Loksins kviknað á perunni? Ingibjörg Isaksen skrifar 22. desember 2023 11:00 Síðustu daga hafa þingmenn og heilu þingflokkarnir lýst því yfir að þeir ætli að beita sér fyrir aukinni orkuöflun til að mæta yfirvofandi raforkuskorti hér á landi. Ítrekaðar áhyggjur hafa verið hunsaðar og nú, þegar vandinn er farinn að vera virkilega alvarlegur og er orðinn öllum kýrskýr, keppast þingmenn við að koma með háfleygar yfirlýsingar eins og að hulunni hafi verið svipt. Ég fagna því vissulega að kollegar mínir hafi loksins kveikt á perunni og áttað sig á þeim vanda sem lengi hefur legið í loftinu. Vonandi eru þetta ekki tóm orð í von um aukið fylgi. Því það er ljóst að margir þessara þingmanna þurfa að taka U-beygju á sinni afstöðu t.d. hvað varðar friðun og regluverk. Takmarkaður áhugi hingað til Ýmsar aðgerðir hafa verið lagðar til með það að markmiði að geta framleitt meiri orku, nýtt hana betur og efla dreifingu hennar. Lengi hafa sérfræðingar í orkugeiranum bent á yfirvofandi orkuskort og kallað eftir aðgerðum, en undirrituð hefur unnið að því að koma skilaboðum þeirra áleiðis bæði í þingsal, á fundum og í hinum ýmsu fjölmiðlum. Áhugi þingheims fyrir alvöru aðgerðum hefur verið takmarkaður hingað til. Stjórnkerfið í kringum leyfisveitingar og rannsóknir er óþarflega flókið og hægfara. Það líða jafnvel áratugir frá því að virkjanakostur kemur upp sem hugmynd þar til hann verður að veruleika. Við höfum of lengi beðið eftir aðgerðaráætlun og regluverki í kringum nýtingu nýrra grænna orkukosta eins og vindorku. Friðun vatnasviða og þar með útilokun mögulegra virkjunarframkvæmda er sett á dagskrá þrátt fyrir að þörfin fyrir aukna orku liggur fyrir. Þörf á hugarfarsbreytingu Stjórnvöld og samfélagið allt þurfa að horfa á orkumál landsins með öðru viðhorfi. Núverandi hugarfar virkar greinilega ekki og það gengur ekki að seinka mikilvægum fyrirbyggjandi aðgerðum um mörg ár og jafnvel virða þær að vettugi. Við viljum vera sjálfum okkur nóg í orkuöflun og tryggja orkuöryggi hér á landi en við sjáum dæmi erlendis um það hversu mikilvægt það reynist að þurfa ekki að stóla á önnur ríki til að fullnægja grundvallarþörfum samfélagsins. Standið við stóru orðin Nú er komið að þingheimi að taka á honum stóra sínum og sýna fram á að yfirlýsingarnar séu ekki bara orðin tóm. Miðað við fjölda yfirlýsinga þingmanna og þingflokka þá ætti það ekki að reynast erfitt að skapa sátt og komast að niðurstöðu. Ég er, og hef lengi verið, tilbúin í þá vinnu. Við þurfum að setja okkur markmið; hversu mikla orku þurfum við á að halda til framtíðar? Í kjölfarið getum við sett á laggirnar alvöru aðgerðir til að mæta þeirri framtíðarorkuþörf í stað þess að bregðast við aðstæðum hverju sinni. Á meðan er það virkilega óábyrgt að ræða frekari friðun heilu vatnasviðanna. Það er óforsvaranlegt að setja friðun á dagskrá þegar við höfum ekki gert áætlun til framtíðar. Við megum ekki við því að útiloka heilu virkjunarmöguleikana í því ástandi sem við erum. Á ríkisstjórnarborðinu er það nauðsyn að endurskoða rammaáætlun á nýjan leik með það að leiðarljósi að endurskoða friðlýsingu vatnasviða, nýta þau tækifæri sem okkur bjóðast og alls ekki útiloka virkjunarmöguleika til framtíðar. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Orkumál Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa þingmenn og heilu þingflokkarnir lýst því yfir að þeir ætli að beita sér fyrir aukinni orkuöflun til að mæta yfirvofandi raforkuskorti hér á landi. Ítrekaðar áhyggjur hafa verið hunsaðar og nú, þegar vandinn er farinn að vera virkilega alvarlegur og er orðinn öllum kýrskýr, keppast þingmenn við að koma með háfleygar yfirlýsingar eins og að hulunni hafi verið svipt. Ég fagna því vissulega að kollegar mínir hafi loksins kveikt á perunni og áttað sig á þeim vanda sem lengi hefur legið í loftinu. Vonandi eru þetta ekki tóm orð í von um aukið fylgi. Því það er ljóst að margir þessara þingmanna þurfa að taka U-beygju á sinni afstöðu t.d. hvað varðar friðun og regluverk. Takmarkaður áhugi hingað til Ýmsar aðgerðir hafa verið lagðar til með það að markmiði að geta framleitt meiri orku, nýtt hana betur og efla dreifingu hennar. Lengi hafa sérfræðingar í orkugeiranum bent á yfirvofandi orkuskort og kallað eftir aðgerðum, en undirrituð hefur unnið að því að koma skilaboðum þeirra áleiðis bæði í þingsal, á fundum og í hinum ýmsu fjölmiðlum. Áhugi þingheims fyrir alvöru aðgerðum hefur verið takmarkaður hingað til. Stjórnkerfið í kringum leyfisveitingar og rannsóknir er óþarflega flókið og hægfara. Það líða jafnvel áratugir frá því að virkjanakostur kemur upp sem hugmynd þar til hann verður að veruleika. Við höfum of lengi beðið eftir aðgerðaráætlun og regluverki í kringum nýtingu nýrra grænna orkukosta eins og vindorku. Friðun vatnasviða og þar með útilokun mögulegra virkjunarframkvæmda er sett á dagskrá þrátt fyrir að þörfin fyrir aukna orku liggur fyrir. Þörf á hugarfarsbreytingu Stjórnvöld og samfélagið allt þurfa að horfa á orkumál landsins með öðru viðhorfi. Núverandi hugarfar virkar greinilega ekki og það gengur ekki að seinka mikilvægum fyrirbyggjandi aðgerðum um mörg ár og jafnvel virða þær að vettugi. Við viljum vera sjálfum okkur nóg í orkuöflun og tryggja orkuöryggi hér á landi en við sjáum dæmi erlendis um það hversu mikilvægt það reynist að þurfa ekki að stóla á önnur ríki til að fullnægja grundvallarþörfum samfélagsins. Standið við stóru orðin Nú er komið að þingheimi að taka á honum stóra sínum og sýna fram á að yfirlýsingarnar séu ekki bara orðin tóm. Miðað við fjölda yfirlýsinga þingmanna og þingflokka þá ætti það ekki að reynast erfitt að skapa sátt og komast að niðurstöðu. Ég er, og hef lengi verið, tilbúin í þá vinnu. Við þurfum að setja okkur markmið; hversu mikla orku þurfum við á að halda til framtíðar? Í kjölfarið getum við sett á laggirnar alvöru aðgerðir til að mæta þeirri framtíðarorkuþörf í stað þess að bregðast við aðstæðum hverju sinni. Á meðan er það virkilega óábyrgt að ræða frekari friðun heilu vatnasviðanna. Það er óforsvaranlegt að setja friðun á dagskrá þegar við höfum ekki gert áætlun til framtíðar. Við megum ekki við því að útiloka heilu virkjunarmöguleikana í því ástandi sem við erum. Á ríkisstjórnarborðinu er það nauðsyn að endurskoða rammaáætlun á nýjan leik með það að leiðarljósi að endurskoða friðlýsingu vatnasviða, nýta þau tækifæri sem okkur bjóðast og alls ekki útiloka virkjunarmöguleika til framtíðar. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun