Kristín og Kristján Helgi til Kjör- og Krambúðanna Lovísa Arnardóttir skrifar 24. janúar 2024 10:06 Kristín og Kristján taka nú við nýjum stöðum hjá Samkaupum. Aðsendar Kristín Gunnarsdóttir og Kristján Helgi Olsen Ævarsson hafa tekið við nýjum stöðum hjá Krambúð og Kjörbúðinni á verslunar- og mannauðssviði. Kristján Helgi hefur tekið við stöðu sölustjóra Krambúða og Kjörbúða og Kristín sem rekstrarstjóri Krambúða og Kjörbúða. Þau hafa bæði þegar hafið störf hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum sem reka verslanirnar. Samkaup reka 60 verslanir víðs vegar um landið undir merkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland. Hjá félaginu starfa um 1.250 starfsmenn í rúmlega 660 stöðugildum. „Þessar ráðningar og skipulagsbreytingar eru liður í að styrkja Kjör- og Krambúðirnar enn frekar við að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og vöruúrval í verslunum okkar um allt land. Kjörbúðirnar og Krambúðirnar eru nær viðskiptavinunum en stærri verslanir, í hverfum og smærri byggðakjörnum. Þær eru mikilvægur innviður í þessum samfélögum og við viljum sinna því verkefni af kostgæfni og rækta sambandið við fólkið í kringum okkur. Kristín og Kristján munu leika mikilvægt hlutverk í þeirri vinnu“, segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Í tilkynningunni kemur fram að Kristín starfaði áður sem mannauðsstjóri Kjör- og Krambúða en hefur nú tekið við stöðu rekstrarstjóra. Kristín er með BS gráðu í sálfræði og meistaragráðu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Kristín hóf störf sem mannauðsráðgjafi hjá Samkaupum og tók síðar við stöðu mannauðsstjóra. Áður starfaði hún meðal annars sem mannauðssérfræðingur hjá mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkurborgar. Kristján Helgi kemur til Kjör- og Krambúðarinnar frá Fríhöfninni þar sem hann starfaði í áratug og sinnti ýmsum störfum, meðal annars sem verslunarstjóri og innkaupa- og vöruflokkastjóri. Kristján tekur við stöðu sölustjóra Krambúða og Kjörbúða og mun meðal annars halda utan um samninga við birgja, áætlunargerð, vöruval og mótun sölustefnu. Neytendur Vistaskipti Mannauðsmál Matvöruverslun Verslun Tengdar fréttir Sameining við Samkaup gæti „hrist upp“ í smásölumarkaðnum Mögulegur samruni Orkunnar og Heimkaupa við Samkaup, sem er sagður vera rökréttur, gæti „hrist nokkuð upp í smásölumarkaðnum“ og ljóst að sameinað félag yrði nægjanlega stórt til að eiga erindi á Aðalmarkað í Kauphöllinni, að mati greinenda. Á meðan risarnir á markaði, Hagar og Festi, eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða sem eru ekki ýkja virkir í stjórnun félaganna eru hluthafar Skel fjárfestingafélags, sem á Orkuna og Heimkaup, líklega „meira öskrandi á hliðarlínunni.“ 23. janúar 2024 13:59 Viðræður hafnar um samruna Samkaupa við Heimkaup og Orkuna Fjárfestingafélagið Skel og Samkaup hafa undirritað yfirlýsingu um að hefja könnunarviðræður vegna mögulegs samruna Samkaupa við Orkuna og Heimkaup. Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljar til Kauphallar. 19. janúar 2024 17:39 Falið að bæta verðlagseftirlit og stafræna þjónustu Albert Þór Kristjánsson hefur tekið við stöðu forstöðumanns í upplýsingatækni og stafrænni þróun á fjármála- og rekstrarsviði og Rakel Másdóttir hefur tekið við stöðu verðstýringar- og verkefnastjóra á verslunar- og mannauðssviði hjá Samkaupum. Þau hafa bæði þegar hafið störf hjá fyrirtækinu. 18. janúar 2024 10:01 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Þau hafa bæði þegar hafið störf hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum sem reka verslanirnar. Samkaup reka 60 verslanir víðs vegar um landið undir merkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland. Hjá félaginu starfa um 1.250 starfsmenn í rúmlega 660 stöðugildum. „Þessar ráðningar og skipulagsbreytingar eru liður í að styrkja Kjör- og Krambúðirnar enn frekar við að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og vöruúrval í verslunum okkar um allt land. Kjörbúðirnar og Krambúðirnar eru nær viðskiptavinunum en stærri verslanir, í hverfum og smærri byggðakjörnum. Þær eru mikilvægur innviður í þessum samfélögum og við viljum sinna því verkefni af kostgæfni og rækta sambandið við fólkið í kringum okkur. Kristín og Kristján munu leika mikilvægt hlutverk í þeirri vinnu“, segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Í tilkynningunni kemur fram að Kristín starfaði áður sem mannauðsstjóri Kjör- og Krambúða en hefur nú tekið við stöðu rekstrarstjóra. Kristín er með BS gráðu í sálfræði og meistaragráðu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Kristín hóf störf sem mannauðsráðgjafi hjá Samkaupum og tók síðar við stöðu mannauðsstjóra. Áður starfaði hún meðal annars sem mannauðssérfræðingur hjá mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkurborgar. Kristján Helgi kemur til Kjör- og Krambúðarinnar frá Fríhöfninni þar sem hann starfaði í áratug og sinnti ýmsum störfum, meðal annars sem verslunarstjóri og innkaupa- og vöruflokkastjóri. Kristján tekur við stöðu sölustjóra Krambúða og Kjörbúða og mun meðal annars halda utan um samninga við birgja, áætlunargerð, vöruval og mótun sölustefnu.
Neytendur Vistaskipti Mannauðsmál Matvöruverslun Verslun Tengdar fréttir Sameining við Samkaup gæti „hrist upp“ í smásölumarkaðnum Mögulegur samruni Orkunnar og Heimkaupa við Samkaup, sem er sagður vera rökréttur, gæti „hrist nokkuð upp í smásölumarkaðnum“ og ljóst að sameinað félag yrði nægjanlega stórt til að eiga erindi á Aðalmarkað í Kauphöllinni, að mati greinenda. Á meðan risarnir á markaði, Hagar og Festi, eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða sem eru ekki ýkja virkir í stjórnun félaganna eru hluthafar Skel fjárfestingafélags, sem á Orkuna og Heimkaup, líklega „meira öskrandi á hliðarlínunni.“ 23. janúar 2024 13:59 Viðræður hafnar um samruna Samkaupa við Heimkaup og Orkuna Fjárfestingafélagið Skel og Samkaup hafa undirritað yfirlýsingu um að hefja könnunarviðræður vegna mögulegs samruna Samkaupa við Orkuna og Heimkaup. Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljar til Kauphallar. 19. janúar 2024 17:39 Falið að bæta verðlagseftirlit og stafræna þjónustu Albert Þór Kristjánsson hefur tekið við stöðu forstöðumanns í upplýsingatækni og stafrænni þróun á fjármála- og rekstrarsviði og Rakel Másdóttir hefur tekið við stöðu verðstýringar- og verkefnastjóra á verslunar- og mannauðssviði hjá Samkaupum. Þau hafa bæði þegar hafið störf hjá fyrirtækinu. 18. janúar 2024 10:01 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Sameining við Samkaup gæti „hrist upp“ í smásölumarkaðnum Mögulegur samruni Orkunnar og Heimkaupa við Samkaup, sem er sagður vera rökréttur, gæti „hrist nokkuð upp í smásölumarkaðnum“ og ljóst að sameinað félag yrði nægjanlega stórt til að eiga erindi á Aðalmarkað í Kauphöllinni, að mati greinenda. Á meðan risarnir á markaði, Hagar og Festi, eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða sem eru ekki ýkja virkir í stjórnun félaganna eru hluthafar Skel fjárfestingafélags, sem á Orkuna og Heimkaup, líklega „meira öskrandi á hliðarlínunni.“ 23. janúar 2024 13:59
Viðræður hafnar um samruna Samkaupa við Heimkaup og Orkuna Fjárfestingafélagið Skel og Samkaup hafa undirritað yfirlýsingu um að hefja könnunarviðræður vegna mögulegs samruna Samkaupa við Orkuna og Heimkaup. Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljar til Kauphallar. 19. janúar 2024 17:39
Falið að bæta verðlagseftirlit og stafræna þjónustu Albert Þór Kristjánsson hefur tekið við stöðu forstöðumanns í upplýsingatækni og stafrænni þróun á fjármála- og rekstrarsviði og Rakel Másdóttir hefur tekið við stöðu verðstýringar- og verkefnastjóra á verslunar- og mannauðssviði hjá Samkaupum. Þau hafa bæði þegar hafið störf hjá fyrirtækinu. 18. janúar 2024 10:01