Segir sameiningar háskóla efla háskólastarf um land allt Lovísa Arnardóttir skrifar 23. janúar 2024 08:46 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, segir að með sameiningu sé hægt að tryggja fjölbreyttara nám í háskólum á landsbyggðinni. Vísir/Einar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, ræddi sameiningu háskóla í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist skilja ótta við breytingar og að það væri eðlilegt að margar spurningar vöknuðu við stórar sameiningar. Áslaug Arna kynnir á ríkisstjórnarfundi í dag niðurstöður fýsileikakönnunar á sameiningu Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum en mælt var með því í henni að skólarnir myndu sameinast. Háskólinn á Hólum yrði þá sér háskólasvæði [e. Campus] en myndi starfa undir Háskóla Íslands. Áslaug Arna sagði þetta þekkjast erlendis. Það sé einn skóli sem fari með yfirstjórn en að það séu sjálfstæð háskólasvæði þar sem er hægt að kenna einhver ákveðin svið eða ákveðið nám. Hún sagði Háskólann á Hólum sjá tækifæri í sínu námi tengt atvinnulífinu, eins og fiskeldi eða ferðaþjónustu. Það væri hægt að nýta ýmsar greinar HÍ eins og matvælafræði og lögfræði í það nám sem þegar er kennt á Hólum. Stór háskóli á landsbyggð Í þættinum ræddi hún einnig sameiningu háskólanna á Akureyri og Bifröst. Hún sagðist hafa unnið að betra samstarfi háskóla á Íslandi til að bæta gæði þeirra og að upp úr því samtali hafi komið fram hugmyndir um sameiningu. Skólarnir hafi báðir verið leiðandi í fjarnámi. Þeir hafi farið í þetta samtal og séð ýmis tækifæri í því að sameinast. Hún segir fýsileikakönnun aðeins hafa verið fyrsta skrefið. Niðurstaða hennar hafi verið að skólarnir deildu framtíðarsýn og á þeim grundvelli væri nú verið að vinna hugmyndina áfram. Það yrði unnið með starfsfólki skólanna. „Stóran og öflugan opinberan háskóla á landsbyggðinni,“ sagði Áslaug. Hún sagði kennsluna fara fram í fjarnámi en líka á Akureyri þar sem væri hægt að efla staðnám. Hún sagði þetta ekki sparnaðaraðgerð heldur aðallega gert til að efla háskólakerfið. Með sameiningunni væri hægt að bjóða upp á fjölbreyttara háskólanám. Sem dæmi væri ákall að norðan að kenna meira listnám á háskólastigi. Selja húsnæði á Bifröst Áslaug sagði ákall frá almenningi um sveigjanleika í háskólanámi og tók undir orð Ólínu Þorvarðardóttur, prófessors og deildarforseta félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, í þættinum í gær þar sem hún sagði fjarnámið tæki til að tryggja jafnræði. Hún sagði að ef verði af sameiningunni sé gert ráð fyrir því að 250 milljónir verði lagðar í rannsóknasjóð en að einnig sé gert ráð fyrir fjármagni vegna sölu bygginga á Bifröst. Hvalveiðimálið sett til hliðar Hvað varðar stöðu ríkisstjórnarinnar sagði Áslaug að það hefði auðvitað margt verið rætt hvað varðar álit umboðsmanns í hvalveiðimálinu en í ljósi tíðinda af krabbameini Svandísar væri það mál sett til hliðar. Hún sagði alla ríkisstjórna styðja Svandísi í því verkefni sem hún á fyrir höndum. Áslaug Arna sagði stór verkefni framundan fyrir ríkisstjórnina og að það yrði lögð mest áhersla á efnahagsmál. Er hún ekki að liðast í sundur? „Nei, við höfum stór verkefni framundan. Hvort sem er það er breytingar okkar eða viðbrögð okkar við stöðunni í Grindavík sem við erum hvergi nærri búin, heldur verður áframhaldandi áskorun,“ sagði Áslaug Arna. Skóla - og menntamál Háskólar Akureyri Borgarbyggð Reykjavík Skagafjörður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Bítið Tengdar fréttir Tíðindin breyti ekki afstöðu þingmanna til málsins Formaður Flokks fólksins segir ekkert annað hafa komið til greina en að draga til baka vantraust en hvalveiðimálið vofi þó enn yfir. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn ekki hafa verið búinn að komast að afstöðu til vantrausts þegar tíðindi af veikindum ráðherra bárust. Tíðindin breyti þó ekki óánægju flokksins með málið. 22. janúar 2024 21:40 Ólíklegt að umræða um vantraust fari fram samdægurs Ólíklegt er að umræður og atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu í garð matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, fari fram í dag. 22. janúar 2024 12:29 Hissa yfir viðbrögðum Svandísar og segir þau vonbrigði Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, segir að viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna álits umboðsmanns Alþingis vera sér vonbrigði. Hún segir að þingflokkur Sjálfstæðismanna muni fara yfir stöðuna síðar í dag. 22. janúar 2024 11:43 Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð. 22. janúar 2024 08:39 Svandís grípur til aðgerða þótt lögfræðiálit segi að þess þurfi ekki Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ætlar að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta gerir Svandís þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. 22. janúar 2024 08:20 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Áslaug Arna kynnir á ríkisstjórnarfundi í dag niðurstöður fýsileikakönnunar á sameiningu Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum en mælt var með því í henni að skólarnir myndu sameinast. Háskólinn á Hólum yrði þá sér háskólasvæði [e. Campus] en myndi starfa undir Háskóla Íslands. Áslaug Arna sagði þetta þekkjast erlendis. Það sé einn skóli sem fari með yfirstjórn en að það séu sjálfstæð háskólasvæði þar sem er hægt að kenna einhver ákveðin svið eða ákveðið nám. Hún sagði Háskólann á Hólum sjá tækifæri í sínu námi tengt atvinnulífinu, eins og fiskeldi eða ferðaþjónustu. Það væri hægt að nýta ýmsar greinar HÍ eins og matvælafræði og lögfræði í það nám sem þegar er kennt á Hólum. Stór háskóli á landsbyggð Í þættinum ræddi hún einnig sameiningu háskólanna á Akureyri og Bifröst. Hún sagðist hafa unnið að betra samstarfi háskóla á Íslandi til að bæta gæði þeirra og að upp úr því samtali hafi komið fram hugmyndir um sameiningu. Skólarnir hafi báðir verið leiðandi í fjarnámi. Þeir hafi farið í þetta samtal og séð ýmis tækifæri í því að sameinast. Hún segir fýsileikakönnun aðeins hafa verið fyrsta skrefið. Niðurstaða hennar hafi verið að skólarnir deildu framtíðarsýn og á þeim grundvelli væri nú verið að vinna hugmyndina áfram. Það yrði unnið með starfsfólki skólanna. „Stóran og öflugan opinberan háskóla á landsbyggðinni,“ sagði Áslaug. Hún sagði kennsluna fara fram í fjarnámi en líka á Akureyri þar sem væri hægt að efla staðnám. Hún sagði þetta ekki sparnaðaraðgerð heldur aðallega gert til að efla háskólakerfið. Með sameiningunni væri hægt að bjóða upp á fjölbreyttara háskólanám. Sem dæmi væri ákall að norðan að kenna meira listnám á háskólastigi. Selja húsnæði á Bifröst Áslaug sagði ákall frá almenningi um sveigjanleika í háskólanámi og tók undir orð Ólínu Þorvarðardóttur, prófessors og deildarforseta félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, í þættinum í gær þar sem hún sagði fjarnámið tæki til að tryggja jafnræði. Hún sagði að ef verði af sameiningunni sé gert ráð fyrir því að 250 milljónir verði lagðar í rannsóknasjóð en að einnig sé gert ráð fyrir fjármagni vegna sölu bygginga á Bifröst. Hvalveiðimálið sett til hliðar Hvað varðar stöðu ríkisstjórnarinnar sagði Áslaug að það hefði auðvitað margt verið rætt hvað varðar álit umboðsmanns í hvalveiðimálinu en í ljósi tíðinda af krabbameini Svandísar væri það mál sett til hliðar. Hún sagði alla ríkisstjórna styðja Svandísi í því verkefni sem hún á fyrir höndum. Áslaug Arna sagði stór verkefni framundan fyrir ríkisstjórnina og að það yrði lögð mest áhersla á efnahagsmál. Er hún ekki að liðast í sundur? „Nei, við höfum stór verkefni framundan. Hvort sem er það er breytingar okkar eða viðbrögð okkar við stöðunni í Grindavík sem við erum hvergi nærri búin, heldur verður áframhaldandi áskorun,“ sagði Áslaug Arna.
Skóla - og menntamál Háskólar Akureyri Borgarbyggð Reykjavík Skagafjörður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Bítið Tengdar fréttir Tíðindin breyti ekki afstöðu þingmanna til málsins Formaður Flokks fólksins segir ekkert annað hafa komið til greina en að draga til baka vantraust en hvalveiðimálið vofi þó enn yfir. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn ekki hafa verið búinn að komast að afstöðu til vantrausts þegar tíðindi af veikindum ráðherra bárust. Tíðindin breyti þó ekki óánægju flokksins með málið. 22. janúar 2024 21:40 Ólíklegt að umræða um vantraust fari fram samdægurs Ólíklegt er að umræður og atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu í garð matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, fari fram í dag. 22. janúar 2024 12:29 Hissa yfir viðbrögðum Svandísar og segir þau vonbrigði Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, segir að viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna álits umboðsmanns Alþingis vera sér vonbrigði. Hún segir að þingflokkur Sjálfstæðismanna muni fara yfir stöðuna síðar í dag. 22. janúar 2024 11:43 Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð. 22. janúar 2024 08:39 Svandís grípur til aðgerða þótt lögfræðiálit segi að þess þurfi ekki Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ætlar að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta gerir Svandís þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. 22. janúar 2024 08:20 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Tíðindin breyti ekki afstöðu þingmanna til málsins Formaður Flokks fólksins segir ekkert annað hafa komið til greina en að draga til baka vantraust en hvalveiðimálið vofi þó enn yfir. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn ekki hafa verið búinn að komast að afstöðu til vantrausts þegar tíðindi af veikindum ráðherra bárust. Tíðindin breyti þó ekki óánægju flokksins með málið. 22. janúar 2024 21:40
Ólíklegt að umræða um vantraust fari fram samdægurs Ólíklegt er að umræður og atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu í garð matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, fari fram í dag. 22. janúar 2024 12:29
Hissa yfir viðbrögðum Svandísar og segir þau vonbrigði Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, segir að viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna álits umboðsmanns Alþingis vera sér vonbrigði. Hún segir að þingflokkur Sjálfstæðismanna muni fara yfir stöðuna síðar í dag. 22. janúar 2024 11:43
Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð. 22. janúar 2024 08:39
Svandís grípur til aðgerða þótt lögfræðiálit segi að þess þurfi ekki Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ætlar að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta gerir Svandís þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. 22. janúar 2024 08:20
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent