Gagnrýndi viðtalsstíl Carlson og sagðist frekar vilja Biden en Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2024 08:30 Pútín gaf lítið fyrir viðtalsstíl Carlson þegar hann ræddi við Zarubin og sagðist hafa gert ráð fyrir beittari spurningum. AP/Sputnik/Kazakov Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði í viðtali við rússneska sjónvarpsmanninn Pavel Zarubin í gær að hann væri þakklátur Tucker Carlson fyrir viðtalið sem hann tók við forsetann á dögunum en hann hefði ekki fengið allt út úr því sem hann vildi. Pútín sagði það hafa komið sér á óvart að Carlson hefði veigrað sér við því að spyrja hann „beittra spurninga“ og svipt hann þannig tækifærinu til að gefa beitt svör. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég að hann myndi verða aggressívur og spyrja svokallaðra beittra spurninga. Ég var ekki bara undir það búinn heldur vildi ég það, þar sem það hefði gefið mér tækifæri til að svara á sama máta,“ sagði Pútín við Zarubin. Viðtal Carlson var það fyrsta sem Pútín veitir blaðamanni á Vesturlöndum frá því að Rússar gerðu innrás í Úkraínu en forsetinn varði fjórðungi viðtalsins í að fara yfir sína útgáfu af sögu Rússlands. Pútín sagði Zarubin að þar sem Rússar ættu ekki í beinu samtali við Vesturlönd ættu þeir að vera þakklátir Carlson fyrir að taka sér hlutverk milliliðs. Þess ber að geta að fjölmargir miðlar á Vesturlöndum hafa falast eftir viðtölum við Pútín en Carlson, sem var löngum þekktasta andlit Fox News, er sá eini sem hefur haft erindi sem erfiði. Pútín sagðist einnig hafa verið undrandi á því að Carlson hefði ekki gripið oftar inn í en það var áberandi hvað Carlson leyfði Pútín að fara um víðan völl án þess að koma honum aftur á beinu brautina. „Satt best að segja þá fékk ég ekki allt sem ég vildi út úr þessu viðtali,“ sagði Pútín. Pútín ræddi einnig við Zarubin um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og sagðist frekar vildu sjá Joe Biden ná endurkjöri en að Donald Trump næði aftur völdum. Zarubin spurði forsetann hvor væri „betri fyrir Rússa“, Biden eða Trump. „Biden,“ svaraði Pútín um hæl. „Hann er reyndari fyrirsjáanlegri einstaklingur; pólitíkus af gamla skólanum.“ Pútín sagðist hins vegar myndu vinna með hverjum þeim sem Bandaríkjamenn kysu. Það er ómögulegt að segja hvort Pútín er að vera einlægur í svörum sínum eða hvort um er að ræða tilraun til að grafa undan Biden með því að lýsa yfir stuðningi við hann. Pútín hefur áður verið sakaður um að hafa fyrirskipað aðgerðir til að styðja Trump í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28 Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Pútín sagði það hafa komið sér á óvart að Carlson hefði veigrað sér við því að spyrja hann „beittra spurninga“ og svipt hann þannig tækifærinu til að gefa beitt svör. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég að hann myndi verða aggressívur og spyrja svokallaðra beittra spurninga. Ég var ekki bara undir það búinn heldur vildi ég það, þar sem það hefði gefið mér tækifæri til að svara á sama máta,“ sagði Pútín við Zarubin. Viðtal Carlson var það fyrsta sem Pútín veitir blaðamanni á Vesturlöndum frá því að Rússar gerðu innrás í Úkraínu en forsetinn varði fjórðungi viðtalsins í að fara yfir sína útgáfu af sögu Rússlands. Pútín sagði Zarubin að þar sem Rússar ættu ekki í beinu samtali við Vesturlönd ættu þeir að vera þakklátir Carlson fyrir að taka sér hlutverk milliliðs. Þess ber að geta að fjölmargir miðlar á Vesturlöndum hafa falast eftir viðtölum við Pútín en Carlson, sem var löngum þekktasta andlit Fox News, er sá eini sem hefur haft erindi sem erfiði. Pútín sagðist einnig hafa verið undrandi á því að Carlson hefði ekki gripið oftar inn í en það var áberandi hvað Carlson leyfði Pútín að fara um víðan völl án þess að koma honum aftur á beinu brautina. „Satt best að segja þá fékk ég ekki allt sem ég vildi út úr þessu viðtali,“ sagði Pútín. Pútín ræddi einnig við Zarubin um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og sagðist frekar vildu sjá Joe Biden ná endurkjöri en að Donald Trump næði aftur völdum. Zarubin spurði forsetann hvor væri „betri fyrir Rússa“, Biden eða Trump. „Biden,“ svaraði Pútín um hæl. „Hann er reyndari fyrirsjáanlegri einstaklingur; pólitíkus af gamla skólanum.“ Pútín sagðist hins vegar myndu vinna með hverjum þeim sem Bandaríkjamenn kysu. Það er ómögulegt að segja hvort Pútín er að vera einlægur í svörum sínum eða hvort um er að ræða tilraun til að grafa undan Biden með því að lýsa yfir stuðningi við hann. Pútín hefur áður verið sakaður um að hafa fyrirskipað aðgerðir til að styðja Trump í aðdraganda forsetakosninganna 2016.
Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28 Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28
Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“