Grindvíkingar gera ýmsar athugasemdir við uppkaupsfrumvarpið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2024 06:41 Ljóst er af umsögnunum í samráðsgátt stjórnvalda að nokkur óánægja er með frumvarpið. Vísir/Einar Alls hafa borist 172 umsagnir um drög að frumvarpi um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík, sem birt voru í samráðsgátt á föstudag. Umsagnartíminn rennur út í dag. Ljóst er af umsögnunum að margir hafa áhyggjur af því hvernig málum verður háttað og eru ekki síst gerðar athugasemdir við að frumvarpið nái aðeins til þeirra eigna þar sem eigandi hafði skráð lögheimili þegar íbúum var gert að rýma bæinn 10. nóvember síðastliðinn og að miðað sé við að kaupverðið nemi 95 prósent ef brunabótamati. „Mér finnst ekki hægt að mismuna íbúum svona,“ segir Jenný Lovísa Árnadóttir. „Hvað með þá sem eiga eignir sem voru í leigu en eigendur búa annars staðar? Eiga þeir þá bara að missa aleigu sína af því að þeir áttu ekki lögheimili í eigninni?“ spyr hún. „Þetta er algjörlega galið,“ segir Hilmar Þór Halldórsson. „Brunabótamatið er töluvert lægra heldur en við keyptum á. Eigum við að tapa nokkrum milljónum á þessu?“ Nokkrir nefna að þeir vilji fá að taka lánin sín með sér, líkt og heimilt sé í öðrum fasteignaviðskiptum. Þá bendir að minnsta kosti einn á að íbúum hafi verið bent á það af fulltrúum Náttúruhamfaratryggingar á íbúafundum að kaupa viðbótarbrunabótatryggingu til að vega upp of lágt brunabótamat. „Ég tel það rétt að brunatrygging ásamt viðbótatryggingunni verði greitt út,“ segir Jakob Sigurðsson. Guðrún Vilborg Eyjólfsdóttir segir að bæta ætti við möguleika á aðstoðarlánum, á borð við svokölluð hlutdeildarlán, til að brúa bilið á milli fasteignaverðsins í Grindavík og á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir mótmæla þeim skamma fresti sem gefin er til athugasemdi í samráðsgáttinni en þeirra á meðal eru fasteigna- og byggingafélög, sem mótmæla því meðal annars að frumvarpið nái ekki til lögaðila. Segja þau þetta varla standast jafnræðissjónarmið. Hér má finna umsagnirnar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Ljóst er af umsögnunum að margir hafa áhyggjur af því hvernig málum verður háttað og eru ekki síst gerðar athugasemdir við að frumvarpið nái aðeins til þeirra eigna þar sem eigandi hafði skráð lögheimili þegar íbúum var gert að rýma bæinn 10. nóvember síðastliðinn og að miðað sé við að kaupverðið nemi 95 prósent ef brunabótamati. „Mér finnst ekki hægt að mismuna íbúum svona,“ segir Jenný Lovísa Árnadóttir. „Hvað með þá sem eiga eignir sem voru í leigu en eigendur búa annars staðar? Eiga þeir þá bara að missa aleigu sína af því að þeir áttu ekki lögheimili í eigninni?“ spyr hún. „Þetta er algjörlega galið,“ segir Hilmar Þór Halldórsson. „Brunabótamatið er töluvert lægra heldur en við keyptum á. Eigum við að tapa nokkrum milljónum á þessu?“ Nokkrir nefna að þeir vilji fá að taka lánin sín með sér, líkt og heimilt sé í öðrum fasteignaviðskiptum. Þá bendir að minnsta kosti einn á að íbúum hafi verið bent á það af fulltrúum Náttúruhamfaratryggingar á íbúafundum að kaupa viðbótarbrunabótatryggingu til að vega upp of lágt brunabótamat. „Ég tel það rétt að brunatrygging ásamt viðbótatryggingunni verði greitt út,“ segir Jakob Sigurðsson. Guðrún Vilborg Eyjólfsdóttir segir að bæta ætti við möguleika á aðstoðarlánum, á borð við svokölluð hlutdeildarlán, til að brúa bilið á milli fasteignaverðsins í Grindavík og á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir mótmæla þeim skamma fresti sem gefin er til athugasemdi í samráðsgáttinni en þeirra á meðal eru fasteigna- og byggingafélög, sem mótmæla því meðal annars að frumvarpið nái ekki til lögaðila. Segja þau þetta varla standast jafnræðissjónarmið. Hér má finna umsagnirnar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira