Leigubílstjórar fá ekki árskort og kostnaður gæti margfaldast Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2024 11:02 Stjórar þessara leigubifreiða við Leifsstöð hafa vafalítið margir verið handhafar árskorts. Vísir/Vilhelm Isavia hefur gert breytingar á gjaldheimtu á leigubílastæðinu við Leifsstöð. Stakt gjald fyrir innakstur á stæðið helst óbreytt en árskort standa ekki lengur til boða. Ljóst er að kostnaður leigubílstjóra sem vinna mikið við að aka fólki til og frá Keflavíkurflugvelli gæti margfaldast. Eftir að breytingarnar tóku gildi frá og með 8. janúar kostar 490 krónur að aka inn á leigubílastæðið í hvert skipti. Áður hafi staðið til boða að kaupa árskort inn á stæðið fyrir aðeins 120 þúsund krónur. Einfaldur útreikningur sýnir fram á að árskortið borgaði sig fyrir þá leigubílstjóra sem fóru 245 sinnum eða oftar inn á stæðið á ári. Nokkur fjöldi leigubílstjóra vinnur mikið við það að aka fólki til og frá Keflavíkurflugvelli, enda er mikið um viðskipta á þeim bænum. Ef gert er ráð fyrir því að leigubílstjóri vinni álíka mikið og meðalmaðurinn, um 220 daga á ári, og aki fjórum sinnum á dag inn á leigubílastæði við Leifsstöð, greiðir hann um 430 þúsund krónur á ári fyrir aðgang að stæðinu. Þar með er ekki sagt að ímyndaði leigubílstjórinn í dæminu hér að ofan þurfi að bera allan kostnaðinn sjálfur. Eftir gildistöku nýrra laga um leigubifreiðaakstur er heimilt að smyrja kostnaðinum ofan á svokallað startgjald leigubifreiðarinnar og þar með koma honum yfir á neytandann. Þurftu áður að greiða inni í flugstöðinni Í svari Isavia, sem rekur leigubílastæðið við Keflavíkurflugvöll, við fyrirspurn Vísis um breytinguna segir að breytingin sé tvenns konar. Annars vegar sæki leigubílstjórar nú um aðgang að leigubílastæði Keflavíkurflugvallar rafrænt en áður hafi það verið gert með því að mæta í flugstöðina og borga þar. „Hins vegar þá var greitt frá og með deginum í gær – 8. janúar 2024 – fyrir hverja innkeyrslu inn á leigubílasvæðið sama verð og var áður fyrir hverja ferð þannig að engin breyting er á því. Breytingin er hins vegar sú að ekki er lengur hægt að kaupa nokkurra skipta kort eða árskort inn á svæðið eins og áður.“ Nýtt og skilvirkara kerfi Þessi síðari breyting hafi verið gerð þar sem búið sé að setja upp bílastæðakerfi sem er með sama sniði og annars staðar á flugvallarsvæðinu. Það hafi verið gert á grundvelli útboðs sem fór fram á Evrópska efnahagssvæðinu á síðasta ári þar sem Autopay varð hlutskarpast. „Með breytingunni erum við að taka upp nýtt og skilvirkt kerfi sem býður upp á utanumhald á notkun leigubílasvæðisins sem áður var ekki mögulegt. Samgöngustofa hefur fylgst með breytingaferlinu og lýst yfir ánægju með nýja kerfi. Við höfum einnig fengið jákvæð viðbrögð frá hagaðilum sem við höfum upplýst um breytinguna.“ Leigubílar Keflavíkurflugvöllur Neytendur Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Eftir að breytingarnar tóku gildi frá og með 8. janúar kostar 490 krónur að aka inn á leigubílastæðið í hvert skipti. Áður hafi staðið til boða að kaupa árskort inn á stæðið fyrir aðeins 120 þúsund krónur. Einfaldur útreikningur sýnir fram á að árskortið borgaði sig fyrir þá leigubílstjóra sem fóru 245 sinnum eða oftar inn á stæðið á ári. Nokkur fjöldi leigubílstjóra vinnur mikið við það að aka fólki til og frá Keflavíkurflugvelli, enda er mikið um viðskipta á þeim bænum. Ef gert er ráð fyrir því að leigubílstjóri vinni álíka mikið og meðalmaðurinn, um 220 daga á ári, og aki fjórum sinnum á dag inn á leigubílastæði við Leifsstöð, greiðir hann um 430 þúsund krónur á ári fyrir aðgang að stæðinu. Þar með er ekki sagt að ímyndaði leigubílstjórinn í dæminu hér að ofan þurfi að bera allan kostnaðinn sjálfur. Eftir gildistöku nýrra laga um leigubifreiðaakstur er heimilt að smyrja kostnaðinum ofan á svokallað startgjald leigubifreiðarinnar og þar með koma honum yfir á neytandann. Þurftu áður að greiða inni í flugstöðinni Í svari Isavia, sem rekur leigubílastæðið við Keflavíkurflugvöll, við fyrirspurn Vísis um breytinguna segir að breytingin sé tvenns konar. Annars vegar sæki leigubílstjórar nú um aðgang að leigubílastæði Keflavíkurflugvallar rafrænt en áður hafi það verið gert með því að mæta í flugstöðina og borga þar. „Hins vegar þá var greitt frá og með deginum í gær – 8. janúar 2024 – fyrir hverja innkeyrslu inn á leigubílasvæðið sama verð og var áður fyrir hverja ferð þannig að engin breyting er á því. Breytingin er hins vegar sú að ekki er lengur hægt að kaupa nokkurra skipta kort eða árskort inn á svæðið eins og áður.“ Nýtt og skilvirkara kerfi Þessi síðari breyting hafi verið gerð þar sem búið sé að setja upp bílastæðakerfi sem er með sama sniði og annars staðar á flugvallarsvæðinu. Það hafi verið gert á grundvelli útboðs sem fór fram á Evrópska efnahagssvæðinu á síðasta ári þar sem Autopay varð hlutskarpast. „Með breytingunni erum við að taka upp nýtt og skilvirkt kerfi sem býður upp á utanumhald á notkun leigubílasvæðisins sem áður var ekki mögulegt. Samgöngustofa hefur fylgst með breytingaferlinu og lýst yfir ánægju með nýja kerfi. Við höfum einnig fengið jákvæð viðbrögð frá hagaðilum sem við höfum upplýst um breytinguna.“
Leigubílar Keflavíkurflugvöllur Neytendur Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira