundssonar yrði fundinn nýr staður vegna slyssins. Í orsakagreiningu skýrslu Rannsóknarnefndar samgöngumála kemur fram að vinnuvélinni hafi verið ekið áfram, meðfram listaverkinu á vinstri vegarhelmingi akbrautarinnar, en útsýn úr vinnuvélinni fram á veginn hafi verið takmörkuð vegna fiskikara. Beinir til Múlaþings að tryggja öryggi Á slysstað hafi landnotkun verið blandað saman en skipulag fyrir svæðið einungis gert ráð fyrir hafnarstarfsemi. Ekki hafi verið til deiliskipulag fyrir svæðið við listaverkið. „Samhliða vöntun á þessum skipulagsþáttum var ekki hugað að öryggi almennings. Þá hafði ekki verið unnin umferðaröryggisáætlun fyrir þéttbýlisstaðinn Djúpavog.“ Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Múlaþings að greina og útfæra breytingar til að tryggja öryggi vegfarenda á svæðinu við listaverkið við Víkurland. Hefði átt að aka aftur á bak Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaður lyftarans hafi ekki veitt gangandi vegfaranda athygli. Útsýn hans fram á veginn hafi verið skert vegna farms á göfflum vinnuvélarinnar. Þá segir að aðrar orsakir hafi verið að vinnuvélinni var ekið á vinstri vegarhelmingi akbrautarinnar, nærri listaverkinu, vinnuvélinni hafi ekki verið ekið aftur á bak og umferð gangandi vegfarenda og ökutækja á Víkurlandi hafi ekki verið aðgreind. Í vinnuvélakennslu sé lögð áhersla á að aka vinnuvélum aftur á bak þegar farmur á göflum hindrar útsýn ökumanns. Í þessu tilfelli hafi verið um eins kílómetra vegalengd að fara á milli tveggja hafna innan sveitarfélagsins og að hluta til um svæði sem ferðamenn sækja í að skoða. Múlaþing Samgönguslys Dómsmál Tengdar fréttir Viðskiptalífið hafi viljað verkið burt löngu áður en slysið varð Höfundur útilistaverksins Eggin í Gleðivík segir að viðskiptalífið hafi viljað verk hans í burtu löngu áður en hörmulegt slys varð á Djúpavogi í síðustu viku. Listamaðurinn segir að það muni stórskyggja á menningarlífið í bænum þegar verkið verður fært. Staðsetningin sé hluti af verkinu. 29. júní 2022 12:21 Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27 Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Þann 21. júní árið 2022 barst lögreglunni á Austurlandi tilkynning um alvarlegt slys á hafnarsvæði í Gleðivík á Djúpavogi. Þar hafði karlmaður, erlendur ferðamaður á sjötugsaldri, hlotið áverka eftir að hafa orðið fyrir lyftara og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Málið hefur dregið nokkurn á eftir sér en ökumaður lyftarans var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og ákveðið var að listaverki Sigurðar Guðmundssonar yrði fundinn nýr staður vegna slyssins. Í orsakagreiningu skýrslu Rannsóknarnefndar samgöngumála kemur fram að vinnuvélinni hafi verið ekið áfram, meðfram listaverkinu á vinstri vegarhelmingi akbrautarinnar, en útsýn úr vinnuvélinni fram á veginn hafi verið takmörkuð vegna fiskikara. Beinir til Múlaþings að tryggja öryggi Á slysstað hafi landnotkun verið blandað saman en skipulag fyrir svæðið einungis gert ráð fyrir hafnarstarfsemi. Ekki hafi verið til deiliskipulag fyrir svæðið við listaverkið. „Samhliða vöntun á þessum skipulagsþáttum var ekki hugað að öryggi almennings. Þá hafði ekki verið unnin umferðaröryggisáætlun fyrir þéttbýlisstaðinn Djúpavog.“ Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Múlaþings að greina og útfæra breytingar til að tryggja öryggi vegfarenda á svæðinu við listaverkið við Víkurland. Hefði átt að aka aftur á bak Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaður lyftarans hafi ekki veitt gangandi vegfaranda athygli. Útsýn hans fram á veginn hafi verið skert vegna farms á göfflum vinnuvélarinnar. Þá segir að aðrar orsakir hafi verið að vinnuvélinni var ekið á vinstri vegarhelmingi akbrautarinnar, nærri listaverkinu, vinnuvélinni hafi ekki verið ekið aftur á bak og umferð gangandi vegfarenda og ökutækja á Víkurlandi hafi ekki verið aðgreind. Í vinnuvélakennslu sé lögð áhersla á að aka vinnuvélum aftur á bak þegar farmur á göflum hindrar útsýn ökumanns. Í þessu tilfelli hafi verið um eins kílómetra vegalengd að fara á milli tveggja hafna innan sveitarfélagsins og að hluta til um svæði sem ferðamenn sækja í að skoða.
Múlaþing Samgönguslys Dómsmál Tengdar fréttir Viðskiptalífið hafi viljað verkið burt löngu áður en slysið varð Höfundur útilistaverksins Eggin í Gleðivík segir að viðskiptalífið hafi viljað verk hans í burtu löngu áður en hörmulegt slys varð á Djúpavogi í síðustu viku. Listamaðurinn segir að það muni stórskyggja á menningarlífið í bænum þegar verkið verður fært. Staðsetningin sé hluti af verkinu. 29. júní 2022 12:21 Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27 Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Viðskiptalífið hafi viljað verkið burt löngu áður en slysið varð Höfundur útilistaverksins Eggin í Gleðivík segir að viðskiptalífið hafi viljað verk hans í burtu löngu áður en hörmulegt slys varð á Djúpavogi í síðustu viku. Listamaðurinn segir að það muni stórskyggja á menningarlífið í bænum þegar verkið verður fært. Staðsetningin sé hluti af verkinu. 29. júní 2022 12:21
Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27
Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41