Draumur marxista um fría lóð endanlega úti Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2024 23:08 Vésteinn Valgarðsson er forstöðumaður lífsskoðunarfélagsins Díamat. Hæstiréttur hefur hafnað beiðni DíaMat – félags um díalektíska efnishyggju um áfrýjunarleyfi í máli félagsins á hendur Reykjavíkurborg. Félagið höfðaði málið eftir að borgin neitaði að úthluta félaginu ókeypis lóð fyrir starfsemi þess. Díamat, félag um díalektíska efnishyggju, sótti um lóð hjá borginni og krafðist þess að fá hana án endurgjalds og án þess að þurfa að greiða gatnagerðargjöld í maí árið 2016. Vísaði það til ákvæðis laga um Kirkjusjóð um að sveitarfélögum sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðagjaldi. Borgin synjaði umsókninni og stóð sú ákvörðun þrátt fyrir kærur Díamat til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Díamat stefndi þá borginni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem sýknaði borgina. Vísir fjallaði ítarlega um dóm héraðsdóms þegar hann féll sumarið 2022. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að félagið hafi óskað leyfis þann 4. janúar síðastliðinn til þess að áfrýja dómi Landsréttar í málinu frá 8. desember síðastliðnum. Reykjavíkurborg hafi lagst gegn beiðninni. Báru fyrir sig venjuhelgaða framkvæmd Í ákvörðuninni segir að með dómi Landsréttar hafi héraðsdómur verið staðfestur um sýknu Reykjavíkurborgar af kröfum DíaMat. Í dómi Landsréttar hafi verið rakið að borgin hefði úthlutað lóðum til fjögurra trúfélaga á árunum 1999 til 2011. Með lögum sem tóku 1. janúar 2013 hafi verið gerð sú breyting á lögum um skráð trúfélög að heimilt yrði að skrá lífsskoðunarfélög að uppfylltum þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um lögunum. Borgin hefði úthlutað einu trúfélagi lóð endurgjaldslaust eftir gildistöku laganna árið 2013 og í fundargerð borgarráðs hafi af því tilefni verið bókað að farsælast væri að í framtíðinni sæktu trúfélög um og greiddu fyrir lóðir í landi borgarinnar. Landsréttur hafi lagt til grundvallar að fram að gildistöku laganna árið 2013 hefði tiltekin stjórnsýsluframkvæmd skapast hjá borginni um úthlutun lóða til skráðra trúfélaga samkvæmt þágildandi ákvæðum laga. Landsréttur hafi tekið fram að borgin hefði aldrei úthlutað lóð án endurgjalds til lífsskoðunarfélags og því talið að ekki hefði verið venjuhelguð framkvæmd sem DíaMat hefði með réttu getað vænst að tæki til þess í kjölfar þeirra breytinga sem hefði leitt af lögunum árið 2013. Þá hefðu lögin ekki breytt tiltekinni grein laga um Kristnisjóð. Landsréttur hafi því hvorki fallist á að ákvörðun borgarinnar um synjun á umsókn félagsins hefði verið í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar eða stjórnsýslulaga né að fella bæri ákvörðunina úr gildi á öðrum grunni. Hafi hvorki almennt gildi né varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Í ákvörðuninni segir að DíaMat hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi við túlkun á því hvernig stjórnvöldum beri að haga breytingum á stjórnsýsluframkvæmd og túlkun jafnræðisreglna og áhrif lagabreytinga og stjórnsýsluframkvæmdar þar að lútandi. Félagið hafi jafnframt byggt á að málið varði mikilvæga hagsmuni sína enda um að ræða stjórnarskrárvarin réttindi þess og félagsmanna þess ásamt því að hafa fjárhagslega þýðingu. Loks hafi félagið byggt á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til, einkum að því er varðar túlkun á þeim breytingum sem gerðar voru á lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Þá væri rangt að félagið hefði byggt á því fyrir Landsrétti að með gildistöku þeirra laga hafi það öðlast rétt til að fá úthlutaða lóð heldur hafi það þvert á móti byggt á því að sá réttur hafi skapast með áframhaldandi stjórnsýsluframkvæmd borgarinnar við úthlutun lóða. Niðurstaða Hæstaréttar var að að virtum gögnum málsins yrði hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni félagsins. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því hafnað. Trúmál Dómsmál Reykjavík Jarða- og lóðamál Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Díamat, félag um díalektíska efnishyggju, sótti um lóð hjá borginni og krafðist þess að fá hana án endurgjalds og án þess að þurfa að greiða gatnagerðargjöld í maí árið 2016. Vísaði það til ákvæðis laga um Kirkjusjóð um að sveitarfélögum sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðagjaldi. Borgin synjaði umsókninni og stóð sú ákvörðun þrátt fyrir kærur Díamat til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Díamat stefndi þá borginni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem sýknaði borgina. Vísir fjallaði ítarlega um dóm héraðsdóms þegar hann féll sumarið 2022. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að félagið hafi óskað leyfis þann 4. janúar síðastliðinn til þess að áfrýja dómi Landsréttar í málinu frá 8. desember síðastliðnum. Reykjavíkurborg hafi lagst gegn beiðninni. Báru fyrir sig venjuhelgaða framkvæmd Í ákvörðuninni segir að með dómi Landsréttar hafi héraðsdómur verið staðfestur um sýknu Reykjavíkurborgar af kröfum DíaMat. Í dómi Landsréttar hafi verið rakið að borgin hefði úthlutað lóðum til fjögurra trúfélaga á árunum 1999 til 2011. Með lögum sem tóku 1. janúar 2013 hafi verið gerð sú breyting á lögum um skráð trúfélög að heimilt yrði að skrá lífsskoðunarfélög að uppfylltum þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um lögunum. Borgin hefði úthlutað einu trúfélagi lóð endurgjaldslaust eftir gildistöku laganna árið 2013 og í fundargerð borgarráðs hafi af því tilefni verið bókað að farsælast væri að í framtíðinni sæktu trúfélög um og greiddu fyrir lóðir í landi borgarinnar. Landsréttur hafi lagt til grundvallar að fram að gildistöku laganna árið 2013 hefði tiltekin stjórnsýsluframkvæmd skapast hjá borginni um úthlutun lóða til skráðra trúfélaga samkvæmt þágildandi ákvæðum laga. Landsréttur hafi tekið fram að borgin hefði aldrei úthlutað lóð án endurgjalds til lífsskoðunarfélags og því talið að ekki hefði verið venjuhelguð framkvæmd sem DíaMat hefði með réttu getað vænst að tæki til þess í kjölfar þeirra breytinga sem hefði leitt af lögunum árið 2013. Þá hefðu lögin ekki breytt tiltekinni grein laga um Kristnisjóð. Landsréttur hafi því hvorki fallist á að ákvörðun borgarinnar um synjun á umsókn félagsins hefði verið í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar eða stjórnsýslulaga né að fella bæri ákvörðunina úr gildi á öðrum grunni. Hafi hvorki almennt gildi né varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Í ákvörðuninni segir að DíaMat hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi við túlkun á því hvernig stjórnvöldum beri að haga breytingum á stjórnsýsluframkvæmd og túlkun jafnræðisreglna og áhrif lagabreytinga og stjórnsýsluframkvæmdar þar að lútandi. Félagið hafi jafnframt byggt á að málið varði mikilvæga hagsmuni sína enda um að ræða stjórnarskrárvarin réttindi þess og félagsmanna þess ásamt því að hafa fjárhagslega þýðingu. Loks hafi félagið byggt á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til, einkum að því er varðar túlkun á þeim breytingum sem gerðar voru á lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Þá væri rangt að félagið hefði byggt á því fyrir Landsrétti að með gildistöku þeirra laga hafi það öðlast rétt til að fá úthlutaða lóð heldur hafi það þvert á móti byggt á því að sá réttur hafi skapast með áframhaldandi stjórnsýsluframkvæmd borgarinnar við úthlutun lóða. Niðurstaða Hæstaréttar var að að virtum gögnum málsins yrði hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni félagsins. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því hafnað.
Trúmál Dómsmál Reykjavík Jarða- og lóðamál Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira