Góðar útboðsvenjur geta lækkað kostnað Jóhanna Klara Stefánsdóttir og Bjartmar Steinn Guðjónsson skrifa 29. janúar 2024 15:00 Í þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands er fjárfesting í efnislegum þáttum skipt í þrennt, þ.e. íbúðarhúsnæði, mannvirki atvinnuveganna og opinbera innviði. Sérhæfing fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði er skipt upp í samræmi við þessar þrjár meginstoðir. Á síðasta ári var fjárfesting í íbúðarhúsnæði 146 ma.kr., 156 ma.kr. í opinberum innviðum og 184 ma.kr. í mannvirkjum atvinnuveganna. Við þetta má síðan bæta viðhaldsverkefnum sem eru einnig stór hluti af starfsemi fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði sem er í raun fjórða stoðin og er viðhald opinberra innviða þar umfangsmikið. Starfsumhverfi fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði hefur einkennst af óstöðugleika með tíðum upp- og niðursveiflum á markaði. Fyrirtæki í mannvirkjaiðnaði hafa þ.a.l. þurft að sýna mikla aðlögunarhæfni til að takast á við breyttar markaðsaðstæður sem oft gera lítil eða engin boð á undan sér. Í lok síðasta árs bárust fregnir af versnandi stöðu á byggingamarkaði þar sem 240 fyrirtæki í greininni urðu gjaldþrota til samanburðar við 86 fyrirtæki árið á undan. Markaðsaðstæður á síðasta ári mótuðust af aukinni verðbólgu og hækkun stýrivaxta en ekki síst af mikilli hækkun á byggingar- og fjármagnskostnaði auk fyrirvaralausra skattahækkana vegna vinnu manna á verkstað. Árlegt Útboðsþing SI fer fram á morgun 30. janúar í samstarfi við Félag vinnuvélaeigenda og Mannvirki - félag verktaka en þar munu opinberir verkkaupar kynna fyrirhuguð útboð ársins á verklegum framkvæmdum. Fyrirtæki innan raða SI hafa lengi kallað eftir hagkvæmu, stöðugu og skilvirku starfsumhverfi og innviðafjárfestingu þar sem áætlanir ganga eftir. Stór liður í því að bæta starfsumhverfi fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði er fólginn í bættum útboðsvenjum opinberra verkkaupa. Á Útboðsþingi SI á síðasta ári voru lagðar fram tillögur að 12 góðum útboðsvenjum. Þessum tillögum var vel tekið en þrátt fyrir áhuga allra hlutaðeigandi og vilja til breyttra útboðsvenja hefur lítið áunnist. Nauðsynlegt er að kalla marga aðila að borði sem þurfa að ganga í sömu átt í þeirri vegferð að bæta útboðsvenjur. Með samstarfsvettvangi opinberra verkkaupa væri unnt að einfalda samtalið við mannvirkjaiðnaðinn um bætt starfsumhverfi og innleiðingu góðra útboðsvenja til að tryggja samræmt verklag. Slíkir samstarfsvettvangar þekkjast víða í nágrannaríkjum okkar og hafa reynst vel með framgreind markmið í huga. Góðar útboðsvenjur væru til hagsbóta bæði fyrir fyrirtæki í mannvirkjaiðnaði og opinbera verkkaupa enda eru tillögurnar til þess fallnar að draga úr kostnaði, auka fyrirsjáanleika og bæta starfsumhverfi. Þannig geta fyrirtækin gert raunhæfar áætlanir og lagt inn hagstæðari tilboð í opinberar framkvæmdir. Hagstæðari tilboð leiða til lægri kostnaðar opinberra verkkaupa og draga þannig úr útgjöldum hins opinberra, íslenskum skattgreiðendum til bóta. Útboðsvenjurnar sem um ræðir og geta lækkað kostnað og dregið úr sóun eru eftirtaldar: Framkvæmd markaðskannana Valinn góður tími fyrir útboð Gera ráð fyrir eðlilegum undirbúningstíma framkvæmda Auka gæði kostnaðaráætlana Gera ráð fyrir hæfilegri greiðslu fyrir þátttöku Nota hæfileg og viðeigandi verðtryggingarákvæði Auka nákvæmni í útboðsskilmálum Hafa eðlileg og hæfileg hæfisskilyrði Gera hóflegar kröfur um gagnaskil Áskilja ekki eignarrétt á hugverkum Hafa vistvæna skilmála í samræmi við aðstæður á markaði Hafa bjóðendur viðstadda opnun Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins og Bjartmar Steinn Guðjónsson er viðskiptastjóri á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Rekstur hins opinbera Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands er fjárfesting í efnislegum þáttum skipt í þrennt, þ.e. íbúðarhúsnæði, mannvirki atvinnuveganna og opinbera innviði. Sérhæfing fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði er skipt upp í samræmi við þessar þrjár meginstoðir. Á síðasta ári var fjárfesting í íbúðarhúsnæði 146 ma.kr., 156 ma.kr. í opinberum innviðum og 184 ma.kr. í mannvirkjum atvinnuveganna. Við þetta má síðan bæta viðhaldsverkefnum sem eru einnig stór hluti af starfsemi fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði sem er í raun fjórða stoðin og er viðhald opinberra innviða þar umfangsmikið. Starfsumhverfi fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði hefur einkennst af óstöðugleika með tíðum upp- og niðursveiflum á markaði. Fyrirtæki í mannvirkjaiðnaði hafa þ.a.l. þurft að sýna mikla aðlögunarhæfni til að takast á við breyttar markaðsaðstæður sem oft gera lítil eða engin boð á undan sér. Í lok síðasta árs bárust fregnir af versnandi stöðu á byggingamarkaði þar sem 240 fyrirtæki í greininni urðu gjaldþrota til samanburðar við 86 fyrirtæki árið á undan. Markaðsaðstæður á síðasta ári mótuðust af aukinni verðbólgu og hækkun stýrivaxta en ekki síst af mikilli hækkun á byggingar- og fjármagnskostnaði auk fyrirvaralausra skattahækkana vegna vinnu manna á verkstað. Árlegt Útboðsþing SI fer fram á morgun 30. janúar í samstarfi við Félag vinnuvélaeigenda og Mannvirki - félag verktaka en þar munu opinberir verkkaupar kynna fyrirhuguð útboð ársins á verklegum framkvæmdum. Fyrirtæki innan raða SI hafa lengi kallað eftir hagkvæmu, stöðugu og skilvirku starfsumhverfi og innviðafjárfestingu þar sem áætlanir ganga eftir. Stór liður í því að bæta starfsumhverfi fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði er fólginn í bættum útboðsvenjum opinberra verkkaupa. Á Útboðsþingi SI á síðasta ári voru lagðar fram tillögur að 12 góðum útboðsvenjum. Þessum tillögum var vel tekið en þrátt fyrir áhuga allra hlutaðeigandi og vilja til breyttra útboðsvenja hefur lítið áunnist. Nauðsynlegt er að kalla marga aðila að borði sem þurfa að ganga í sömu átt í þeirri vegferð að bæta útboðsvenjur. Með samstarfsvettvangi opinberra verkkaupa væri unnt að einfalda samtalið við mannvirkjaiðnaðinn um bætt starfsumhverfi og innleiðingu góðra útboðsvenja til að tryggja samræmt verklag. Slíkir samstarfsvettvangar þekkjast víða í nágrannaríkjum okkar og hafa reynst vel með framgreind markmið í huga. Góðar útboðsvenjur væru til hagsbóta bæði fyrir fyrirtæki í mannvirkjaiðnaði og opinbera verkkaupa enda eru tillögurnar til þess fallnar að draga úr kostnaði, auka fyrirsjáanleika og bæta starfsumhverfi. Þannig geta fyrirtækin gert raunhæfar áætlanir og lagt inn hagstæðari tilboð í opinberar framkvæmdir. Hagstæðari tilboð leiða til lægri kostnaðar opinberra verkkaupa og draga þannig úr útgjöldum hins opinberra, íslenskum skattgreiðendum til bóta. Útboðsvenjurnar sem um ræðir og geta lækkað kostnað og dregið úr sóun eru eftirtaldar: Framkvæmd markaðskannana Valinn góður tími fyrir útboð Gera ráð fyrir eðlilegum undirbúningstíma framkvæmda Auka gæði kostnaðaráætlana Gera ráð fyrir hæfilegri greiðslu fyrir þátttöku Nota hæfileg og viðeigandi verðtryggingarákvæði Auka nákvæmni í útboðsskilmálum Hafa eðlileg og hæfileg hæfisskilyrði Gera hóflegar kröfur um gagnaskil Áskilja ekki eignarrétt á hugverkum Hafa vistvæna skilmála í samræmi við aðstæður á markaði Hafa bjóðendur viðstadda opnun Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins og Bjartmar Steinn Guðjónsson er viðskiptastjóri á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun