Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. janúar 2024 21:41 Reykjavíkurborg hefur sett mótmælendum meiri skorður í nýju leyfi. Nú mega mótmælendurnir aðeins vera með eitt tjald og þeir mega ekki gista í því. Vísir/Steingrímur Dúi Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. Fréttastofa ræddi við aðgerðasinna á Austurvelli um tjaldbúðirnar og strangara leyfi Reykjavíkurborgar. Veistu hvers vegna þessi breyting er gerð? „Nei, við höfum ekki fengið almennilegar skýringar varðandi það,“ sagði Askur Hrafn Hannesson, aðgerðasinni. Eruð þið sátt með þetta? „Við erum tiltölulega sátt en höfum sent breytingartillögu á samkomulaginu til borgaryfirvalda og hún felst í raun í því að við megum vera með litlu tjöldin fyrir utan upp á aukinn sýnileika en við komum ekki til með að sofa í þeim,“ segir Askur. Askur og Sunna standa vaktina í tjaldinu á Austurvelli ásamt fjölda Palestínumanna og annarra Íslendinga.Vísir/Steingrímur Dúi Hvað hafið þið verið að gera hér á daginn til að stytta fólki stundir? „Við erum aðallega að bjóða palestínsku fjölskyldurnar velkomnar og stuðningsmenn þeirra og við erum með kaffi og te og kökur. Bara að reyna að veita stuðning og góðan anda. Svo eru Íslendingarnir rosamikið í því líka að þrýsta á stjórnvöld,“ segir Sunna Axels, aðgerðarsinni. Svo hafið þið verið að hengja fána í flíkur, er mikil eftirspurn eftir því? „Það er búið að taka rosalega vel í það. Við bjóðum öllum að koma sem vilja með flíkur og þá getum við saumað ókeypis palestínska fánann á fyrir þau,“ segir Sunna. Svo er eitthvað um að vera hjá ykkur eftir helgi? „Á mánudaginn klukkan 14:30 þá munum við mótmæli fyrir utan Alþingi og þrýsta á fjölskyldusameininguna og að brottvísunum á Palestínufólki verði hætt,“ segir Askur en á mánudaginn kemur Alþingi saman. Palestína Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. 19. janúar 2024 19:52 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Fréttastofa ræddi við aðgerðasinna á Austurvelli um tjaldbúðirnar og strangara leyfi Reykjavíkurborgar. Veistu hvers vegna þessi breyting er gerð? „Nei, við höfum ekki fengið almennilegar skýringar varðandi það,“ sagði Askur Hrafn Hannesson, aðgerðasinni. Eruð þið sátt með þetta? „Við erum tiltölulega sátt en höfum sent breytingartillögu á samkomulaginu til borgaryfirvalda og hún felst í raun í því að við megum vera með litlu tjöldin fyrir utan upp á aukinn sýnileika en við komum ekki til með að sofa í þeim,“ segir Askur. Askur og Sunna standa vaktina í tjaldinu á Austurvelli ásamt fjölda Palestínumanna og annarra Íslendinga.Vísir/Steingrímur Dúi Hvað hafið þið verið að gera hér á daginn til að stytta fólki stundir? „Við erum aðallega að bjóða palestínsku fjölskyldurnar velkomnar og stuðningsmenn þeirra og við erum með kaffi og te og kökur. Bara að reyna að veita stuðning og góðan anda. Svo eru Íslendingarnir rosamikið í því líka að þrýsta á stjórnvöld,“ segir Sunna Axels, aðgerðarsinni. Svo hafið þið verið að hengja fána í flíkur, er mikil eftirspurn eftir því? „Það er búið að taka rosalega vel í það. Við bjóðum öllum að koma sem vilja með flíkur og þá getum við saumað ókeypis palestínska fánann á fyrir þau,“ segir Sunna. Svo er eitthvað um að vera hjá ykkur eftir helgi? „Á mánudaginn klukkan 14:30 þá munum við mótmæli fyrir utan Alþingi og þrýsta á fjölskyldusameininguna og að brottvísunum á Palestínufólki verði hætt,“ segir Askur en á mánudaginn kemur Alþingi saman.
Palestína Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. 19. janúar 2024 19:52 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. 19. janúar 2024 19:52