Zuckerberg bað fjölskyldur afsökunar á nefndarfundi í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2024 08:05 Zuckerberg snéri sér við og ávarpaði fjölskyldurnar í salnum. Getty/Anna Moneymaker „Mér þykir leitt allt það sem þið hafið þurft að ganga í gegnum... það er hræðilegt. Það á enginn að þurfa að upplifa þá þjáningu sem þið hafið upplifað.“ Þetta sagði Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, þegar hann og fleiri leiðtogar í tæknigeiranum mættu fyrir þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, þar sem rætt var um þær ógnir sem steðja að börnum á samfélagsmiðlum. Með Zuckerberg voru yfirmenn TikTok, Twitter/X, Snap og Discord en fyrir aftan þá sátu fjölskyldur ungmenna sem stunduðu sjálfskaða eftir áreitni á samfélagsmiðlum eða tóku eigið líf. Fjölskyldurnar létu í sér heyra og klöppuðu þegar þingmenn spurðu erfiðra spurninga. Það var Josh Hawley, öldungadeildarþingmaður úr röðum Repúblikana, sem spurði Zuckerberg hvort hann vildi nýta sér tækifærið og biðja fjölskyldurnar afsökunar. Flokksbróðir hans Ted Cruz sótti einnig hart að Facebook-forstjóranum og spurði hann „hvað í fjandanum hann hefði verið að hugsa“ þegar viðvörun á Instagram var smíðuð sem varaði fólk við að það væri að fara að sjá barnaníðsefni en gaf því engu að síður tækifæri til að sjá umrætt efni. Zuckerberg sagði hugsunina þá að í stað þess að „blokka“ efni væri oft gagnlegt að benda fólki frekar í rétta átt. Lofaði hann því að hann myndi athuga málið. Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz kom með beinharða sönnun þess að fyrirtækin væru að bregðast eftirlitshlutverki sínu.Getty/Anna Moneymaker Margir fundir, lítið um aðgerðir Shou Zi Chew, forstjóri TikTok, var ítrekað spurður um möguleg tengsl sín við yfirvöld í Kína og hvort upplýsingar um notendur samskiptamiðilsins í Bandaríkjunum hefði verið deilt með Kínverjum. Chew þvertók fyrir það. Orðaskipti þingmannsins Lindsay Graham og Jason Citron, forstjóra Discord, leiddu afstöðu síðarnefnda gagnvart löggjöf um samfélagsmiðla í ljós en hann virtist hafa efasemdir um flest frumvörp til umræðu í þinginu. „Og hér erum við þá stödd,“ sagði Graham eftir á, „ef þið eruð að bíða eftir því að þessir menn leysi vandann þá munum við deyja áður.“ BBC ræddi við Matt Navarra, sérfræðing í samfélagsmiðlum, eftir að nefndarfundinum lauk. Hann sagði fundinn hafa verið svipaðan mörgum öðrum fundum um málin, þar sem stjórnmálamenn hefðu fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína en lítið yrði af aðgerðum. „Nú er árið 2024 og það eru nánast engar reglur í Bandaríkjunum um samfélagsmiðlafyrirtækin, líkt og bent var á á fundinum,“ segir Navarra. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Facebook Meta Börn og uppeldi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Þetta sagði Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, þegar hann og fleiri leiðtogar í tæknigeiranum mættu fyrir þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, þar sem rætt var um þær ógnir sem steðja að börnum á samfélagsmiðlum. Með Zuckerberg voru yfirmenn TikTok, Twitter/X, Snap og Discord en fyrir aftan þá sátu fjölskyldur ungmenna sem stunduðu sjálfskaða eftir áreitni á samfélagsmiðlum eða tóku eigið líf. Fjölskyldurnar létu í sér heyra og klöppuðu þegar þingmenn spurðu erfiðra spurninga. Það var Josh Hawley, öldungadeildarþingmaður úr röðum Repúblikana, sem spurði Zuckerberg hvort hann vildi nýta sér tækifærið og biðja fjölskyldurnar afsökunar. Flokksbróðir hans Ted Cruz sótti einnig hart að Facebook-forstjóranum og spurði hann „hvað í fjandanum hann hefði verið að hugsa“ þegar viðvörun á Instagram var smíðuð sem varaði fólk við að það væri að fara að sjá barnaníðsefni en gaf því engu að síður tækifæri til að sjá umrætt efni. Zuckerberg sagði hugsunina þá að í stað þess að „blokka“ efni væri oft gagnlegt að benda fólki frekar í rétta átt. Lofaði hann því að hann myndi athuga málið. Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz kom með beinharða sönnun þess að fyrirtækin væru að bregðast eftirlitshlutverki sínu.Getty/Anna Moneymaker Margir fundir, lítið um aðgerðir Shou Zi Chew, forstjóri TikTok, var ítrekað spurður um möguleg tengsl sín við yfirvöld í Kína og hvort upplýsingar um notendur samskiptamiðilsins í Bandaríkjunum hefði verið deilt með Kínverjum. Chew þvertók fyrir það. Orðaskipti þingmannsins Lindsay Graham og Jason Citron, forstjóra Discord, leiddu afstöðu síðarnefnda gagnvart löggjöf um samfélagsmiðla í ljós en hann virtist hafa efasemdir um flest frumvörp til umræðu í þinginu. „Og hér erum við þá stödd,“ sagði Graham eftir á, „ef þið eruð að bíða eftir því að þessir menn leysi vandann þá munum við deyja áður.“ BBC ræddi við Matt Navarra, sérfræðing í samfélagsmiðlum, eftir að nefndarfundinum lauk. Hann sagði fundinn hafa verið svipaðan mörgum öðrum fundum um málin, þar sem stjórnmálamenn hefðu fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína en lítið yrði af aðgerðum. „Nú er árið 2024 og það eru nánast engar reglur í Bandaríkjunum um samfélagsmiðlafyrirtækin, líkt og bent var á á fundinum,“ segir Navarra.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Facebook Meta Börn og uppeldi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira