Rjúfum kyrrstöðuna í orkumálum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 2. janúar 2024 14:28 Undanfarnar vikur hefur farið fram hávær umræða um þá kyrrstöðu sem hefur ríkt í orkumálum á vakt Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Þessi kyrrstaða bitnar á verðmætasköpun og atvinnuuppbyggingu í landinu, raskar orkuöryggi og grefur undan orkuskiptum og nauðsynlegum loftslagsaðgerðum. Með setningu rammaáætlunarlaga undir forystu Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra árið 2011 var ákvörðunum um orkunýtingu og vernd landsvæða mörkuð fagleg umgjörð. Lögin gera ráð fyrir að lögð sé fram rammaáætlun á Alþingi á fjögurra ára fresti og að löggjafinn taki þannig afstöðu til þess, eftir umfangsmikla vinnu faghópa og víðtækt samráð, hvar megi virkja og hvað eigi að vernda. Flokkarnir sem stjórna landinu sýndu fádæma ábyrgðarleysi með því að láta sjö ár líða án þess að samþykkt væri þingsályktun um rammaáætlun á Alþingi. Með þessu var gengið gegn markmiðum laganna, undirbúningi og framkvæmdum vegna nýrra virkjana var slegið á frest og jafnframt grafið undan þeim fyrirsjáanleika sem nauðsynlegur er við uppbyggingu flutningskerfis raforku. Þetta áralanga afstöðuleysi löggjafans er sérstaklega skaðlegt í ljósi þess hve langan tíma það tekur að koma upp nýjum virkjunum. Ríkisstjórnir síðustu ára hafa sofið á verðinum og lítið aðhafst þegar bent er á að styrkja þurfi stjórnsýslu orku- og umhverfismála og að unnt sé að einfalda og samþætta gagnaskil, auka skilvirkni og hraða leyfisveitingum vegna nýrra virkjana án þess að slá af kröfum um nauðsynlegt samráð og umhverfismat. Ofan á þetta bætist að ekki hefur tekist að skapa sátt um hvernig tekjur af orkuvinnslu skiptast. Skýrasta birtingarmynd þess er ákvörðun Skeiða- og Gnúpverjahrepps um frestun Búrfellslundar vegna þess að sveitarstjórninni finnst skattaumgjörðin um orkumannvirki ósanngjörn. Þar hefur sveitarstjórnarfólkið rétt fyrir sér: auðvitað ættu tekjurnar af orkumannvirkjum að skila sér í miklu ríkara mæli til nærsamfélagsins. Samfylkingin hefur nálgast orkumálin af raunsæi og ábyrgð. Á tímabilinu 2010 til 2020 reisti Landsvirkjun þrjár virkjanir: Búðarhálsvirkjun, Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun II. Búðarhálsvirkjun var fjármögnuð og reist á vakt Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Þeistareykjavirkjun var jafnframt áherslumál þáverandi iðnaðarráðherra og sett í nýtingarflokk rammaáætlunar í stjórnartíð Samfylkingar. Stærstu orkuöflunarverkefnin sem nú eru á dagskrá, Hvammsvirkjun og Búrfellslundur, rötuðu í nýtingarflokk rammaáætlunar með stuðningi Samfylkingar. Mikilvægt er að þessi verkefni fái framgang. Nú liggja jafnframt fyrir greiningar faghópa og tillögur verkefnisstjórnar rammaáætlunar um flokkun fimm virkjanakosta sem brýnt er að ráðherra og Alþingi taki afstöðu til. Loks verður Alþingi að hafa hraðar hendur um breytingar á raforkulögum til að tryggja að orkuöryggi almennings njóti forgangs umfram aðra hagsmuni og að nauðsynlegir öryggisventlar séu til staðar þegar ójafnvægi ríkir á orkumarkaði. Samfylkingin hefur hvatt til slíkra lagabreytinga síðastliðin tvö ár en því miður náðist ekki sátt um útfærsluna þegar atvinnuveganefnd Alþingis lagði fram frumvarp í þessum tilgangi á síðustu vikum haustþings. Ég hygg að það sé meirihlutaskoðun á Alþingi að rjúfa þurfi kyrrstöðuna sem hefur ríkt í orkumálum á undanförnum árum; að þingmenn stjórnarmeirihlutans dauðskammist sín margir hverjir fyrir framtaksleysið í orkumálum og þær alvarlegu afleiðingar sem því fylgja. Leikreglur rammaáætlunar snúast um að sætta ólík sjónarmið og leita jafnvægis milli orkunýtingar og náttúruverndar. Þær kalla á að teknar séu ákvarðanir og þeim fylgt eftir með afgerandi hætti. Undir þeirri ábyrgð verða stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar að rísa. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jóhann Páll Jóhannsson Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur farið fram hávær umræða um þá kyrrstöðu sem hefur ríkt í orkumálum á vakt Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Þessi kyrrstaða bitnar á verðmætasköpun og atvinnuuppbyggingu í landinu, raskar orkuöryggi og grefur undan orkuskiptum og nauðsynlegum loftslagsaðgerðum. Með setningu rammaáætlunarlaga undir forystu Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra árið 2011 var ákvörðunum um orkunýtingu og vernd landsvæða mörkuð fagleg umgjörð. Lögin gera ráð fyrir að lögð sé fram rammaáætlun á Alþingi á fjögurra ára fresti og að löggjafinn taki þannig afstöðu til þess, eftir umfangsmikla vinnu faghópa og víðtækt samráð, hvar megi virkja og hvað eigi að vernda. Flokkarnir sem stjórna landinu sýndu fádæma ábyrgðarleysi með því að láta sjö ár líða án þess að samþykkt væri þingsályktun um rammaáætlun á Alþingi. Með þessu var gengið gegn markmiðum laganna, undirbúningi og framkvæmdum vegna nýrra virkjana var slegið á frest og jafnframt grafið undan þeim fyrirsjáanleika sem nauðsynlegur er við uppbyggingu flutningskerfis raforku. Þetta áralanga afstöðuleysi löggjafans er sérstaklega skaðlegt í ljósi þess hve langan tíma það tekur að koma upp nýjum virkjunum. Ríkisstjórnir síðustu ára hafa sofið á verðinum og lítið aðhafst þegar bent er á að styrkja þurfi stjórnsýslu orku- og umhverfismála og að unnt sé að einfalda og samþætta gagnaskil, auka skilvirkni og hraða leyfisveitingum vegna nýrra virkjana án þess að slá af kröfum um nauðsynlegt samráð og umhverfismat. Ofan á þetta bætist að ekki hefur tekist að skapa sátt um hvernig tekjur af orkuvinnslu skiptast. Skýrasta birtingarmynd þess er ákvörðun Skeiða- og Gnúpverjahrepps um frestun Búrfellslundar vegna þess að sveitarstjórninni finnst skattaumgjörðin um orkumannvirki ósanngjörn. Þar hefur sveitarstjórnarfólkið rétt fyrir sér: auðvitað ættu tekjurnar af orkumannvirkjum að skila sér í miklu ríkara mæli til nærsamfélagsins. Samfylkingin hefur nálgast orkumálin af raunsæi og ábyrgð. Á tímabilinu 2010 til 2020 reisti Landsvirkjun þrjár virkjanir: Búðarhálsvirkjun, Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun II. Búðarhálsvirkjun var fjármögnuð og reist á vakt Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Þeistareykjavirkjun var jafnframt áherslumál þáverandi iðnaðarráðherra og sett í nýtingarflokk rammaáætlunar í stjórnartíð Samfylkingar. Stærstu orkuöflunarverkefnin sem nú eru á dagskrá, Hvammsvirkjun og Búrfellslundur, rötuðu í nýtingarflokk rammaáætlunar með stuðningi Samfylkingar. Mikilvægt er að þessi verkefni fái framgang. Nú liggja jafnframt fyrir greiningar faghópa og tillögur verkefnisstjórnar rammaáætlunar um flokkun fimm virkjanakosta sem brýnt er að ráðherra og Alþingi taki afstöðu til. Loks verður Alþingi að hafa hraðar hendur um breytingar á raforkulögum til að tryggja að orkuöryggi almennings njóti forgangs umfram aðra hagsmuni og að nauðsynlegir öryggisventlar séu til staðar þegar ójafnvægi ríkir á orkumarkaði. Samfylkingin hefur hvatt til slíkra lagabreytinga síðastliðin tvö ár en því miður náðist ekki sátt um útfærsluna þegar atvinnuveganefnd Alþingis lagði fram frumvarp í þessum tilgangi á síðustu vikum haustþings. Ég hygg að það sé meirihlutaskoðun á Alþingi að rjúfa þurfi kyrrstöðuna sem hefur ríkt í orkumálum á undanförnum árum; að þingmenn stjórnarmeirihlutans dauðskammist sín margir hverjir fyrir framtaksleysið í orkumálum og þær alvarlegu afleiðingar sem því fylgja. Leikreglur rammaáætlunar snúast um að sætta ólík sjónarmið og leita jafnvægis milli orkunýtingar og náttúruverndar. Þær kalla á að teknar séu ákvarðanir og þeim fylgt eftir með afgerandi hætti. Undir þeirri ábyrgð verða stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar að rísa. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun