Blendnar tilfinningar fylgja opnun fiskvinnslunnar í Grindavík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. janúar 2024 21:00 Alda Agnes Gylfadóttir er framkvæmdastjóri Einhamar Seafood í Grindavík sem hóf starfsemi í dag eftir tveggja mánaða lokun. Vísir/Einar Hjól atvinnulífsins eru smám saman farin að snúast í Grindavík, þrátt fyrir yfirvofandi hættu á eldgosi nálægt bæjarmörkunum. Framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækis, sem opnaði í dag í fyrsta sinn frá rýmingu, segir tilfinningarnar blendnar. Flökunarvélarnar i fiskvinnslu Einhamars Seafood í Grindavík voru ræstar í fyrsta sinn í morgun í tvo mánuði, eða frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember á síðasta ári. Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamars, segir um stóran viðburð að ræða. „Við byrjuðum klukkan sjö í morgun og þegar ég kom hálf sjö voru allir mættir. Það er ekki að sjá að það sé beigur í fólki en auðvitað eru þessar fréttir allskonar.“ Starfsmenn Einhamars Seafood í Grindavík voru ánægðir að geta snúið aftur til vinnu í dag.Vísir/Einar Ummæli Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings, í dag, þar sem hann sagði þá sem kjósa að dvelja í Grindavík verða að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn hratt, slóu Öldu illa. „Maður viðurkennir alveg að manni stendur ekkert á sama, það er langur vegur frá. En maður reynir að bera sig ágætlega og treystir því að þessir fræðimenn séu með hlutina þokkalega á hreinu.“ Alda tekur fram að starfsfólkið standi sig allt afskaplega vel. „Það voru allir mjög spenntir að hefja störf hérna í morgun. Það verður bara að segjast eins og er, þetta var komið gott, tveir mánuðir í aðgerðarleysi.“ Veðurstofan greindi frá því í dag að líkanreikningar bendi til þess að rúmmál kviku sem safnast hefur í kvikuinnskotið undir Svartsengi sé orðið svipað og þegar eldgos hófst þann 18. desember síðastliðinn. Hættan á kvikuinnskoti sem getur endað með eldgosi eykt þannig með hverjum deginum. Pawel, starfsmaður í fiskvinnslunni tekur tíðindum dagsins með fyrirvara og er afar ánægður að vera kominn aftur til vinnu. „Þetta er frábær dagur fyrir mig því ég get byrjað að vinna. Þetta er mjög gaman og ég er ánægður að geta komið til baka. Fólk er alltaf að segja að það verði eldgos á þessum degi eða öðrum, svo þetta er bara eins og hver annar dagur fyrir mér.“ Afli úr Vésteini GK og Sighvati GK var verkaður í dag í Grindavík. Vísir/Einar Rýmingar æfðar daglega í lóninu Í Bláa lóninu er starfsemin smám saman að komast í eðlilegt horf. „Við opnuðum síðustu helgi og opnuðum þá fyrir daggesti. Svo erum við smám saman að opna hótelin og horfum fram á fulla opnun frá og með næstu helgi,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Helga Árnadóttir telur varnargarða við Svartsengi munu koma að góðum notum ef til eldgoss komi.Vísir/Einar Helga segir gesti lónsins upplýsta um stöðuna við komuna í lónið auk þess sem tölvupóstur sé sendur á þá sem gefa upp netfang við bókun. Rýmingar voru æfðar í lóninu í gær og í morgun. „Við vitum það að okkar góðu sérfræðingar hjá Veðurstofunni og almannavörnum eru að rýna stöðuna á hverjum einasta degi og meta stöðuna. Við fylgjumst með þeim og hlustum á þá. Það helsta sem menn eru að horfa á sem hættuna hér er helst til hraunflæði. Við erum auðvitað komin með þessa góðu varnargarða og það er staðan eins og hún lítur út í dag.“ Nokkur fjöldi fólks heimsótti Bláa lónið í dag, en þó talsvert færri en venjulega á þessum árstíma.Vísir/Einar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Flökunarvélarnar i fiskvinnslu Einhamars Seafood í Grindavík voru ræstar í fyrsta sinn í morgun í tvo mánuði, eða frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember á síðasta ári. Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamars, segir um stóran viðburð að ræða. „Við byrjuðum klukkan sjö í morgun og þegar ég kom hálf sjö voru allir mættir. Það er ekki að sjá að það sé beigur í fólki en auðvitað eru þessar fréttir allskonar.“ Starfsmenn Einhamars Seafood í Grindavík voru ánægðir að geta snúið aftur til vinnu í dag.Vísir/Einar Ummæli Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings, í dag, þar sem hann sagði þá sem kjósa að dvelja í Grindavík verða að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn hratt, slóu Öldu illa. „Maður viðurkennir alveg að manni stendur ekkert á sama, það er langur vegur frá. En maður reynir að bera sig ágætlega og treystir því að þessir fræðimenn séu með hlutina þokkalega á hreinu.“ Alda tekur fram að starfsfólkið standi sig allt afskaplega vel. „Það voru allir mjög spenntir að hefja störf hérna í morgun. Það verður bara að segjast eins og er, þetta var komið gott, tveir mánuðir í aðgerðarleysi.“ Veðurstofan greindi frá því í dag að líkanreikningar bendi til þess að rúmmál kviku sem safnast hefur í kvikuinnskotið undir Svartsengi sé orðið svipað og þegar eldgos hófst þann 18. desember síðastliðinn. Hættan á kvikuinnskoti sem getur endað með eldgosi eykt þannig með hverjum deginum. Pawel, starfsmaður í fiskvinnslunni tekur tíðindum dagsins með fyrirvara og er afar ánægður að vera kominn aftur til vinnu. „Þetta er frábær dagur fyrir mig því ég get byrjað að vinna. Þetta er mjög gaman og ég er ánægður að geta komið til baka. Fólk er alltaf að segja að það verði eldgos á þessum degi eða öðrum, svo þetta er bara eins og hver annar dagur fyrir mér.“ Afli úr Vésteini GK og Sighvati GK var verkaður í dag í Grindavík. Vísir/Einar Rýmingar æfðar daglega í lóninu Í Bláa lóninu er starfsemin smám saman að komast í eðlilegt horf. „Við opnuðum síðustu helgi og opnuðum þá fyrir daggesti. Svo erum við smám saman að opna hótelin og horfum fram á fulla opnun frá og með næstu helgi,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Helga Árnadóttir telur varnargarða við Svartsengi munu koma að góðum notum ef til eldgoss komi.Vísir/Einar Helga segir gesti lónsins upplýsta um stöðuna við komuna í lónið auk þess sem tölvupóstur sé sendur á þá sem gefa upp netfang við bókun. Rýmingar voru æfðar í lóninu í gær og í morgun. „Við vitum það að okkar góðu sérfræðingar hjá Veðurstofunni og almannavörnum eru að rýna stöðuna á hverjum einasta degi og meta stöðuna. Við fylgjumst með þeim og hlustum á þá. Það helsta sem menn eru að horfa á sem hættuna hér er helst til hraunflæði. Við erum auðvitað komin með þessa góðu varnargarða og það er staðan eins og hún lítur út í dag.“ Nokkur fjöldi fólks heimsótti Bláa lónið í dag, en þó talsvert færri en venjulega á þessum árstíma.Vísir/Einar
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira