Segir ekki tengsl milli bónusa Skattsins og hverju starfsmenn skila í kassann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2024 23:43 Snorri Olsen ríkisskattstjóri. Stjórnarráðið Ríkisskattstjóri segist skilja áhyggjur þeirra sem telja að viðbótarlaun til starfsmanna Skattsins kunni að grafa undan hlutleysi þeirra og gera það að verkum að þeir sæki mál harðar en ella. Hann bendir á að á sama tíma og 260 milljónir króna hafi verið greiddar í slík laun hafi heildarlaunakostnaður skattsins verið um 25 milljarðar. Greint var frá því í Morgunblaðinu í vikunni að Skatturinn hefði síðustu fjögur ár greitt út 260 milljónir í bónusa til starfsfólks. Um var að ræða 535 tilvik greiðsla. Það væri um hálf milljón á hvert tilvik. Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að bónusakerfi Skattsins væri í senn siðlaust og spillt. Starfsfólk Skattsins væri opinberir eftirlitsaðilar og ætti að gæta að hlutleysi. Því væri stefnt í hættu með bónusunum. Snorri Olsen ríkisskattstjóri segir kerfið, sem innanhúss sé kallað „viðbótarlaunakerfi“ frekar en að talað sé um bónusa, eigi rætur að rekja til kjarasamnings sem gerður var árið 2014 milli ríkisins og Bandalags háskólamanna, BHM. Skatturinn hafi verið aðili að samningnum frá 2015. „Og útfært það sem viðbótarlaunakerfi. Það teljum við að sé í samræmi við bæði kjarasamninginn, við þær leiðbeiningar og reglur sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sett varðandi svona viðbótarlaunasamninga, og vitum ekki annað en að stéttarfélögin séu líka sammála því að þetta sé bara í samræmi við gildandi rétt og gildandi kjarasamninga,“ sagði Snorri í viðtali í Reykjavík síðdegis. 260 milljónir af 25 milljörðum Kerfið gangi út á að tvö prósent af heildarlaunum þess hóps sem kerfið nái til séu sett í pott, sem sé nýttur í kerfið. Á hverju sex mánaða tímabili sé metið hvaða starfsmenn eigi rétt á viðbótarlaunum. „Það er hugsunin á bak við svona kerfi að það geti ekki allir fengið. Þú ert að meta álag og fleira sem viðkomandi hefur orðið fyrir í starfinu. Það er bara innbyggt í þetta kerfi að það eru 25 prósent starfsmanna sem falla undir þetta kerfi, það eru háskólamenntaðir starfsmenn hjá Skattinum, sem fá viðbótarlaun hverju sinni, fyrir hvert sex mánaða tímabil. Sem þýðir þá líka að 75 prósent starfsmanna fá ekki viðbótarlaun,“ segir Snorri. Sú upphæð sem starfsmenn fái sé sú sama fyrir alla. Í mati á hvaða starfsmenn fái bónusa sé litið til ýmissa þátta. „Framúrskarandi þekkingar, faglegra vinnubragða og sveigjanleika af hálfu starfsmanna. Af því það er auðvitað mismunandi álag á mismunandi tímum, það geta verið veikindi, það geta verið ný verkefni eins og núna, kílómetragjald á rafmagnsbíla. Þannig að þetta er svona til að mæta bæði hæfni og álagi í starfi.“ Snorri segir rétt að 260 milljónir króna hafi verið greiddar út á síðustu fjórum árum. Hann segir að hafa verði í huga að launakostnaður á sama tímabili séu 25 milljarðar. Þannig séu umframgreiðslurnar rúmlega eitt prósent af heildarlaunagreiðslum. Menn megi ekki gleyma hlutverki Skattsins Snorri segist skilja sjónarmið um að kerfið geti svipt starfsmenn hlutleysi og gert það að verkum að þeir verði grimmari í skattheimtu fyrir vikið. „Það er eitthvað sem við teljum að eigi að vera alveg tryggt, að það sé ekki tenging á milli þess að starfsmenn ávinni sér rétt til viðbótarlauna og þess sem er endurákvarðað í einstaka málum.“ Það sé stjórnenda að hafa yfirsýn yfir það sem sé að gerast. Verkefni Skattsins geti farið til Yfirskattanefndar eða dómstóla til endurskoðunar. Þau mál vinni Skatturinn ekki alltaf. „En ég skil auðvitað þessar áhyggjur, og þess vegna er mjög mikilvægt að menn átti sig á því að þetta er ekki þannig að það sé bein tenging á milli þess að þú sért að taka einhverja ákveðna aðila. En það má ekki heldur gleyma því að þetta er verkefni Skattsins. Verkefni Skattsins er að tryggja að ríki og sveitarfélög fái sínar tekjur.“ Ef horft væri til hlutfalla þá hefði Skatturinn á síðasta ári annast 95 prósent af skatttekjum ríkisins og 80 prósent í tilfelli sveitarfélaga. Viðtalið við Snorra í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Skattar og tollar Stjórnsýsla Kjaramál Reykjavík síðdegis Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Greint var frá því í Morgunblaðinu í vikunni að Skatturinn hefði síðustu fjögur ár greitt út 260 milljónir í bónusa til starfsfólks. Um var að ræða 535 tilvik greiðsla. Það væri um hálf milljón á hvert tilvik. Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að bónusakerfi Skattsins væri í senn siðlaust og spillt. Starfsfólk Skattsins væri opinberir eftirlitsaðilar og ætti að gæta að hlutleysi. Því væri stefnt í hættu með bónusunum. Snorri Olsen ríkisskattstjóri segir kerfið, sem innanhúss sé kallað „viðbótarlaunakerfi“ frekar en að talað sé um bónusa, eigi rætur að rekja til kjarasamnings sem gerður var árið 2014 milli ríkisins og Bandalags háskólamanna, BHM. Skatturinn hafi verið aðili að samningnum frá 2015. „Og útfært það sem viðbótarlaunakerfi. Það teljum við að sé í samræmi við bæði kjarasamninginn, við þær leiðbeiningar og reglur sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sett varðandi svona viðbótarlaunasamninga, og vitum ekki annað en að stéttarfélögin séu líka sammála því að þetta sé bara í samræmi við gildandi rétt og gildandi kjarasamninga,“ sagði Snorri í viðtali í Reykjavík síðdegis. 260 milljónir af 25 milljörðum Kerfið gangi út á að tvö prósent af heildarlaunum þess hóps sem kerfið nái til séu sett í pott, sem sé nýttur í kerfið. Á hverju sex mánaða tímabili sé metið hvaða starfsmenn eigi rétt á viðbótarlaunum. „Það er hugsunin á bak við svona kerfi að það geti ekki allir fengið. Þú ert að meta álag og fleira sem viðkomandi hefur orðið fyrir í starfinu. Það er bara innbyggt í þetta kerfi að það eru 25 prósent starfsmanna sem falla undir þetta kerfi, það eru háskólamenntaðir starfsmenn hjá Skattinum, sem fá viðbótarlaun hverju sinni, fyrir hvert sex mánaða tímabil. Sem þýðir þá líka að 75 prósent starfsmanna fá ekki viðbótarlaun,“ segir Snorri. Sú upphæð sem starfsmenn fái sé sú sama fyrir alla. Í mati á hvaða starfsmenn fái bónusa sé litið til ýmissa þátta. „Framúrskarandi þekkingar, faglegra vinnubragða og sveigjanleika af hálfu starfsmanna. Af því það er auðvitað mismunandi álag á mismunandi tímum, það geta verið veikindi, það geta verið ný verkefni eins og núna, kílómetragjald á rafmagnsbíla. Þannig að þetta er svona til að mæta bæði hæfni og álagi í starfi.“ Snorri segir rétt að 260 milljónir króna hafi verið greiddar út á síðustu fjórum árum. Hann segir að hafa verði í huga að launakostnaður á sama tímabili séu 25 milljarðar. Þannig séu umframgreiðslurnar rúmlega eitt prósent af heildarlaunagreiðslum. Menn megi ekki gleyma hlutverki Skattsins Snorri segist skilja sjónarmið um að kerfið geti svipt starfsmenn hlutleysi og gert það að verkum að þeir verði grimmari í skattheimtu fyrir vikið. „Það er eitthvað sem við teljum að eigi að vera alveg tryggt, að það sé ekki tenging á milli þess að starfsmenn ávinni sér rétt til viðbótarlauna og þess sem er endurákvarðað í einstaka málum.“ Það sé stjórnenda að hafa yfirsýn yfir það sem sé að gerast. Verkefni Skattsins geti farið til Yfirskattanefndar eða dómstóla til endurskoðunar. Þau mál vinni Skatturinn ekki alltaf. „En ég skil auðvitað þessar áhyggjur, og þess vegna er mjög mikilvægt að menn átti sig á því að þetta er ekki þannig að það sé bein tenging á milli þess að þú sért að taka einhverja ákveðna aðila. En það má ekki heldur gleyma því að þetta er verkefni Skattsins. Verkefni Skattsins er að tryggja að ríki og sveitarfélög fái sínar tekjur.“ Ef horft væri til hlutfalla þá hefði Skatturinn á síðasta ári annast 95 prósent af skatttekjum ríkisins og 80 prósent í tilfelli sveitarfélaga. Viðtalið við Snorra í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni.
Skattar og tollar Stjórnsýsla Kjaramál Reykjavík síðdegis Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira