Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2024 10:42 Frændsystkinin Margrét Þórhildur Danadrottning og Karl Gústaf Svíakonungur á góðri stund árið 2007. EPA Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu þar sem haft er eftir upplýsingafulltrúa sænsku konungsfjölskyldunnar að öll sænska konungsfjölskyldan hafi verið upplýst um ákvörðun Danadrottningar. „Drottningin ræddi persónulega við og upplýsti konunginn um ákvörðina,“ segir upplýsingafulltrúinn í samtali við Expressen. Ákvörðun Margrétar Þórhildar kom flestum í opna skjöldu en hún sagði þar frá því að hún muni formlega stíga til hliðar 14. janúar næstkomandi og mun Friðrik krónprins þá verða nýr konungur Danmerkur. Margrét Þórhildur tók sjálf við krúnunni 14. janúar 1972 við andlát föður síns, Friðriks IX, og mun hún því hafa setið á drottningarstól í 52 ár. Sjá má ávarpið í heild sinni að neðan. Þó að það hafi færst í aukana að konungar og drottningar í Evrópu afsali sér krúnunni þá er þetta í fyrsta sinn sem þetta gerist í danskri sögu. Í áramótaávarpi sínu rifjaði hin 83 ára drottning upp að hún hafi gengist undir stóra aðgerð á baki í febrúar síðastliðinn og að á þeim tímamótum hafi hún farið að huga að framtíð sinni. Aldurinn væri farinn að segja til sín og hafi hún velt því upp hvort að ekki væri rétt að koma hinum konunglegu skyldum á herðar næstu kynslóða. Í ávarpi sínu þakkaði Margrét Þórhildur dönsku þjóðinni, Færeyingum og Grænlendingum fyrir þann hlýhug og stuðning sem þjóðirnar hefðu sýnt henni og fjölskyldu hennar í gegnum áratugina. Hún bar einnig fram þá ósk að hinum nýju konungshjónum, Friðriki X og Maríu eiginkonu hans, verði tekið með sömu hlýju og hún hefði notið öll sín ár sem drottning. Friðrik er 55 ára gamall og er giftur hinni áströlsku Maríu, en þau gengu í hjónaband árið 2004. Þau eiga saman fjögur börn – Kristján, Ísabellu, Vincent og Jósefínu. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, mun flytja nýársávarp forsætisráðherra síðar í dag, en hefur látið hafa eftir sér að hún hafi þurft að endurskrifa svo gott sem allt ávarpið vegna tíðinda gærdagsins. Danmörk Svíþjóð Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Karl Gústaf XVI Svíakonungur Tengdar fréttir Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu þar sem haft er eftir upplýsingafulltrúa sænsku konungsfjölskyldunnar að öll sænska konungsfjölskyldan hafi verið upplýst um ákvörðun Danadrottningar. „Drottningin ræddi persónulega við og upplýsti konunginn um ákvörðina,“ segir upplýsingafulltrúinn í samtali við Expressen. Ákvörðun Margrétar Þórhildar kom flestum í opna skjöldu en hún sagði þar frá því að hún muni formlega stíga til hliðar 14. janúar næstkomandi og mun Friðrik krónprins þá verða nýr konungur Danmerkur. Margrét Þórhildur tók sjálf við krúnunni 14. janúar 1972 við andlát föður síns, Friðriks IX, og mun hún því hafa setið á drottningarstól í 52 ár. Sjá má ávarpið í heild sinni að neðan. Þó að það hafi færst í aukana að konungar og drottningar í Evrópu afsali sér krúnunni þá er þetta í fyrsta sinn sem þetta gerist í danskri sögu. Í áramótaávarpi sínu rifjaði hin 83 ára drottning upp að hún hafi gengist undir stóra aðgerð á baki í febrúar síðastliðinn og að á þeim tímamótum hafi hún farið að huga að framtíð sinni. Aldurinn væri farinn að segja til sín og hafi hún velt því upp hvort að ekki væri rétt að koma hinum konunglegu skyldum á herðar næstu kynslóða. Í ávarpi sínu þakkaði Margrét Þórhildur dönsku þjóðinni, Færeyingum og Grænlendingum fyrir þann hlýhug og stuðning sem þjóðirnar hefðu sýnt henni og fjölskyldu hennar í gegnum áratugina. Hún bar einnig fram þá ósk að hinum nýju konungshjónum, Friðriki X og Maríu eiginkonu hans, verði tekið með sömu hlýju og hún hefði notið öll sín ár sem drottning. Friðrik er 55 ára gamall og er giftur hinni áströlsku Maríu, en þau gengu í hjónaband árið 2004. Þau eiga saman fjögur börn – Kristján, Ísabellu, Vincent og Jósefínu. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, mun flytja nýársávarp forsætisráðherra síðar í dag, en hefur látið hafa eftir sér að hún hafi þurft að endurskrifa svo gott sem allt ávarpið vegna tíðinda gærdagsins.
Danmörk Svíþjóð Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Karl Gústaf XVI Svíakonungur Tengdar fréttir Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16