Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa Kristján Már Unnarsson skrifar 21. febrúar 2024 20:40 Birkir Bárðarson fiskifræðingur er verkefnisstjóri loðnuleitarinnar. Arnar Halldórsson Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun. Loðnan er næstverðmætasti veiðistofn Íslendinga á eftir þorskinum. Hún er svo mikið ævintýri að aðeins fárra vikna veiði getur skilað tugmilljarða króna útflutningstekjum. Það er því ekki nema von að útgerðin og Hafrannsóknastofnun efni núna til þriðju leitarinnar frá áramótum. Sjávarútvegsfyrirtækin greiða tvo þriðju hluta kostnaðar að þessu sinni. „Já, það er augljóst að það er mikið undir. Og einmitt vegna þess hvað þetta er skammlífur stofn og miklar sveiflur í honum, að þá er þetta mikil spenna í kringum þetta,“ segir Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og verkefnisstjóri loðnuleitar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Heimaey VE-1, eitt af skipum Ísfélagsins, mun leita miðin út af Vestfjörðum og Norðurlandi vestra.Vilhelm Gunnarsson Hvorugt skip Hafrannsóknastofnunar mun þó taka þátt í leitinni heldur þrjú skip frá útgerðinni. Ásgrímur Halldórsson og Polar Ammassak halda á morgun til leitar undan Suðausturlandi og Heimaey fer á föstudag til leitar undan Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi. „Það er ennþá von. Við þurfum ekki að fara lengra aftur en í síðasta ár. Í febrúar í fyrra birtist mikið magn af loðnu út af Húnaflóa á þessum tíma, svipuðum tíma og núna. Það er ennþá möguleiki að það geti til dæmis eitthvað birst á því svæði.“ Þar fannst raunar óvænt risatorfa í fyrra. „Þá birtust 400 þúsund tonn þarna út af Húnaflóanum, rúmlega það,“ segir fiskifræðingurinn. Höfn í Hornafirði er í hópi loðnuvinnslubæja. Ásgrímur Halldórsson við bryggju. Vinnsluhús Skinneyjar-Þinganess fyrir aftan.Arnar Halldórsson Niðurstöður loðnuleitarinnar gætu legið fyrir um eða upp úr næstu helgi. En ef eitthvað finnst er hins vegar ljóst að þá verður skammur tími til stefnu því það styttist í hrygningu loðnunnar. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er orðinn stuttur tími líka fyrir skipin að veiða þetta. Þannig að stutta svarið er kannski að þetta verður ekki risavertíð. Það held ég að hljóti að vera ljóst. En nákvæmlega hvað magnið verður og hvort það verður eitthvað, það verða bara niðurstöðurnar okkar að leiða í ljós,“ segir Birkir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Vísindi Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Síldarvinnslan Ísfélagið Brim Tengdar fréttir Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. 14. febrúar 2024 21:31 Líklega engin stór loðnutorfa fyrir suðaustan Loðnutorfan sem skipstjórar þriggja uppsjávarveiðiskipa sáu undan Suðausturlandi í vikunni er ekki stór að sögn Guðmundar J. Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar. Ekki er komin niðurstaða en engar vísbendingar benda til þess að eitthvað stórt sé þarna á ferðinni. 15. febrúar 2024 16:30 Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. 22. febrúar 2023 22:45 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Loðnan er næstverðmætasti veiðistofn Íslendinga á eftir þorskinum. Hún er svo mikið ævintýri að aðeins fárra vikna veiði getur skilað tugmilljarða króna útflutningstekjum. Það er því ekki nema von að útgerðin og Hafrannsóknastofnun efni núna til þriðju leitarinnar frá áramótum. Sjávarútvegsfyrirtækin greiða tvo þriðju hluta kostnaðar að þessu sinni. „Já, það er augljóst að það er mikið undir. Og einmitt vegna þess hvað þetta er skammlífur stofn og miklar sveiflur í honum, að þá er þetta mikil spenna í kringum þetta,“ segir Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og verkefnisstjóri loðnuleitar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Heimaey VE-1, eitt af skipum Ísfélagsins, mun leita miðin út af Vestfjörðum og Norðurlandi vestra.Vilhelm Gunnarsson Hvorugt skip Hafrannsóknastofnunar mun þó taka þátt í leitinni heldur þrjú skip frá útgerðinni. Ásgrímur Halldórsson og Polar Ammassak halda á morgun til leitar undan Suðausturlandi og Heimaey fer á föstudag til leitar undan Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi. „Það er ennþá von. Við þurfum ekki að fara lengra aftur en í síðasta ár. Í febrúar í fyrra birtist mikið magn af loðnu út af Húnaflóa á þessum tíma, svipuðum tíma og núna. Það er ennþá möguleiki að það geti til dæmis eitthvað birst á því svæði.“ Þar fannst raunar óvænt risatorfa í fyrra. „Þá birtust 400 þúsund tonn þarna út af Húnaflóanum, rúmlega það,“ segir fiskifræðingurinn. Höfn í Hornafirði er í hópi loðnuvinnslubæja. Ásgrímur Halldórsson við bryggju. Vinnsluhús Skinneyjar-Þinganess fyrir aftan.Arnar Halldórsson Niðurstöður loðnuleitarinnar gætu legið fyrir um eða upp úr næstu helgi. En ef eitthvað finnst er hins vegar ljóst að þá verður skammur tími til stefnu því það styttist í hrygningu loðnunnar. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er orðinn stuttur tími líka fyrir skipin að veiða þetta. Þannig að stutta svarið er kannski að þetta verður ekki risavertíð. Það held ég að hljóti að vera ljóst. En nákvæmlega hvað magnið verður og hvort það verður eitthvað, það verða bara niðurstöðurnar okkar að leiða í ljós,“ segir Birkir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Vísindi Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Síldarvinnslan Ísfélagið Brim Tengdar fréttir Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. 14. febrúar 2024 21:31 Líklega engin stór loðnutorfa fyrir suðaustan Loðnutorfan sem skipstjórar þriggja uppsjávarveiðiskipa sáu undan Suðausturlandi í vikunni er ekki stór að sögn Guðmundar J. Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar. Ekki er komin niðurstaða en engar vísbendingar benda til þess að eitthvað stórt sé þarna á ferðinni. 15. febrúar 2024 16:30 Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. 22. febrúar 2023 22:45 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. 14. febrúar 2024 21:31
Líklega engin stór loðnutorfa fyrir suðaustan Loðnutorfan sem skipstjórar þriggja uppsjávarveiðiskipa sáu undan Suðausturlandi í vikunni er ekki stór að sögn Guðmundar J. Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar. Ekki er komin niðurstaða en engar vísbendingar benda til þess að eitthvað stórt sé þarna á ferðinni. 15. febrúar 2024 16:30
Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. 22. febrúar 2023 22:45