Staðan á byggingarmarkaði versnar og gjaldþrotum fjölgar mikið Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2023 07:33 Fram kemur í nýrri skýrslu HMS að sölutími lítilla íbúða hafi styst samfellt frá í apríl. Meira selst af minni eignum. Vísir/Vilhelm Staða á byggingarmarkaði hefur versnar mikið sem lýsir sér í að minna er flutt inn af byggingarhráefnum, skuldsetning byggingarverktaka hefur aukist og gjaldþrotum í byggingariðnaði hefur fjölgað mikið. Sölutími lítilla íbúða hefur styst samfellt frá í apríl, en merki eru um að jafnvægi sé að nást á fasteignamarkaði. Þetta er meðal þess sem segir í desemberskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem farið er yfir þróunina á fasteignamarkaði. Fram kemur að í október hafi gjaldþrotin verið 34 talsins og það sem af er ári hafi 240 fyrirtæki orðið gjaldþrota í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Í fyrra voru gjaldþrotin hins vegar 86 talsins. Þá segir að nýskráningar standi í stað milli ára en um fimmtíu fyrirtæki hafi að meðaltali verið nýskráð á mánuði í byggingariðnaði það sem af sé ári. Aukin velta Fram kemur að á föstu verðlagi sé velta á markaði meiri nú en fyrir ári og annan mánuðinn í röð séu kaupsamningar fleiri en á árinu 2022. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,1 prósent á milli mánaða í nóvember, en síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,5 prósent. Sé litið til síðastliðinna tólf mánaða hefur vísitalan hækkað um 3,4 prósent. „Söluverð á fermetra á nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu var 801 þús. kr. í október. Á höfuðborgarsvæðinu hefur munur milli fermetraverðs nýrra íbúða og annarra íbúða aukist undanfarin þrjú ár á sama tíma og meðalstærð nýrra íbúða hefur minnkað. Svipaða sögu er að segja af þróun fermetraverðs í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þróun á meðalstærð nýbyggðra íbúða kann að útskýra að einhverju leyti hvers vegna fermetraverð þeirra hefur hækkað eins og raun ber vitni. Fermetraverð íbúða er mismunandi eftir stærð og er að meðaltali hærra á minni íbúðum. Á höfuðborgarsvæðinu hefur meðalstærð nýrra íbúða farið úr því að vera rúmlega 100 fm. árin 2019 - 2022 í um 90 fm. á þessu ári,“ segir í skýrslunni. Meðalsölutími íbúða er 47 dagar á höfuðborgarsvæðinu og er orðinn styttri nú en hann var fyrir heimsfaraldur. Vísir/Vilhelm Sölutími lítilla íbúða styttist Sölutími lítilla íbúða (0 til 2 herbergi) er nú 35 dagar og hefur styst samfellt frá apríl á þessu ári. „Sögulega hefur sölutími slíkra íbúða ekki mælst styttri ef frá eru taldir tveir mánuðir á síðasta ári (apríl og október). Meira flökt er á sölutíma þriggja herbergja íbúða. Sölutími íbúða með fleiri en fjórum herbergjum er 55 dagar og hefur styst frá miðju ári og er sölutími þeirra nú álíka og var fyrir vaxtalækkunarferli Seðlabankans 2020. Meðalsölutími íbúða er 47 dagar á höfuðborgarsvæðinu og er orðinn styttri nú en hann var fyrir heimsfaraldur. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hefur meðalsölutími styst skarpt úr 63 dögum í sumar og er nú 44 dagar. Annars staðar á landinu er meðalsölutíminn 52 dagar og nálægt sögulegu lágmarki sem er 45 dagar. Gera verður þann fyrirvara að meðalsölutími nær eingöngu til þeirra íbúða sem hafa selst en íbúðir sem hafa verið lengi á sölu án þess að seljast hafa ekki áhrif á mælikvarðann.“ Meira selst af minni eignum Um 3.700 íbúðir eru nú til sölu og heldur þeim áfram að fjölga og þar af eru rúmlega 2.300 þeirra á höfuðborgarsvæðinu. „Þegar rýnt er í kaupsamninga eftir tegund húsnæðis sést að meira selst af minni eignum á höfuðborgarsvæðinu og er fjöldi kaupsamninga í fjölbýli á svipuðu róli nú og var á árunum fyrir Covid. Skipting kaupsamninga eftir fjölbýli og sérbýli í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er sambærileg við það sem var fyrir Covid. Merki eru um að meira jafnvægi sé að komast á fasteignamarkaðinn. Fleiri íbúðir hafa verið teknar úr sölu síðustu þrjá mánuði en síðasta ár þar á undan. Samtals voru 623 fasteignir teknar úr sölu af vefnum fasteignir.is á höfuðborgarsvæðinu í nóvember sem er lítils háttar fjölgun frá því sem var í október þegar 617 fasteignir voru teknar úr sölu. Tölur um fjölda íbúða sem teknar eru úr birtingu af auglýsingasíðum fasteigna fylgjast gjarnan að við fjölda kaupsamninga næstu mánuði þar á eftir vegna þess tíma sem tekur að ganga frá kaupsamningi og þinglýsa,“ segir í skýrslu HMS. Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Húsnæðismál Gjaldþrot Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Þetta er meðal þess sem segir í desemberskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem farið er yfir þróunina á fasteignamarkaði. Fram kemur að í október hafi gjaldþrotin verið 34 talsins og það sem af er ári hafi 240 fyrirtæki orðið gjaldþrota í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Í fyrra voru gjaldþrotin hins vegar 86 talsins. Þá segir að nýskráningar standi í stað milli ára en um fimmtíu fyrirtæki hafi að meðaltali verið nýskráð á mánuði í byggingariðnaði það sem af sé ári. Aukin velta Fram kemur að á föstu verðlagi sé velta á markaði meiri nú en fyrir ári og annan mánuðinn í röð séu kaupsamningar fleiri en á árinu 2022. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,1 prósent á milli mánaða í nóvember, en síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,5 prósent. Sé litið til síðastliðinna tólf mánaða hefur vísitalan hækkað um 3,4 prósent. „Söluverð á fermetra á nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu var 801 þús. kr. í október. Á höfuðborgarsvæðinu hefur munur milli fermetraverðs nýrra íbúða og annarra íbúða aukist undanfarin þrjú ár á sama tíma og meðalstærð nýrra íbúða hefur minnkað. Svipaða sögu er að segja af þróun fermetraverðs í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þróun á meðalstærð nýbyggðra íbúða kann að útskýra að einhverju leyti hvers vegna fermetraverð þeirra hefur hækkað eins og raun ber vitni. Fermetraverð íbúða er mismunandi eftir stærð og er að meðaltali hærra á minni íbúðum. Á höfuðborgarsvæðinu hefur meðalstærð nýrra íbúða farið úr því að vera rúmlega 100 fm. árin 2019 - 2022 í um 90 fm. á þessu ári,“ segir í skýrslunni. Meðalsölutími íbúða er 47 dagar á höfuðborgarsvæðinu og er orðinn styttri nú en hann var fyrir heimsfaraldur. Vísir/Vilhelm Sölutími lítilla íbúða styttist Sölutími lítilla íbúða (0 til 2 herbergi) er nú 35 dagar og hefur styst samfellt frá apríl á þessu ári. „Sögulega hefur sölutími slíkra íbúða ekki mælst styttri ef frá eru taldir tveir mánuðir á síðasta ári (apríl og október). Meira flökt er á sölutíma þriggja herbergja íbúða. Sölutími íbúða með fleiri en fjórum herbergjum er 55 dagar og hefur styst frá miðju ári og er sölutími þeirra nú álíka og var fyrir vaxtalækkunarferli Seðlabankans 2020. Meðalsölutími íbúða er 47 dagar á höfuðborgarsvæðinu og er orðinn styttri nú en hann var fyrir heimsfaraldur. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hefur meðalsölutími styst skarpt úr 63 dögum í sumar og er nú 44 dagar. Annars staðar á landinu er meðalsölutíminn 52 dagar og nálægt sögulegu lágmarki sem er 45 dagar. Gera verður þann fyrirvara að meðalsölutími nær eingöngu til þeirra íbúða sem hafa selst en íbúðir sem hafa verið lengi á sölu án þess að seljast hafa ekki áhrif á mælikvarðann.“ Meira selst af minni eignum Um 3.700 íbúðir eru nú til sölu og heldur þeim áfram að fjölga og þar af eru rúmlega 2.300 þeirra á höfuðborgarsvæðinu. „Þegar rýnt er í kaupsamninga eftir tegund húsnæðis sést að meira selst af minni eignum á höfuðborgarsvæðinu og er fjöldi kaupsamninga í fjölbýli á svipuðu róli nú og var á árunum fyrir Covid. Skipting kaupsamninga eftir fjölbýli og sérbýli í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er sambærileg við það sem var fyrir Covid. Merki eru um að meira jafnvægi sé að komast á fasteignamarkaðinn. Fleiri íbúðir hafa verið teknar úr sölu síðustu þrjá mánuði en síðasta ár þar á undan. Samtals voru 623 fasteignir teknar úr sölu af vefnum fasteignir.is á höfuðborgarsvæðinu í nóvember sem er lítils háttar fjölgun frá því sem var í október þegar 617 fasteignir voru teknar úr sölu. Tölur um fjölda íbúða sem teknar eru úr birtingu af auglýsingasíðum fasteigna fylgjast gjarnan að við fjölda kaupsamninga næstu mánuði þar á eftir vegna þess tíma sem tekur að ganga frá kaupsamningi og þinglýsa,“ segir í skýrslu HMS.
Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Húsnæðismál Gjaldþrot Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira