Menningarverðmæti danslistarinnar glatast jafnt og þétt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 20. febrúar 2024 15:00 Dans er list augnabliksins. Ekkert kemur í stað þess að upplifa dansverk á þeim tíma og í því rúmi sem það er flutt. Eins og með önnur sviðslistaverk er það nærveran við listamanninn sem býr til galdurinn, hrífur okkur með og veitir okkur dýpri skilning á okkur sjálfum, sem er, vitaskuld, tilgangur listarinnar þegar upp er staðið. En það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að varðveita heimildir um listaverkið og flutning þess. Tæknin hefur fært okkur fjölmargar aðferðir, svo sem myndupptökur, til að miðla til framtíðarinnar því sem fram fór. En dansverk eru oft varðveitt á annan hátt en þann, t.d. með handritum, dansnótum, ljósmyndum, búningum, leikmunum, plakötum og teikningum, en slíkir hlutir passa oft illa inn í hefðbundin skjalasöfn. Hér á landi hefur varðveislu dansverka ekki verið sinnt sem skyldi. Myndbandsupptökur eru að mestu til staðar af verkum Íslenska dansflokksins, en lítið hefur varðveist þegar kemur að sjálfstæðu danssenunni. Þetta er auðvitað menningarsögulegt slys, því hér hefur danssenan verið í gríðarlegri sókn síðustu áratugi og mikilvægt er fyrir menningu þjóðarinnar að heimildir um þennan uppgangstíma séu varðveittar. Við verðum því að gera betur. Við þurfum ekki að leita langt að fyrirmyndum að því hvernig þetta er gert, því að á hinum Norðurlöndunum er staðið mun betur að málum en hér og væri gott ef við gætum sett okkur það markmið að nálgast það sem þar gerist. Í byrjun þessarar viku lagði ég, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum fram þingsályktunartillögu sem miðar að því að fela menningar- og viðskiptaráðherra að hefja vinnu við að stuðla að varðveislu íslenskra dansverka. Innblásturinn að þessari tillögu kemur úr rannsókn sem nemandi minn við Háskólann á Bifröst, dansarinn Þorgerður Atladóttir gerði í tengslum við BA verkefni sitt síðasta haust. Orð eru til alls fyrst. Í greinargerð með þessari tillögu er ráðherra hvattur til að hefja samtal við fagfólk innnan greinarinnar um hvernig verði best að þessu staðið. Best er ef hægt er að hefjast handa sem allra fyrst, því á meðan ekkert er gert erum við að tapa menningarverðmætum og leyfa þeim að glatast í augnablikinu. Þó augnablikið sé dýrmætt og ekkert komi í stað þess, getum við þó gert okkar besta til að varðveita heimildir um listina. Danslistin og okkar frábæru dansarar og danshöfundar eiga það skilið. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Alþingi Dans Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Dans er list augnabliksins. Ekkert kemur í stað þess að upplifa dansverk á þeim tíma og í því rúmi sem það er flutt. Eins og með önnur sviðslistaverk er það nærveran við listamanninn sem býr til galdurinn, hrífur okkur með og veitir okkur dýpri skilning á okkur sjálfum, sem er, vitaskuld, tilgangur listarinnar þegar upp er staðið. En það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að varðveita heimildir um listaverkið og flutning þess. Tæknin hefur fært okkur fjölmargar aðferðir, svo sem myndupptökur, til að miðla til framtíðarinnar því sem fram fór. En dansverk eru oft varðveitt á annan hátt en þann, t.d. með handritum, dansnótum, ljósmyndum, búningum, leikmunum, plakötum og teikningum, en slíkir hlutir passa oft illa inn í hefðbundin skjalasöfn. Hér á landi hefur varðveislu dansverka ekki verið sinnt sem skyldi. Myndbandsupptökur eru að mestu til staðar af verkum Íslenska dansflokksins, en lítið hefur varðveist þegar kemur að sjálfstæðu danssenunni. Þetta er auðvitað menningarsögulegt slys, því hér hefur danssenan verið í gríðarlegri sókn síðustu áratugi og mikilvægt er fyrir menningu þjóðarinnar að heimildir um þennan uppgangstíma séu varðveittar. Við verðum því að gera betur. Við þurfum ekki að leita langt að fyrirmyndum að því hvernig þetta er gert, því að á hinum Norðurlöndunum er staðið mun betur að málum en hér og væri gott ef við gætum sett okkur það markmið að nálgast það sem þar gerist. Í byrjun þessarar viku lagði ég, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum fram þingsályktunartillögu sem miðar að því að fela menningar- og viðskiptaráðherra að hefja vinnu við að stuðla að varðveislu íslenskra dansverka. Innblásturinn að þessari tillögu kemur úr rannsókn sem nemandi minn við Háskólann á Bifröst, dansarinn Þorgerður Atladóttir gerði í tengslum við BA verkefni sitt síðasta haust. Orð eru til alls fyrst. Í greinargerð með þessari tillögu er ráðherra hvattur til að hefja samtal við fagfólk innnan greinarinnar um hvernig verði best að þessu staðið. Best er ef hægt er að hefjast handa sem allra fyrst, því á meðan ekkert er gert erum við að tapa menningarverðmætum og leyfa þeim að glatast í augnablikinu. Þó augnablikið sé dýrmætt og ekkert komi í stað þess, getum við þó gert okkar besta til að varðveita heimildir um listina. Danslistin og okkar frábæru dansarar og danshöfundar eiga það skilið. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun