Kristín og Kristján Helgi til Kjör- og Krambúðanna Lovísa Arnardóttir skrifar 24. janúar 2024 10:06 Kristín og Kristján taka nú við nýjum stöðum hjá Samkaupum. Aðsendar Kristín Gunnarsdóttir og Kristján Helgi Olsen Ævarsson hafa tekið við nýjum stöðum hjá Krambúð og Kjörbúðinni á verslunar- og mannauðssviði. Kristján Helgi hefur tekið við stöðu sölustjóra Krambúða og Kjörbúða og Kristín sem rekstrarstjóri Krambúða og Kjörbúða. Þau hafa bæði þegar hafið störf hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum sem reka verslanirnar. Samkaup reka 60 verslanir víðs vegar um landið undir merkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland. Hjá félaginu starfa um 1.250 starfsmenn í rúmlega 660 stöðugildum. „Þessar ráðningar og skipulagsbreytingar eru liður í að styrkja Kjör- og Krambúðirnar enn frekar við að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og vöruúrval í verslunum okkar um allt land. Kjörbúðirnar og Krambúðirnar eru nær viðskiptavinunum en stærri verslanir, í hverfum og smærri byggðakjörnum. Þær eru mikilvægur innviður í þessum samfélögum og við viljum sinna því verkefni af kostgæfni og rækta sambandið við fólkið í kringum okkur. Kristín og Kristján munu leika mikilvægt hlutverk í þeirri vinnu“, segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Í tilkynningunni kemur fram að Kristín starfaði áður sem mannauðsstjóri Kjör- og Krambúða en hefur nú tekið við stöðu rekstrarstjóra. Kristín er með BS gráðu í sálfræði og meistaragráðu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Kristín hóf störf sem mannauðsráðgjafi hjá Samkaupum og tók síðar við stöðu mannauðsstjóra. Áður starfaði hún meðal annars sem mannauðssérfræðingur hjá mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkurborgar. Kristján Helgi kemur til Kjör- og Krambúðarinnar frá Fríhöfninni þar sem hann starfaði í áratug og sinnti ýmsum störfum, meðal annars sem verslunarstjóri og innkaupa- og vöruflokkastjóri. Kristján tekur við stöðu sölustjóra Krambúða og Kjörbúða og mun meðal annars halda utan um samninga við birgja, áætlunargerð, vöruval og mótun sölustefnu. Neytendur Vistaskipti Mannauðsmál Matvöruverslun Verslun Tengdar fréttir Sameining við Samkaup gæti „hrist upp“ í smásölumarkaðnum Mögulegur samruni Orkunnar og Heimkaupa við Samkaup, sem er sagður vera rökréttur, gæti „hrist nokkuð upp í smásölumarkaðnum“ og ljóst að sameinað félag yrði nægjanlega stórt til að eiga erindi á Aðalmarkað í Kauphöllinni, að mati greinenda. Á meðan risarnir á markaði, Hagar og Festi, eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða sem eru ekki ýkja virkir í stjórnun félaganna eru hluthafar Skel fjárfestingafélags, sem á Orkuna og Heimkaup, líklega „meira öskrandi á hliðarlínunni.“ 23. janúar 2024 13:59 Viðræður hafnar um samruna Samkaupa við Heimkaup og Orkuna Fjárfestingafélagið Skel og Samkaup hafa undirritað yfirlýsingu um að hefja könnunarviðræður vegna mögulegs samruna Samkaupa við Orkuna og Heimkaup. Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljar til Kauphallar. 19. janúar 2024 17:39 Falið að bæta verðlagseftirlit og stafræna þjónustu Albert Þór Kristjánsson hefur tekið við stöðu forstöðumanns í upplýsingatækni og stafrænni þróun á fjármála- og rekstrarsviði og Rakel Másdóttir hefur tekið við stöðu verðstýringar- og verkefnastjóra á verslunar- og mannauðssviði hjá Samkaupum. Þau hafa bæði þegar hafið störf hjá fyrirtækinu. 18. janúar 2024 10:01 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Þau hafa bæði þegar hafið störf hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum sem reka verslanirnar. Samkaup reka 60 verslanir víðs vegar um landið undir merkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland. Hjá félaginu starfa um 1.250 starfsmenn í rúmlega 660 stöðugildum. „Þessar ráðningar og skipulagsbreytingar eru liður í að styrkja Kjör- og Krambúðirnar enn frekar við að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og vöruúrval í verslunum okkar um allt land. Kjörbúðirnar og Krambúðirnar eru nær viðskiptavinunum en stærri verslanir, í hverfum og smærri byggðakjörnum. Þær eru mikilvægur innviður í þessum samfélögum og við viljum sinna því verkefni af kostgæfni og rækta sambandið við fólkið í kringum okkur. Kristín og Kristján munu leika mikilvægt hlutverk í þeirri vinnu“, segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Í tilkynningunni kemur fram að Kristín starfaði áður sem mannauðsstjóri Kjör- og Krambúða en hefur nú tekið við stöðu rekstrarstjóra. Kristín er með BS gráðu í sálfræði og meistaragráðu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Kristín hóf störf sem mannauðsráðgjafi hjá Samkaupum og tók síðar við stöðu mannauðsstjóra. Áður starfaði hún meðal annars sem mannauðssérfræðingur hjá mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkurborgar. Kristján Helgi kemur til Kjör- og Krambúðarinnar frá Fríhöfninni þar sem hann starfaði í áratug og sinnti ýmsum störfum, meðal annars sem verslunarstjóri og innkaupa- og vöruflokkastjóri. Kristján tekur við stöðu sölustjóra Krambúða og Kjörbúða og mun meðal annars halda utan um samninga við birgja, áætlunargerð, vöruval og mótun sölustefnu.
Neytendur Vistaskipti Mannauðsmál Matvöruverslun Verslun Tengdar fréttir Sameining við Samkaup gæti „hrist upp“ í smásölumarkaðnum Mögulegur samruni Orkunnar og Heimkaupa við Samkaup, sem er sagður vera rökréttur, gæti „hrist nokkuð upp í smásölumarkaðnum“ og ljóst að sameinað félag yrði nægjanlega stórt til að eiga erindi á Aðalmarkað í Kauphöllinni, að mati greinenda. Á meðan risarnir á markaði, Hagar og Festi, eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða sem eru ekki ýkja virkir í stjórnun félaganna eru hluthafar Skel fjárfestingafélags, sem á Orkuna og Heimkaup, líklega „meira öskrandi á hliðarlínunni.“ 23. janúar 2024 13:59 Viðræður hafnar um samruna Samkaupa við Heimkaup og Orkuna Fjárfestingafélagið Skel og Samkaup hafa undirritað yfirlýsingu um að hefja könnunarviðræður vegna mögulegs samruna Samkaupa við Orkuna og Heimkaup. Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljar til Kauphallar. 19. janúar 2024 17:39 Falið að bæta verðlagseftirlit og stafræna þjónustu Albert Þór Kristjánsson hefur tekið við stöðu forstöðumanns í upplýsingatækni og stafrænni þróun á fjármála- og rekstrarsviði og Rakel Másdóttir hefur tekið við stöðu verðstýringar- og verkefnastjóra á verslunar- og mannauðssviði hjá Samkaupum. Þau hafa bæði þegar hafið störf hjá fyrirtækinu. 18. janúar 2024 10:01 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Sameining við Samkaup gæti „hrist upp“ í smásölumarkaðnum Mögulegur samruni Orkunnar og Heimkaupa við Samkaup, sem er sagður vera rökréttur, gæti „hrist nokkuð upp í smásölumarkaðnum“ og ljóst að sameinað félag yrði nægjanlega stórt til að eiga erindi á Aðalmarkað í Kauphöllinni, að mati greinenda. Á meðan risarnir á markaði, Hagar og Festi, eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða sem eru ekki ýkja virkir í stjórnun félaganna eru hluthafar Skel fjárfestingafélags, sem á Orkuna og Heimkaup, líklega „meira öskrandi á hliðarlínunni.“ 23. janúar 2024 13:59
Viðræður hafnar um samruna Samkaupa við Heimkaup og Orkuna Fjárfestingafélagið Skel og Samkaup hafa undirritað yfirlýsingu um að hefja könnunarviðræður vegna mögulegs samruna Samkaupa við Orkuna og Heimkaup. Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljar til Kauphallar. 19. janúar 2024 17:39
Falið að bæta verðlagseftirlit og stafræna þjónustu Albert Þór Kristjánsson hefur tekið við stöðu forstöðumanns í upplýsingatækni og stafrænni þróun á fjármála- og rekstrarsviði og Rakel Másdóttir hefur tekið við stöðu verðstýringar- og verkefnastjóra á verslunar- og mannauðssviði hjá Samkaupum. Þau hafa bæði þegar hafið störf hjá fyrirtækinu. 18. janúar 2024 10:01